Morgunblaðið - 27.07.2022, Side 22

Morgunblaðið - 27.07.2022, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 Ellefu leikmenn úr Bestu deild karla verða í leikbanni í næsta leik síns liðs í deildinni eftir verslunar- mannahelgina vegna gulra eða rauðra spjalda. Það eru Guðmundur Magnússon og Alex Freyr Elísson úr Fram, Bryan Van Den Bogaert og Ívar Örn Árnason úr KA, Hallur Hans- son og Ægir Jarl Jónasson úr KR, Arnór Smárason og Birkir Heim- isson úr Val, Davíð Ingvarsson úr Breiðabliki, Steven Lennon úr FH og Sindri Kristinn Ólafsson, mark- vörður Keflvíkinga. Ellefu í banni í næstu umferð Ljósmynd/Kristinn Steinn Bann Guðmundur Magnússon miss- ir af næsta leik Framara. Knattspyrnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur framlengt samning sinn við ítalska félagið Int- er Mílanó og leikur áfram með því á komandi tímabili. Anna kom til liðs við Inter fyrir síðasta tímabil en missti af fyrri hluta þess vegna meiðsla. Hún spilaði átta af síðustu tíu leikjum liðsins í A-deildinni, alla nema einn í byrjunarliðinu. Inter hafnaði í fimmta sæti deildarinnar. Anna er 32 ára og lék áður með Le Havre, Selfossi, PSV Eindhoven, Limhamn, Örebro, Stjörnunni og KR. Hún hefur spilað 44 landsleiki. Ljósmynd/Inter Mílanó Anna Björk Kristjánsdóttir lék með Inter á síðasta tímabili. Anna áfram í Inter Mílanó TNS – VÍKINGUR 0:0 Gult spjald: Júlíus Magnússon og Niko- laj Hansen. Dómari: Ivaylo Stoyanov, Búlgaríu. Áhorfendur: Um 1.000. _ Víkingur áfram, 2:0 samanlagt. Víkingur: (4-4-2) Mark: Ingvar Jóns- son. Vörn: Karl Friðleifur Gunnarsson, Oliver Ekroth, Kyle McLagan, Logi Tómasson. Miðja: Erlingur Agnarsson (Davíð Örn Atlason 89), Viktor Örlygur Andrason, Júlíus Magnússon, Ari Sigur- pálsson (Helgi Guðjónsson 66). Sókn: Kristall Máni Ingason (Danijel Dejan Djuric 77), Birnir Snær Ingason (Niko- laj Hansen 66). _ Danijel Dejan Djuric kom inn á og spilaði sinn fyrsta Evrópuleik. EVRÓPUKEPPNI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Víkingar tryggðu sér sæti í þriðju umferð Sambandsdeildar karla í fót- bolta í gærkvöld á allsannfærandi hátt. Þeir sóttu velsku meistarana The New Saints heim til Oswestry á Englandi og liðin gerðu þar marka- laust jafntefli. Það var meira en nóg fyrir Vík- inga sem unnu fyrri leikinn í Foss- voginum 2:0 með tveimur mörkum Kristals Mána Ingasonar og þeir unnu því einvígið 2:0 samanlagt. Víkinga bíður nú væntanlega ein- vígi við pólsku meistarana Lech Poznan í þriðju umferðinni. Lech á reyndar eftir að spila seinni leik sinn gegn Dinamo Batumi á útivelli í Georgíu á morgun en eftir 5:0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum er nán- ast öruggt að Víkingar leika gegn Lech dagana 4. og 11. ágúst. Fyrri leikurinn verður á heimavelli Vík- inga en sá seinni fer fram í Poznan í Póllandi, eða þá í Georgíu ef einhver ótrúleg úrslit líta dagsins ljós í leik liðanna á morgun. Víkingar náðu í eitt stig til við- bótar fyrir Ísland á styrkleikalista UEFA. Þar með er árangur íslensku liðanna í ár orðinn sjö sigrar, tvö jafntefli og tvö töp í ellefu leikjum í Evrópukeppni. _ Pablo Punyed lék ekki með Vík- ingum í gær en hann var kominn með þrjú gul spjöld í keppninni og þurfti því að taka út leikbann. _ Viktor Örlygur Andrason er eini leikmaður Víkings sem er á hættusvæði vegna spjalda. Hann var með tvö gul fyrir leikinn í gær en bætti ekki við. _ Kristall Máni Ingason lék sinn síðasta leik með Víkingi í þessari Evrópukeppni en hann fer til Rosen- borg í Noregi um mánaðamótin. Kristall skoraði fimm mörk í Evr- ópuleikjunum, hann er markahæst- ur Víkinga frá upphafi í Evrópu- keppni og þetta var fyrsti Evrópuleikur hans þar sem hann náði ekki að skora mark. _ Þetta er í fyrsta sinn í tíu Evr- ópuleikjum liða frá Wales og Íslandi þar sem íslenska liðið nær ekki að sigra. En í öll fimm skiptin hefur fulltrúi Íslands slegið út fulltrúa Wa- les. Það höfðu Stjarnan, Fram, FH og ÍA öll gert á undan Víkingum. _ Næst er röðin komin að Blikum sem fóru til Svartfjallalands í gær og mæta þar Buducnost á morgun. Tvær Evrópu- vikur enn framundan Morgunblaðið/Óttar Geirsson Fyrirliðinn Júlíus Magnússon og félagar í Víkingi eiga enn eftir minnst tvo Evrópuleiki í viðbót við þá sex sem þeir hafa nú spilað á rúmum mánuði. - Víkingar komnir í 3. umferð eftir markalaust jafntefli í Wales Lengjudeild karla Fjölnir – Fylkir......................................... 0:2 Selfoss – Afturelding................................ 1:4 KV – Kórdrengir ...................................... 2:2 Staðan: Fylkir 14 9 3 2 39:15 30 HK 13 9 1 3 28:17 28 Fjölnir 14 7 2 5 32:23 23 Grótta 13 7 1 5 28:18 22 Afturelding 14 6 4 4 28:22 22 Selfoss 14 6 3 5 25:23 21 Vestri 13 5 4 4 22:30 19 Grindavík 13 4 5 4 22:20 17 Kórdrengir 14 4 5 5 20:24 17 Þór 13 4 2 7 21:29 14 KV 14 2 2 10 18:36 8 Þróttur V. 13 1 2 10 5:31 5 Lengjudeild kvenna Grindavík – Víkingur R ........................... 0:1 HK – Tindastóll ........................................ 1:1 Staðan: FH 10 8 2 0 33:5 26 HK 12 8 2 2 22:10 26 Tindastóll 12 7 4 1 18:7 25 Víkingur R. 11 7 1 3 21:13 22 Fjarð/Hött/Leik. 11 6 3 2 24:13 21 Grindavík 12 3 2 7 8:21 11 Fylkir 10 2 3 5 7:14 9 Augnablik 10 3 0 7 11:21 9 Fjölnir 11 1 1 9 6:25 4 Haukar 11 1 0 10 7:28 3 Meistaradeild karla 2. umferð, seinni leikir: AEK Larnaca – Midtjylland ................... 1:1 - Elías Rafn Ólafsson varði mark Midt- jylland í leiknum. _ Midtjylland áfram eftir vítaspyrnu- keppni, 2:2 (4:3) samanlagt. Plzen – HJK Helsinki .............................. 5:0 _ Plzen áfram, 7:1 samanlagt. Sheriff Tiraspol – Maribor ...................... 1:0 _ Sheriff áfram, 1:0 samanlagt. Dudelange – Pyunik Jerevan .................. 1:4 _ Pyunik áfram, 4:2 samanlagt. Shamrock Rovers – Ludogorets ............. 2:1 _ Ludogorets áfram, 4:2 samanlagt. Shkupi – Dinamo Zagreb......................... 0:1 _ Dinamo áfram, 3:2 samanlagt. Sambandsdeild karla 2. umferð, seinni leikir: Lincoln Red Imps – Tobol ....................... 0:1 _ Tobol áfram, 3:0 samanlagt. Ballkani – La Fiorita................................ 6:0 _ Ballkani áfram, 10:0 samanlagt. The New Saints – Víkingur ..................... 0:0 _ Víkingur áfram, 2:0 samanlagt. Svíþjóð B-deild: Öster – Eskilstuna ................................... 3:2 - Alex Þór Hauksson hjá Öster var í leik- banni vegna gulra spjalda. Örgryte – Västerås.................................. 1:1 - Brynjar Björn Gunnarsson þjálfar Ör- gryte. >;(//24)3;( Ólympíumót æskunnar U17 karla, leikið í Slóveníu: Ísland – Danmörk................................. 20:30 _ Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki og mætir Spáni í dag. E(;R&:=/D KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: Grindavík: Grindavík – Þór ...................... 18 Kórinn: HK – Grótta ............................ 19.15 Ísafjörður: Vestri – Þróttur V.................. 20 2. deild karla: Ólafsfjörður: KF – Haukar....................... 18 Njarðvík: Njarðvík – Víkingur Ó ........ 19.15 Húsavík: Völsungur – KFA................. 19.15 Þorlákshöfn: Ægir – Reynir S............. 19.15 Egilsstaðir: Höttur/Huginn – Magni.. 19.15 ÍR-völlur: ÍR – Þróttur R .................... 19.15 3. deild karla: Höfn: Sindri – KFS ................................... 16 Skessan: ÍH – Dalvík/Reynir .............. 19.15 Garður: Víðir – Augnablik ................... 19.15 Akranes: Kári – Kormákur/Hvöt........ 19.15 Hlíðarendi: KH – KFG ........................ 19.15 Grafarvogur: Vængir J. – Elliði .......... 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kópavogur: Augnablik – Fjölnir......... 19.15 Árbær: Fylkir – Haukar ...................... 19.15 Kaplakriki: FH – Fjarð/Hött/Leikn ... 19.15 Í KVÖLD! Undanúrslit England – Svíþjóð .................................... 4:0 Undanúrslit í kvöld: Þýskaland – Frakkland........................ 19.00 Úrslitaleikur á sunnudag: Enlgand – Þýskaland/Frakkland........ 16.00 Markahæstar á EM: Beth Mead, Englandi.................................. 6 Alexandra Popp, Þýskalandi ...................... 4 Alessia Russo, Englandi ............................. 4 Grace Geyoro, Frakklandi.......................... 3 EM KVENNA 2022 Fylkir vann gríðarlega mikilvægan útisigur á Fjölni í toppslag liðanna í 1. deild karla í fótbolta í Grafarvogi í gærkvöld, 2:0. Danski framherjinn Mathias Laursen skoraði bæði mörk Fylkis sem þar með fór uppfyrir HK og í efsta sæti deildarinnar. Fjölnir er nú sjö stigum á eftir Fylki en hefði komist á hæla Árbæinga með sigri í gærkvöld. HK mætir Gróttu í kvöld og get- ur þá endurheimt efsta sætið en Fjölnir og Grótta eru einmitt liðin sem koma næst á eftir Fylki og HK í toppbaráttunni og því um afar mikilvæga umferð að ræða með innbyrðis leikjum þessara fjögurra liða. Afturelding er á gríðarlegri sigl- ingu og vann þriðja leikinn í röð, alla á útivöllum, 4:1 á Selfossi, og hefur skorað þrettán mörk í þess- um þremur leikjum. Belginn Mar- ciano Aziz hefur heldur betur reynst Mosfellingum vel en hann skoraði tvö mörk í gær og hefur gert fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum með liðinu. Gísli Martin Sigurðsson og Sævar Atli Hugason skoruðu hin tvö mörkin og Afturelding komst upp- fyrir Selfoss og í fimmta sætið með sigrinum. Selfoss hefur á sama tíma gefið eftir og tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa verið á toppi deildarinnar framan af sumri. Valdimar Jóhannsson skoraði eina mark Selfyssinga. Grímur Ingi Jakobsson tryggði KV stig þegar hann jafnaði gegn Kórdrengjum, 2:2, í uppbótartíma í Vesturbænum. Magnús Dagbjarts- son skoraði fyrsta markið fyrir KV en Axel Freyr Harðarson síðan tvö fyrir Kórdrengi. Staða KV er áfram erfið í fallsæti, sex stigum frá því að komast þaðan. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Grafarvogur Mathias Laursen liggur á vellinum í leik Fjölnis og Fylkis en hann skoraði bæði mörk Árbæjarliðsins í mikilvægum sigri. Fylkir í efsta sæti og flug á Aftureldingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.