Morgunblaðið - 27.07.2022, Page 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022
Faxafeni 14
108 Reykjavík
www.z.is
Páll Guðfinnur Guðmundsson
70 ÁRA Páll er Grundfirðingur og
hefur búið alla tíð í Grundarfirði. Páll
byrjaði ungur að vinna, fór 16 ára á
sjó með föður sínum og var 18 ár til
sjós hjá Guðmundi Runólfssyni hf.
Þegar hann kom í land starfaði hann
sem netagerðamaður þar til hann
hætti störfum.
Áhugamál Páls eru golf og veiðar.
Hann stofnaði golfklúbbinn Vestarr og
kom einnig skíðalyftunni í Grundar-
firði á laggirnar.
FJÖLSKYLDA Eiginkona Páls er
Guðbjörg Hringsdóttir, f. 1955, fv.
móttökuritari á heilsugæslunni. Synir
þeirra eru Hringur, f. 1974, og Guð-
mundur, f. 1978. Barnabörnin eru þrjú.
Foreldrar Páls voru hjónin Guðmundur Runólfsson, f. 1920, d. 2011, út-
gerðarmaður í Grundarfirði, og Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 1922, d. 2009,
húsmóðir.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þeim mun meira sem þú seilist eft-
ir heiminum öllum, þeim mun hamingju-
samari verður þú. Gefðu þér góðan tíma til
þess að undirbúa þig.
20. apríl - 20. maí +
Naut Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll
óþarfa athygli fer illa í þig. En aðalmálið er
að gamanið sé græskulaust og að menn
hafi í huga, að öllu gamni fylgir alvara.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Það er einhver í umhverfi þínu
sem kvartar og þú tekur á því með ástúð.
Reyndu að setja þér takmörk sem þú getur
ráðið við.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það krefst hugrekkis að steyta
hnefann og segja að nú sé nóg komið og þú
eigir betra skilið. Gott samtal við foreldri
eða eldri og reyndari manneskju yrði
áhrifaríkt.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú munt eiga rólegan dag og gætir
fengið óvænta heimsókn sem gleður þig.
Vertu þér meðvitandi um hvernig þú lítur
út, hvað þú gerir og segir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er eitt varðandi hið fullkomna
samband, það er ekki til. Nú er rétti tíminn
til að ganga að samningaborði.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er óhugsandi að lifa í þessum
heimi án þess að þurfa að taka tillit til gild-
ismats annarra. Efniviðurinn er aukaatriði,
málið er að þú fáir skýrari sýn á hlutina.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Grundvallarspurningar hvíla á
þér. Best er er að hafa allan fyrirvara á
hlutunum og leyfa þeim að sanna sig.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú slærð rækilega í gegn ef þú
hefur spjallið í lágmarki og kemur þér að
því sem skiptir máli. Gefðu þér því nægan
tíma.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Hafðu nógu hljótt til að heyra
hljóðið í jörðinni snúast. Heimsæktu lista-
gallerí, listaverslun eða listasafn til þess að
svala áhuga þínum á menningu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er farsælla að segja hug
sinn en að byrgja hlutina inni. Reyndu að
hjálpa eftir bestu getu en varastu að ganga
of nærri sjálfum þér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Forðastu að deila við vini þína og
kunningja. Gættu þess bara að gamanið sé
græskulaust og ekki á annarra kostnað.
Áhugamál Ögmundar eru mörg.
Hann var varaformaður stjórnar
Skíðasambands Íslands um 6 ára
skeið og hefur starfað innan skíða-
hreyfingarinnar í mörg ár. „Ég hef
mjög gaman af því að skíða, jafnt á
brautarskíðum, gönguskíðum og sér-
staklega fjallaskíðum.
Alls konar útivist og ferðalög
heilla mig og hef ég gaman af alls
konar hreyfingu. Ég hef mikinn
áhuga á siglingum og hef þrisvar
sinnum siglt á skútu sem er í eigu
fjölskyldunnar frá Akureyri til
Grænlands og siglt um Scoresby-
sund.
Ég hef mjög gaman af mat og að
elda og geri mikið af því. Ég les mat-
reiðslubækur mér til skemmtunar og
hef gaman af því að fara á góða
Lanka, í Malasíu og við Karíbahafið.
Eins hef ég unnið sem ráðgjafi í
verkefnum fyrir Alþjóðabankann í
Víetnam og Albaníu.“
Ögmundur kann vel við sig hjá
Fiskistofu, en hlutverk Fiskistofu er
að sjá um stjórnsýslu- og eftirlits-
þátt fiskveiðistjórnunar en Hafrann-
sóknastofnun hefur rannsóknaþátt-
inn með höndum. „Það hefur verið
mjög áhugavert og gaman að starfa
hjá Fiskistofu. Þetta er öflug stofn-
un og mikið að gerast þar. Við erum
að endurnýja tölvukerfin hjá okkur
og auka sjálfvirkni. Við erum einnig
að innleiða rafrænt eftirlit og vinna
meira við greiningar á gögnum sem
við búum yfir. Við tókum upp dróna-
flug fyrir rúmu ári og höfum staðið
báta óþarflega oft að brottkasti.“
Ö
gmundur Haukur
Knútsson er fæddur 27.
júlí 1962 á Akureyri og
ólst þar upp í Suður-
Brekkunni. „Við fjöl-
skyldan vorum mjög mikið á sumrin
í Grenivík, vorum þar með sumar-
bústað og ég spilaði fótbolta með
Magna á Grenivík. Ég var svo á skíð-
um á veturna, æfði ekki en var dug-
legur að stunda skíði. Faðir minn
rak frystihúsið á Grenivík og segja
má að ég hafi alist upp í frystihúsinu,
en frá 12 ára aldri vann ég öll sumur
þar. Ég vann þar líka sem verkstjóri
eftir að ég hóf nám í Fiskvinnslu-
skólanum og var til ársins 1987.“
Ögmundur gekk í Barnaskóla
Akureyrar og svo Gagnfræðaskól-
ann. Hann fór síðan í raungreina-
deild í Iðnskólanum á Akureyri og
kláraði Fiskvinnsluskólann, bæði
fiskvinnslumann og fisktækni árið
1984. Hann var í fyrsta árganginum
sem útskrifaðist frá Háskólanum á
Akureyri í iðnrekstrarfræði 1989 og
lauk síðan B.Sc. í viðskiptafræði árið
1993. Í framhaldi fór hann í meist-
ara- og doktorsnám við háskólann í
Edinborg, þaðan sem hann útskrif-
aðist með doktorspróf í viðskipta-
fræðum árið 2001.
Eftir nám við Háskólann á Akur-
eyri (HA) starfaði Ögmundur þar við
kennslu til ársins 1995, þegar fjöl-
skyldan flutti til Edinborgar. Eftir
doktorsnámið starfaði hann við Há-
skólann á Akureyri, fyrst sem fram-
kvæmdastjóri stefnumótunar og
starfsþróunar frá 2001 til 2006 og
síðar forstöðumaður Rannsókna-
stofnunar HA (RHA) í tvö ár. Frá
2012 til 2015 starfaði hann sem for-
seti Viðskipta- og raunvísindasviðs
HA. Frá 2015 til 2019 starfaði hann
sem dósent við HA og sem sjálf-
stæður ráðgjafi til ársins 2020, þegar
hann tók við núverandi starfi sem
Fiskistofustjóri.
„Í störfum mínum hjá HA starfaði
ég mikið í málefnum tengdum
sjávarútvegi og sérstaklega í
þróunarlöndunum. Ég starfaði mikið
fyrir Sjávarútvegsskóla Sameinuðu
þjóðanna, sem starfræktur er í Haf-
rannsóknastofnun. Þar hef ég tekið
þátt í ýmsum verkefnum, m.a. á Srí
Ögmundur Knútsson fiskistofustjóri – 60 ára
Fjölskyldan Stödd í Búrgúndi rétt vestur af vínræktarsvæðinu Beaune.
Skoðar vínmenninguna í Búrgúndí
Hjónin Ögmundur og Hildigunnur
stödd á Alicante í júní síðastliðnum.
Afmælisbarnið Ögmundur í Bakka-
gerði á Borgarfirði eystra í sumar.
Til hamingju með daginn
Mosfellsbær Erik Rúnar Vú Ólivers-
son fæddist 23. desember 2021 kl.
16.34. Hann vó 3.530 g og var 50 cm
langur. Foreldrar hans eru Óliver Tung
Vú og Alexandra Sigrún Kristínar-
dóttir.
Nýr borgari