Morgunblaðið - 27.07.2022, Page 13

Morgunblaðið - 27.07.2022, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 Sólsetur Sólin sýndi sig gestum Sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í byrjun viku. Rauðleitir tónar sólarlagsins voru mikið fyrir augað. Hafþór Hreiðarsson Kannski er það vatnið eða loftið. Kannski er það kar- akter sem stórbrotin náttúran, blíð, gjöful, hörkuleg og óvægin, sem hefur hert fá- menna þjóð. Ef til vill erum við að uppskera það sem við höfum sáð – fá til baka ávöxtun góðrar vinnu. Ég veit ekki svarið en grunar að það sé blanda af þessu öllu. Það er með hreinum ólíkindum að 380 þúsund manna þjóð hafi á að skipa jafnmörgu afreksfólki í fjöl- breyttum greinum íþrótta og raun ber vitni. Íbúafjöldinn jafngildir um 5% af fjölda þeirra sem búa í Lond- on og er svipaður íbúafjölda Car- diff höfuðborgar Wales. Og þegar við bætist ótrúlegur fjöldi lista- manna á flestum sviðum, er ekki hægt að komast að annarri niður- stöðu en að við Íslendingar sem þjóð séum að gera ýmislegt rétt. Hæfileikar og baráttugleði Stelpurnar okkar í landsliðinu í fótbolta stóðu jafnfætis þeim bestu á Evrópumótinu í Englandi. Og þótt við séum flest svekkt yfir því að þær hafi ekki komist í undan- úrslitin þá er árangurinn einstakur. Stelpurnar fóru taplausar í gegnum mótið og hefðu hæglega getað unn- ið alla þrjá leikina – þar réði óheppni og/eða skortur á heppni niðurstöðunni. Í fótbolta ráða heilladísirnar oft úrslitum. En það er bjart yfir landsliðinu þar sem hæfileikar og baráttugleði ráða ríkjum. Fjöldi kvenna hefur lagt grunninn að þessum árangri á síðustu árum og áratugum. Ein þeirra, Hallbera Gísladóttir, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Henni og öllum þeim sem á undan komu, eru þakkaðar margar frá- bærar gleðistundir. Við eigum margar fleiri góðar stundir fram undan með glæsilegu landsliði. Ungar stjörnur Drengirnir okkar í landsliði 20 ára og yngri í körfubolta stóðu sig sérlega vel í B-deild Evrópumóts- ins sem lauk fyrir nokkrum dögum. Þeir komust alla leið í úr- slitaleik mótsins og hrepptu þar silfur eftir tap gegn Serbíu. Tveir Íslendingar voru valdir í fimm manna stjörnulið keppninnar; Þor- valdur Orri Árnason og Orri Gunn- arsson. Á komandi ári leikur U20 landsliðið í A-deild. Perla Sól Sigurbrandsdóttir gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Evrópumeistaratitil í golfi 16 ára og yngri fyrir nokkrum dögum. Hún verður 16 ára í haust. Perla Ósk atti kappi við yfir 70 af efnileg- ustu kylfingum Evrópu og hafði betur. Sumarið 2022 er svo sannarlega gott sumar fyrir ungt afreksfólk frá fámennri þjóð. Og dæmin eru fleiri bæði ný og gömul. Fyrr á þessu ári tryggði karla- landsliðið í handbolta sér 6. sæti á Evrópumótinu þrátt fyrir að veiru- fjandinn hafi gert strandhögg. Þeir ætluðu sér stærri hluti en heims- meistaramótið í janúar er næsta verkefni. Liðið er vel mannað og þar fer fremstur meðal jafningja Ómar Ingi Magnússon sem valinn var besti leikmaður Þýsku úrvals- deildarinnar í handbolta fyrir nokkrum vikum. Í desember á liðnu ári varð kvennalandsliðið í hópfimleikum Evrópumeistari. Þann leik hefur liðið leikið áður – síðast 2012. Hér verður látið staðar numið þó hægt sé að nefna fleiri einstaklinga og landslið sem skarað hafa fram úr á síðustu árum, allt frá knatt- spyrnu til körfubolta, sunds til fim- leika, golfi til frjálsra íþrótta. Svo virðist sem fáar íþróttagreinar séu til þar sem Íslendingar hafa ekki náð góðum árangri. Hvorki dramb né hroki Það er ekki drambsemi eða hroki að vera stoltur Íslendingur. Hreyk- inn af því ótrúlega afreksfólki sem hefur lagt mikið á sig til að skara fram úr á alþjóðlegum vettvangi. Trúin á framtíðina – á fólkið og landið – eflist. Ekki vegna þess að við séum betri en aðrar þjóðir eða merkilegri. Heldur vegna þess að við fáum staðfestingu á hversu miklu við getum áorkað ef við erum tilbúin til að leggja eitthvað á okk- ur. Að þessu leyti eru íþróttamenn- irnir fyrirmyndir okkar hinna með sama hætti og framúrskarandi listafólk. Þeir eru til sem vilja ekki draga fram það jákvæða – neita að sjá eða njóta þess sem vel er gert. Í hugum þeirra er mikilvægara að grafa undan tiltrú á landi og þjóð – mynda farveg fyrir vantraust og tortryggni. Hinir neikvæðu munu ekki mæta á völlinn og upplifa æv- intýri eða gleðjast þegar ungt af- reksfólk nær árangri. Kannski ættu þeir að drekka meira af íslenska vatninu og anda dýpra að sér fersku fjallalofti. En úrtölufólk, sem sér glasið alltaf hálftómt, hefur alltaf verið til. Við hin tökum þátt í gleðinni, leyf- um okkur að upplifa stemninguna og vera hreykin af því að vera Ís- lendingar. Við erum þrátt fyrir allt að gera ýmislegt rétt. Eftir Óla Björn Kárason » Það er ekki dramb- semi eða hroki að vera stoltur Íslend- ingur. Hreykinn af því ótrúlega afreksfólki sem skarar fram úr á alþjóð- legum vettvangi. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Eitthvað erum við að gera rétt Morgunblaðið/Eggert Það er með ólíkindum að 380 þúsund manna þjóð hafi á að skipa jafnmörgu afreksfólki í íþróttum og listgreinum og raun ber vitni. … Þetta sýnir við Íslendingar sem þjóð erum að gera ýmislegt rétt, segir höfundur í grein sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.