Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS Björn Bjarnason skrifar um al- þjóðavæðingu grunnskólans og leggur út af nýjum tölum Hag- stofu Íslands. Þær sýna að grunn- skólanemendum með erlendan bak- grunn fjölgar en þeim sem hafa ís- lenskan bakgrunn fækkar. Fjölgunin er mest meðal barna sem fæðast hér á landi en eiga for- eldra sem fæddir eru erlendis. Ef fjölgun meðal þessara barna með erlendan bakgrunn kæmi ekki til, væri fækkun í grunnskólum hér á landi. - - - Fjölgun barna með erlendan bakgrunn hefur verið mjög hröð, farið úr um 15% nemenda ár- ið 2006 í 26% árið 2021. Nær helm- ingur þessara nemenda, sem hafa erlendan bakgrunn, telst hafa er- lent tungumál að móðurmáli. - - - Eins og Björn bendir á er þessi þróun „ekki til marks um að hér sé útlendingum skipulega hald- ið frá landinu“ eins og ætla mætti af umræðunni þegar grípa þarf til brottvísunar erlendra ríkisborgara. - - - Björn segir einnig að skólakerfi, heilbrigðiskerfi og löggæsla taki „óhjákvæmilega á sig nýja mynd vegna þessarar þróunar, svo að ekki sé talað um húsnæðismark- aðinn. Alla þessa þætti verður að skoða í nýju ljósi vegna umskipt- anna sem verða á líðandi stund.“ - - - Og hann spyr hvaða stoðir sam- félagsins sé „brýnast að styrkja við gjörbreyttar aðstæður? Varla verður látið reka á reiðan- um?“ Vonandi ekki, en til að svo fari ekki er nauðsynlegt að almenn- ingur og stjórnmálamenn átti sig á þróuninni. Er víst að allir geri það? Björn Bjarnason Alþjóðlegir ísl- enskir grunnskólar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ágæt reynsla hefur fengist af notkun hraðamyndavéla sem settar voru upp í nóvember sl. á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum. Vélarnar mynda umferð sem þarna fer um, það er á tveimur stöðum og með því að mæla tímann sem það tekur bílana að aka milli þeirra mælipunkta er með- alhraði þeirra reiknaður út. Gögn úr myndavélunum eru yfirfarin af lög- reglunni á Vesturlandi og sektir gefn- ar út, ef ástæða er til. Hámarkshraði á Grindavíkurvegi er 90 km/klst. en 70 km/klst. í Norð- fjarðargöngunum. „Vélarnar halda hraðanum vel niðri, við fáum ekki inn í þær vélar bíla á miklum hraða. Þar eru fyrst og fremst ökumenn sem eru 3-7 km yfir þeim hraða sem við mæl- um á,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögreglu- þjónn á Vesturlandi. Hjá lögreglu gildir sú vinnuregla viðvíkjandi vélarnar á Grindavíkur- vegi að allir þeir bílstjórar sem þar aka á 99 km/klst. og þaðan af hraðar eru sektaðir. „Enn á eftir að reyna á hvernig fer fyrir dómi með tilvik þar sem gögn eru úr meðalhraðamynda- vél,“ segir Ásmundur. Til stendur að setja upp innan tíðar meðalhraðamyndavélar í Hval- fjarðargöngum. Þá er slíkur búnaður nýlega kominn upp í Dýrafjarðar- göngum vestra en er ótengdur enn. sbs@mbl.is Meðalhraðamyndavélar reynast vel - Komnar á Grindavíkurveg og í Norðfjarðargöngum - Fleiri eru væntanlegar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvalfjörður Hámarkshraði er 70 km/klst. í öllum jarðgöngum. Bragi Þórðarson, fyrr- verandi prentsmiðju- stjóri, bókaútgefandi og rithöfundur, er látinn, 89 ára að aldri. Bragi fæddist á Akranesi 24. júní 1933 og gekk þar í skóla. Hann lauk sveinsprófi í prentiðn (setningu) árið 1954 og öðlaðist meistarabréf árið 1957. Bragi starfaði í tæpa þrjá áratugi í Prentverki Akraness, fyrst við setningu en síðan sem prentsmiðju- stjóri og einn af eig- endum fyrirtækisins. Hann stofnaði ásamt Elínu eiginkonu sinni Hörpuút- gáfuna árið 1960. Árið 1982 seldi Bragi sinn hlut í Prentverki Akraness og sneri sér alfarið að útgáfustarfsemi og ritstörfum. Sama ár stofnuðu hann og Elín Bókaskemmuna, bóka- og tölvu- verslun á Akranesi, sem þau ráku til ársins 1992. Hörpuútgáfuna ráku þau í hátt á fimmta áratug eða til ársins 2007. Alls voru gefnir út um 500 titlar á starfstíma Hörpuútgáfunnar. Eftir Braga liggja alls 22 bækur þar sem hann ritaði einkum um þjóðlegan fróð- leik tengdan Akranesi og Borgar- fjarðarhéraði en einnig tvær ævisögur. Bragi var mjög virkur í félags- málum alla tíð. Hann sat m.a. í stjórn Félags íslenska prentiðnaðarins, í stjórn Félags íslenskra bókaútgef- enda, í stjórn Sögu- félags Borgarfjarðar og í stjórn Bæjar- og héraðsbókasafns Akraness á árunum 1966-1996, þar af stjórnarformaður í 10 ár. Hann var skáti og virkur í skátastarfinu á Akranesi frá 1943, þar af félagsforingi Skátafélags Akraness um árabil. Hann vígð- ist í Oddfellowregluna árið 1960 og var virkur félagi til æviloka. Þar gegndi hann fjölmörg- um trúnaðarstörfum bæði fyrir stúku sína og regluna á landsvísu. Bragi hlaut Borgfirsku menningar- verðlaunin og Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar árið 2004. Sama ár var hann gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hann var sæmdur heiðursmerki Oddfellow- reglunnar árið 2005 og árið 2006 varð hann heiðursfélagi í Skátafélagi Akra- ness. Bragi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007. Árið 2018 veitti bæjarstjórn Akra- ness honum nafnbótina heiðursborg- ari Akraness. Efirlifandi eiginkona Braga er Elín Þorvaldsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Þorvald og Bryndísi. Barna- börnin eru fjögur og eitt barna- barnabarn. Andlát Bragi Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.