Morgunblaðið - 27.07.2022, Side 15
um sem á eftir fóru voru heim-
sóknir Birnu og Harðar tíðar,
enda kærkomnir gestir.
Við minnumst samverustund-
anna sem einkenndust af hlýju
og kærleika með þakklæti. Við
sendum Bjarna, Kristjáni,
tengda- og barnabörnum og
stórfjölskyldunni hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Sigríður Ella, Bjarni
Pétur og Sigrún Kristín
Pollu- og Magnúsarbörn.
Elsku Birna mín, nú hafa
himnarnir opnast og geislar sól-
arinnar leitt þig í faðm allra
þeirra sem þú saknaðir svo sárt.
Síðastliðna mánuði glímdir þú
við erfið veikindi, sem að lokum
tóku þig frá okkur. Ég á samt
erfitt með að trúa því að þú sért
virkilega farin frá okkur og allt í
einu þurfi ég að tala um þig í þá-
tíð. Þú varst nefnilega ein af
þessum manneskjum sem ein-
hvern veginn áttir bara alltaf að
vera til, eilíf.
Ég ferðast um í huganum og
hugsa til allra góðu tímanna með
þér og Herði. Sumar sögurnar
sem þú sagðir mér eru minnis-
stæðari en aðrar. Eins og til
dæmis sagan af fyrstu ísskápa-
kaupum ykkar Harðar. Tímarnir
hafa svo sannarlega breyst og
frásagnirnar um hörkuna og
sparnaðinn sem þurfti á þeim
tíma opnuðu augu mín fyrir
hversu dugleg og samheldin þið
hjónin voruð alla tíð. Sagan af
heimasaumuðu gallabuxunum á
drengina þína tvo fær mig líka
alltaf til að brosa, enda vöktu
þær buxur ekki mikla lukku hjá
táningsstrákum sem vildu vera í
nýjustu tískunni. En þetta voru
aðrir tímar og þið húsmæður
voruð af öðrum skala en gerist í
dag, þið voruð ofurkonur. Ég
minnist einnig allra frásagnanna
um æskuárin þín á Drangsnesi,
sögurnar um Ellu ömmu og Lár-
us afa og svo mætti áfram telja.
Það var svo gaman og fróðlegt að
spjalla við ykkur hjónin um
gamla tíma og það sem átti að
vera stutt heimsókn endaði iðu-
lega í 5 kaffibollum, 2000 kalorí-
um af hnallþórum og þriggja
tíma hlátrasköllum. Á síðastliðn-
um árum hafa þetta verið fjöl-
mörg símtöl okkar á milli vegna
aðstæðnanna en hlátrasköllin
voru ekkert minni.
Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég kveð þig nú, elsku
Bidda mín. Þakklæti, fyrir að
hafa kynnst þér svona vel síðustu
árin eftir að ég flutti aftur heim.
Þakklæti, fyrir þína ómældu
gæsku í minn garð og dætra
minna. Þær elskuðu að fara til
Biddu ömmu og Harðar að fá
pönnukökur og annað heimabak-
að og iðulega voru þær kvaddar
með nestispoka af góðgæti.
Þú varst ósérhlífin og þér
fannst allt sem við gerðum svo
merkilegt og aðdáunarvert en
þér fannst þú nú ekkert hafa af-
rekað af viti. Ég gat ekki annað
en hlegið þegar þú talaðir svona,
því það var svo fjarri lagi. Þú
varst hörkudugleg, slóst aldrei
slöku við og gekkst í öll verk, sí-
bakandi og –þrífandi. Þú varst af
gamla skólanum og betri hús-
móður er erfitt að finna.
Í minni síðustu heimsókn til
þín á spítalann spurði hjúkrunar-
fræðingurinn mig hvernig við
værum tengdar. Eftir að ég út-
skýrði að þú værir móðursystir
mín og aukaamma, þá bættir þú
við: „hún er líka bara vinkona
mín“. Já, vinkonur vorum við og
þessari setningu mun ég aldrei
gleyma. Lífið er svo miklu tóm-
legra í dag en það var í gær. Tár-
in sem streyma niður vangann og
þyngslin í brjósti mínu bera vott
um þann mikla kærleik sem ég
ber til þín.
Bjarna, Nínu, Stjána, Gillu og
fjölskyldum votta ég samúð. Erf-
itt verður að fylla skarð Birnu í
fjölskyldunni allri.
Þín vinkona
Málfríður Eva Jörgensen
(Lillý Eva).
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022
✝
Bryndís Frið-
riksdóttir
fæddist á Selá á Ár-
skógsströnd 28.
desember 1943 og
var hún fimmta í
röðinni af níu
systkina hópi. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldunnar á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
17. júlí 2022.
Foreldrar Bryndísar voru
Friðrik Þorsteinsson, f. 15 ágúst
1905, d. 5. ágúst 1982, og Anna
Soffía Sigurðardóttir, fædd 17.
ágúst 1911, d. 3 mars 1983.
Eftirlifandi eiginmaður Bryn-
dísar er Rafn Gunnarsson,
fæddur 25. mars
1944.
Þau Bryndís og
Rafn gengu í hjóna-
band 14. maí 1967
og áttu þrjú börn
saman, þau Hafdísi
Björk, f. 1967,
Gunnar, f. 1969 og
Þorstein Frímann,
f. 1971, fyrir átti
Bryndís dótturina
Valdísi Erlu Eiríks-
dóttur, f. 1964.
Barnabörn Bryndísar eru
orðin 11 og barnabarnabörnin
9.
Útförin fer fram í Akureyrar-
kirkju í dag, 27. júlí 2022,
klukkan 13.
Yndisleg eiginkona mín og
besti vinur til 55 ára, Binna, hefur
lokið sínu jarðvistarlífi. Hún beið
lægri hlut fyrir illvígum sjúkdómi
eftir hetjulega baráttu. Það er
sárt en svo fjölhæf var hún að
hennar bíður örugglega hlutverk
hinum megin. Mig langar að
þakka henni fyrir hversu mikið
hún gaf mér og mínu fólki og því
fólki sem hún hafði samskipti við.
Öll börnin, barnabörnin og barna-
barnabörnin soguðust að henni
frá því þau fyrst sáu hana og það
hélst til hinsta dags. Hún var ein-
staklega jákvæð og bjartsýn.
Svartsýni var ekki leyfð í hennar
huga.
Margs er að minnast og fyrir
utan heimilið má nefna útilegurn-
ar með vinafólki og stórfjölskyld-
unni þar sem Binna var hrókur
alls fagnaðar og ævinlega var
Bjössi, gítarinn hennar, nærri og
þau héldu uppi gleðskapnum.
Sama má segja um mörg afmæli
og utanlandsferðir.
Þegar við fórum að hægja á
okkur varð golf aðaltómstundaiðj-
an og eftir að ég hætti að geta
slegið hélt hún áfram í golfinu og
þar eignaðist hún margar nýjar
vinkonur.
Þá söng hún í áratugi með
Kirkjukór Stærri-Árskógskirkju
og var einnig mjög virk í starfi
Ungmennafélagsins Reynis og
ýmislegt fleira mætti telja upp.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég að leiðarlokum þakka henni
fyrir að vera alltaf kletturinn
minn, kletturinn í lífi fjölskyld-
unnar, kletturinn sem alltaf stóð
upp úr alveg sama á hverju gekk,
hún gerði gott úr öllu og horfði
bara á björtu hliðarnar. Það lýsir
miklum mannkostum og gerði líf-
ið okkar betra.
Það var alltaf gott að koma
heim og vita af henni þar.
Þegar hinzta kvöldið kemur
kveð ég lífsins strönd
glaður, og í gullnu skini
glitra sólarlönd.
Þar sem rætast draumar dýrir
dags, sem eitt sinn var.
Þeir sem unnast hér í heimi
hittast aftur þar.
(ÓBG)
Sofðu rótt, ástin mín.
Rafn Gunnarsson.
Elsku besta mamma okkar.
Það er svo sárt og erfitt að
hugsa til þess að þú sért ekki
lengur með okkur og svo óraun-
verulegt ennþá fyrir okkur að við
skulum sitja saman og skrifa um
þig nokkur minningarorð því í
hugum okkar allra vorum við á
leið í golf með þér síðar í haust
þegar þú værir búin að ná þér. Þú
varst engum lík með risastórt
hjarta úr gulli og hugsaðir alltaf
svo vel um allt og alla í kringum
þig og máttir aldrei neitt aumt
sjá, þá varst þú fyrst mætt á stað-
inn og tilbúin í að gera allt sem í
þínu valdi stóð til að létta undir al-
veg sama hver átti í hlut. Heimili
ykkar pabba var alltaf opið fyrir
alla vini okkar systkinanna og all-
ir alltaf velkomnir að gista og
ósjaldan var búin til flatsæng á
stofugólfinu í Svalbarði og mikið
líf og fjör fram eftir kvöldi. Þú
varst alltaf með opinn faðminn
þegar barnabörnin og barna-
barnabörnin komu í heimsókn, þá
var byrjað á að fylla borðið af
kræsingum, gefa ís, fara út í bíl-
skúr og spila á orgelið eða þá að
þú settist flötum beinum á gólfið
með þeim að byggja úr lego og
leika. Þú varst alltaf til staðar fyr-
ir alla. Við erum svo þakklát fyrir
allar góðu minningarnar sem við
eigum með þér, ástina og um-
hyggjuna sem þú sýndir öllum, já-
kvæðnina og dugnaðinn og þú
varst sko fyrirmyndin okkar allra.
Við minnumst ferðalaganna, sum-
arbústaðferðanna og samveru-
stundanna á Selá sem við fórum í
saman og alltaf varst þú hrókur
alls fagnaðar, spilaðir á gítarinn
Bjössa og við sungum saman og
skemmtum okkur fram á nótt.
Elsku mamma, það er svo ótal-
margt sem við getum sagt en
geymum það með okkur og yljum
okkur við allar yndislegu minn-
ingarnar sem við eigum um þig.
Takk fyrir að vera besta
mamma, amma, tengdamamma
og langamma í heimi. Við elskum
þig út í hið óendanlega og treyst-
um því að nú líði þér betur og sért
búin að finna góðan golfvöll sem
við spilum saman síðar.
Þín
Valdís Erla, Hafdís Björk,
Gunnar, Frímann
og fjölskyldur.
Elsku Binna amma, við erum
öll svo þakklát og stolt af því að
hafa átt þig að, hjartahlýrri og
betri manneskju er vart hægt að
finna.
Heimilið hennar ömmu var
alltaf opið fyrir okkur systkinin,
vini okkar og alla þá sem vildu
koma. Við ólumst að miklu leyti
upp í Svalbarði sem var heimili
ömmu og afa á Árskógssandi. Þar
var alltaf mikið líf og fjör því það
voru sjaldnast rólegheit í kring-
um hana Binnu ömmu. Amma
hafði alltaf tíma fyrir okkur
barnabörnin á öllum tímum og
var hægt að tala við hana um allt,
hún hlustaði og fann svo það já-
kvæða í öllu. Hún sá svo sannar-
lega til þess að enginn væri
svangur því alltaf byrjaði hún á
því að bjóða okkur eitthvað gott
að borða, og ekki var verra að það
voru oftast til súkkulaðibitar í
einni skúffunni og ís í frystinum.
Eftir að amma og afi fluttu til
Akureyrar í Huldugilið var engin
breyting á gestrisni hennar,
heimilið var alltaf opið og þá voru
barnabörnin komin. Þau sóttu
mikið í að fara til langömmu og
langafa enda vafalaust fundið fyr-
ir mikilli ást og þolinmæði.
Eftir skóla var hjólað til ömmu
til að spila við hana, fá ristaða
brauðsneið, mjólkurglas eða
kókómjólk og oftar en ekki ís eða
hraunbita á eftir. Gjarnan var far-
ið inn í bílskúr og spilað á hljóð-
færi ýmist píanó eða gítar og
sungið með, því amma var ein-
staklega tónelsk.
Fyrir yngstu börnin dró hún
fram leikfangakassann og settist
á gólfið með börnunum, talaði við
þau og lék eins lengi og þau vildu.
Einnig bauð hún börnunum með
sér út á völl til að spila golf.
Stundum var svo beðið um að
fá að gista hjá ömmu Binnu og var
það að sjálfsögðu aldrei neitt
vandamál, allt var græjað á skot
stundu og merktir tannburstar
tilbúnir fyrir hvern og einn í
skúffunni. Amma setti alltaf fólk-
ið sitt í fyrsta sætið og hún kom
þar á eftir, enda einstaklega um-
hugað um að öllum öðrum liði vel-
.Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu
vikur var jákvæðnin alltaf í for-
grunni, það lýsir henni svo vel.
Við minnumst ömmu með
gleði, hlýju, jákvæðni og styrk!
Við getum yljað okkur við allar
góðu minningarnar um ókomna
tíð.
Við elskum þig af öllu hjarta að
eilífu.
Elvar Már, Margrét
Ágústa og Aníta Rut.
Í dag kveðjum við elsku Binnu
okkar, miðjusystkinið í níu systk-
ina hópi frá Selá á Árskógsströnd.
Að skrifa minningarorð um hana
er svo óraunverulegt, hún sem
var svo full af lífsgleði og orku.
Binna hafði einstaklega góða
nærveru, hlýtt bros og mikið jafn-
aðargeð. Hún var afar félagslynd
og alltaf til í að aðstoða þá sem
með þurftu og þess nutu margir.
Vandamál voru ekki til í hennar
orðabók, bara lausnir. það var
alltaf mikið fjör og mikið sungið
þegar við systkinin hittumst, þá
var gítarinn tekinn fram og sá
Binna um undirleik, hún kunni
alla gömlu slagarana. Áhugamál-
in voru mörg í gegnum árin, leik-
list, kórsöngur og félagsstörf ým-
iskonar. En það sem átti hug
hennar seinni árin var golf og
nutu þau Rabbi þess mjög að spila
í góðra vina hópi bæði hér heima
og erlendis, það eru vafalaust til
margar góðar sögur úr þeim ferð-
um. Eftir góðan dag á golfvellin-
um var gott að setjast niður með
krossgátublað og svo var gripið í
prjóna yfir sjónvarpinu. Að redda
hlutum með hraði vafðist ekki fyr-
ir henni, t.d. að græja fjölskyld-
una um miðja nótt fyrir óvænta
ferð vestur á Ísafjörð. Þegar
Binna greindist með krabbamein
í september sl. var óhugsandi að
þessi sterka kona fengi ekki
lengri tíma, þetta hlyti að redd-
ast. En tíminn var kominn og fal-
lega ljósið hennar slokknaði. Við
kveðjum elskaða systur og vott-
um Rabba, börnum, tengdabörn-
um og afkomendum öllum okkar
dýpstu samúð.
Systkinin frá Selá,
Anna, Svanhildur Valdís,
Soffía Sigrún, Þorsteinn Frey-
gerður og makar þeirra.
Við bræðradæturnar fædd-
umst og ólumst upp á Árskógs-
strönd og höfum því þekkst frá
barnsaldri og átt ótal margar
skemmtilegar samverustundir.
Allir saumaklúbbarnir, böllin,
ferðalögin o.m.fl. Minnisstætt er
ferðalagið til Portúgal sem við
fórum í ásamt Rabba og Gylfa.
Þegar ég kom til ykkar Rabba í
haust rifjuðum við upp þá ferð og
hlógum mikið! Þegar við bjuggum
báðar á Árskógssandi var sam-
gangur mikill, mennirnir okkar
oft á sjó og börnin gengu saman í
Árskógsskóla. Einu sinni sem oft-
ar komst þú til mín og við rædd-
um atvinnumálin. Upp úr því
stofnuðum við, ásamt Önnu Lilju
frænku okkar, saumastofuna
HAB og saumuðum ósköpin öll af
flísfatnaði! Svo fluttum við til Ak-
ureyrar og stofnuðum sauma-
klúbb ásamt Rósbjörgu og Kollu
Hilmis og þegar við hittumst þar
vorum við í „dagvistun“, því við
nenntum ekki að vaka eins lengi á
kvöldin og áður, en alltaf jafn
gaman. Vegna Covid höfum við
ekki hist mikið síðustu tvö árin en
síminn komið að góðum notum.
Elsku Binna, takk fyrir að vera
þú, jákvæð, góð og skemmtileg og
takk fyrir allar samverustundirn-
ar.
Þín frænka og vinkona
Hildur Marinósdóttir.
Binna var vinkona okkar. Hún
var mjög góð vinkona og hafði það
til að bera sem fólk kýs helst af
vinum sínum, jafnlyndi, jákvæðni
og bjartsýni. Það var gott að vera
í hennar návist. Nöldur og nei-
kvæðni var ekki til í hennar orða-
bók.
Þegar við lítum yfir farinn veg
minnumst við margra skemmti-
legra og notalegra daga í útileg-
um eða gleðskap þar sem Bjössi,
gítarinn hennar, var einnig mætt-
ur og gaf tóninn. Þau kunnu flest
lög og texta og ef mikið stóð til og
þurfti að yrkja brag í tilefni af-
mælis eða annarra stórviðburða
var vinkona okkar mjög liðtæk og
þar með var einnig kominn undir-
leikurinn. Eitt sinn sem oftar lá
leið okkar saman í afmæli vina-
fólks fyrir sunnan. Dagurinn var
tekinn snemma og fyrsti áningar-
staður vel fyrir hádegið var stytt-
an af Stefáni G. á Vatnsskarði.
Þar voru teknar upp samlokur og
bjór. Það er í eina skiptið sem við
minnumst þess að Binna sýndi
neikvæðni því henni fannst bjór-
tími varla kominn. Áður en nest-
istíminn var liðinn hafði hún þó
sæst á að kannski væri þetta bara
í lagi!
Hún var óhemju dugleg hann-
yrðakona og prjónaði ógrynni af
lopapeysum auk margs annars.
Hún gaf mikið af sér og sinnti
sínu fólki og vinum svo enginn var
skilinn út undan. Hennar verður
sárt saknað af mörgum en sárast-
ur er auðvitað söknuður fjölskyld-
unnar.
Elsku Rabbi, við sendum þér
og fjölskyldunni þinni okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Rósbjörg, Birgir,
Kolbrún og Viðar.
Bryndís Friðriksdóttir er farin
frá okkur, of snemma. Þessi illvígi
sjúkdómur hafði yfirhöndina.
Ósanngjarnt. En við deilum ekki
við dómarann, því það er ekki á
okkar valdi að ákveða. Við Binna
vorum bræðradætur og Rafn
maður hennar er systursonur
Sveins mannsins míns. Við vorum
öll fædd og uppalin hér á Ár-
skógsströnd og eðlilega voru tals-
verð samskipti á margan hátt. Fé-
lagslíf var mikið á árum áður og
tókum við öll þátt í því á margan
hátt, ekki síst á vegum ung-
mennafélagsins. Það væri of löng
saga að rekja hana alla hér, en
það er eitt sem mig langar til að
þakka Binnu sérstaklega fyrir og
það er starf hennar í þágu kórs
Stærri-Árskógskirkju. Þakklætið
kemur reyndar frá öllum þeim
kórfélögum sem Binna hefur
starfað með. Lengi hefur kór
starfað við kirkjuna hér, en á ein-
um tímapunkti var þörf á stofna
þennan kór á löglegan hátt. Það
var gert 31. mars 1974. Binna var
ein af stofnfélögunum og byrjaði
þar sem ritari. Formaður var hún
í 11 ár, ritari í 8 ár og oft í vara-
stjórn og ótal sinnum í nefndum.
Fyrr á árum vorum við svo hepp-
in að hafa marga kórfélaga og
góða söngstjóra. Meira að segja
var þá Samkór Árskógsstrandar
stofnaður og söng um tíma hér og
þar á Norðurlandi. Söngferðir
hafa verið farnar þrisvar til ann-
arra landa (kórfélagar og makar)
stundum hefur Hríseyjarkórinn
sungið þar með okkur. Fyrsta
ferðin var til Danmerkur árið
1997, svo til Þýskalands 2002 og
var þá Binna formaður í bæði
skiptin og mæddi mikið á henni
þar. Þriðja söngferð til útlanda
var svo til Færeyja 2005. Kirkju-
kórinn var um nokkurra ára skeið
með skemmtun í Árskógi um jóla-
leytið, söng og önnur skemmtiat-
riði ásamt dansleik og var Binna
þar oft ein af driffjöðrunum, en
hún var ætíð svo jákvæð og í góðu
skapi. Eftir eina slíka skemmtun
1983 varð einum kórfélaganum að
orði:
Binna litla létt í lund
leikur hún og syngur,
söngfélögum styttir stund
og leikur við hvern sinn fingur.
Þessi vísa segir svo mikið. Við
komum svo oftar en ekki saman
kórfélagar og makar, kannski á
aðventukvöld eða annað. Þá voru
fundin upp skemmtiatriði og
nokkrum sinnum fengum við vís-
ur eða bragi frá Binnu. Makarnir
voru okkur oft innan handar með
fjáröflun eða annað og stofnuðu
félagsskap, sem þau nefndu Bak-
landið. Já það var oft líf og fjör í
kórastarfinu og átti Binna stóran
þátt í því. Eitt sinn þegar rætt var
um klæðnað kórfélaga, var ákveð-
ið sauma kjóla á konurnar. Binna
keypti efnið og sneið alla kjólana,
en við saumuðum hver og ein.
Ekkert mál. Rabbi og Binna áttu
lengi heima á Litla-Árskógssandi,
en fluttu til Akureyrar í júní 2003.
Binna kom samt oft þaðan ásamt
fleirum frá Akureyri á söngæfing-
ar og athafnir í kirkjunni okkar,
en eðlilega var það ekki hægt
núna síðustu árin. Hjartans þakk-
ir fyrir allt.
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Sveini til Rabba og allra
barnanna og fjölskyldna, til Dísu
og Harðar og afkomenda og einn-
ig samúðarkveðjur frá Kór
Stærri-Árskógskirkju. Megi
Bryndís okkar allra hvíla í friði.
Ása Marinósdóttir.
Bryndís
Friðriksdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN SIGURMUNDSDÓTTIR,
Álfaheiði 8B, Kópavogi,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 21. júlí.
Útför fer fram frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 2. ágúst klukkan 13.
Sigmundur Hávarðsson Svala Leifsdóttir
Erna Hávarðsdóttir
Hávarður Örn Hávarðsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést þann 25. júlí.
Útför verður auglýst síðar.
Þórey S. Torfadóttir
Valgerður Torfadóttir
Guðmundur Torfason
og fjölskyldur