Morgunblaðið - 27.07.2022, Síða 10

Morgunblaðið - 27.07.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga innlifun.is DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Það er mjög góður tímapunktur nú, eftir heimsfaraldurinn, til þess að fara í heildarendurskoðun á heil- brigðiskerfinu og Landspítalanum sérstaklega. „Það er sóun í þessu kerfi eins og öllum öðrum.“ Þetta segir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, í viðtali í Dagmálum, sem birt er í dag. Hann kveðst binda miklar von- ir við nýjan forstjóra spítalans og nýja stjórn hans til þess að bæta starfsemi hans og nýta opinbert fé til heilbrigðismála betur. Dagmál eru streymi Morgunblaðsins á net- inu, sem opið er öllum áskrifendum. Hugmyndir Björns Zoëga Þrátt fyrir að pólitísk umræða liggi gjarnan í láginni yfir hásum- arið skaut heilbrigðismálunum skyndilega efst á baug þegar Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Land- spítalans, greindi frá hugmyndum um hagræðingu í rekstri spítalans. Hann nefndi sérstaklega að ein- falda þyrfti stjórnskipulag spít- alans, fækka stjórnunarlögum inn- an hans og leggja áherslu á heilbrigðisstarfsfólk og þjónustu þess frekar en stoðdeildir ýmsar, sem ekki væru skjólstæðingum stofnunarinnar jafn nauðsynlegar. Spítalinn hefði á sínum snærum of margt fólk sem ekki fengist við umönnun sjúklinga, en kontórist- unum hefði á umliðnum árum fjölg- að meira en þeim sem veittu sjúk- lingum þjónustu. Það gengi ekki til lengdar. Vegna sumarleyfa var ekki auð- hlaupið að því að finna þingmenn til þess að ræða þau mál, en Bergþór Ólason var innan seilingar og þekk- ir vel til umræðu um heilbrigðis- mál, situr fundi bæði velferðar- nefndar Alþings og fjárlaganefndar. Eins og hann benti þó á varðar umræða af þessu tagi ekki aðeins heilbrigðisgeirann, svipaður vandi er við ríkisrekstur almennt, en mál- efni Landspítalans brýn. Þarf að ræða um fitulögin „Málaflokkar eins og heilbrigðis- mál og þá sérstaklega Landspít- alinn eru svo stór hluti af heildar- rekstri hins opinbera að við verðum að geta rætt hvernig við fáum mest fyrir peninginn þar inni,“ segir Bergþór. „Hluti [þeirrar umræðu] er hvort unnt sé að skera fitulög af.“ Eru fitulög? „Það þykir mér því miður líklegt. Það er eðli opinberrar starfsemi að þenjast út.“ En er hægt að taka þá umræðu, t.d. í ljósi viðbragða Samfylking- arinnar, sem þvertók fyrir að starfsfólki spítalans yrði nokkuð fækkað? „Viðbrögðin voru frekar fyrir- sjáanleg. Auðvitað vilja sumir flokkar passa upp á að ríkisstarfs- mönnum fækki ekki.“ Bergþór bendir á að miðað við rekstrarbreytingar á Karolinska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, sem Björn Zoëga gekkst fyrir þar, kynni starfsmönnum við Landspítalann að fækka um 300 manns eða þau störf að flytjast til. „Sama hvar í flokki við stöndum, þá ber okkur beinlínis skylda til þess að fara vel með skattfé og fá sem mest út úr því,“ segir Bergþór og bendir á að það eigi hvergi frek- ar við en á heilbrigðissviðinu. Þarf að skoða hugmyndirnar „Það er ekki boðlegt að slá þess- ar hugmyndir [Björns] út af borð- inu á þeim forsendum einum að það megi ekki segja neinum upp eða að það megi engu breyta.“ Hann bendir á að Björn hafi náð gríðarlega miklum árangri á Karol- inska, bæði hvað varðaði bættan rekstur og bættan árangur. „Sá árangur á að duga til þess að við þurfum að skoða þær hug- myndir sem hann hefur um umbæt- ur hér. Ef það er prósent hér eða prósent þar, sem næst að spara, þá er það heilmikill árangur,“ segir Bergþór og minnir á að þá fjármuni megi þá nota betur til annars. Um það snúist þetta: Að nýta fé til heil- brigðismála í þágu sjúklinga. Sóun í þessu kerfi eins og öllum öðrum - Bergþór Ólason ræðir heilbrigðiskerfið, Landspítalann og ríkisrekstur í viðtali í Dagmálum í dag Morgunblaðið/Kristófer Heilbrigðismál Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokks, telur skipulagsbreytingar á Landspítala nauðsynlegar og ákaflega tímabærar. Á vef Þjóðkirkjunnar hefur verið tilkynnt hverjir sóttu um tvö störf sem auglýst voru laus til umsóknar fyrir skömmu. Nú bar svo við að fleiri umsækjendur óskuðu nafnleyndar en þeir sem heimiluðu birtingu nafna. Biskup Íslands óskaði eftir presti til þjónustu í Glerár- prestakalli, Eyjafjarðar- og Þing- eyjarprófastsdæmi. Umsóknar- frestur rann út 17. júlí síðastliðinn. Þrjú sóttu um og tvö óskuðu nafnleyndar. Umsækjandi er Helga Bragadóttir guðfræð- ingur. Allar gildar umsóknir fara til valnefndar. Glerárprestakall er í sveitarfé- laginu Akureyrarkaupstað. Í því er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn. Sóknin er á samstarfssvæði með Akureyrarsókn, sem myndar Ak- ureyrar- og Laugalands- prestakall. Þá auglýsti biskup Íslands eftir djákna til þjónustu í Grafarvogs- prestakalli, Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Umsóknarfrestur var til 17. júlí 2022. Fjórir umsækjendur voru um starfið. Tvö óska nafnleyndar, en hin eru dr. Guðmundur Brynjólfs- son djákni og Kristín Kristjáns- dóttir djákni. Sóknarnefnd ákveður hver verður ráðinn. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Glerárkirkja Tveir af þremur um- sækjendum óskuðu eftir nafnleynd. Meirihluti umsækjenda vildi nafnleynd Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð á pakka- ferð útskriftarnema til Krítar um 15 þúsund krónur 20 dögum fyrir brott- för, samkvæmt niðurstöðu Neyt- endastofu. Stofnuninni barst fjöldi kvartana vegna verðhækkananna sem hefðu verið útskýrðar með vísan til hækk- unar á eldsneytisverði. „Í ákvörðun Neytendastofu er um það fjallað að meginreglan sé sú að verð samnings um pakkaferð skuli haldast óbreytt. Samkvæmt lögum sé þó heimilt að gera verðbreytingu m.a. vegna hækkunar á eldsneytisverði. Þá er um það fjallað að til þess að verð- hækkun sé heimil þurfi að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1) heimild sé til verðbreytinga í skilmálum pakkaferðar 2) nákvæmlega sé tilgreint hvern- ig verð skuli reiknað út og 3) ferðamanni sé í samningi veitt sambærileg heimild til verðlækkun- ar,“ segir í umfjöllun um málið á vef- síðu Neytendastofu. Auk þessa er bent á að tilkynna skuli verðhækkun eigi síðar en 20 dögum fyrir brottför og rökstuðn- ingur og útreikningar hækkunar eigi að berast ferðamanni „á varanlegum miðli innan sama frests“. Fram kemur að útskriftarferðin var bókuð í janúar á þessu ári. Verð ferðarinnar var 209.990 kr. á mann miðað við fjóra í herbergi. Hópurinn var alls 315 manns. Í svari ferðaskrifstofunnar kemur m.a. fram að hún geri alltaf ráð fyrir einhverjum breytingum á verði, eins og á eldsneyti og vegna gengis- breytinga, þegar ferðir eru kynntar án þess að slíkar breytingar leiði til hækkunar á verði farmiða. „Þær að- stæður sem undanfarið hafi verið uppi varðandi þróun á verði þotu- eldsneytis séu hinsvegar langt fyrir utan það að vera eðlilegar markaðs- sveiflur. Forsendur séu einfaldlega allt aðrar og í raun brostnar.“ Í umfjöllun Neytendastofu segir að í skilmálum Tripical Travel var fé- laginu veitt heimild til hækkunar á verði m.a. vegna breytinga á elds- neytiskostnaði en ferðamönnum var ekki veitt heimild til verðlækkunar af sömu ástæðum. „Þegar af þeirri ástæðu voru ekki uppfyllt skilyrði laga til hækkunar á verði pakkaferð- ar. Var Tripical Travel því óheimilt að hækka verð ferðarinnar.“ Hækkun á pakkaferð óheimil - Hópur útskriftarnema ósáttur við 15 þúsund kr. verðhækkun Tripical Travel á pakkaferð til Krítar - Neytendastofa bannar ferðaskrifstofunni að hækka verðið Morgunblaðið/Ómar Friðriksson Krít Hópur útskriftarnema keypti pakkaferð af ferðaskrifstofunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.