Morgunblaðið - 27.07.2022, Side 24

Morgunblaðið - 27.07.2022, Side 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Jóna Gréta Hilmarsdóttir jonagreta@mbl.is „Formið er miklu meira lifandi heldur en í venjulegri hljóðbók,“ segir Áslaug Torfadóttir, höfundur Skersins, sem er ný íslensk hljóð- sería í sex hlutum á Storytel. Hljóðseríuna skrifaði hún ásamt maka sínum, Ragnari Egilssyni, en þau reka saman þýðingarfyrirtækið Fjaðurpennann. Ragnar og Áslaug unnu með Skerinu hugmynda- samkeppni Storytel, Eyrað, árið 2021. „Skerið var fyrsta skapandi verkefnið okkar saman og það gekk framar vonum. Við vorum ekki sammála um allt en unnum vel úr því. Þetta var ótrúlega skemmti- legt ferli,“ segir Áslaug. Segir hún Skerið vera dulúðlegt verk með gamansömum tón: „Hljóðserían fjallar um Ása, sem er íslenskur karlmaður að nálgast miðjan aldur og er dæmi um svo- kallaðan „sjomla“. Hann er búinn að klúðra öllu í lífinu en er alltaf hress, kannski af því hann er á flótta undan raunveruleikanum. Ási fer í frí til Tenerife með vini sínum Pésa, þar sem þeir fara á djammið saman. Morguninn eftir vaknar Ási á nýjum stað, sem hann þekkir ekki. Hann neyðist til að finna út úr því hvar hann er og hittir fólk sem er ekki allt sem það er séð. Eyjan, sem hann virðist ekki kom- ast af, á sér dularfulla fortíð og það verður fljótt ljóst að Ási er í mikill hættu. Þetta eru sex þættir og hver þáttur er tæpur klukkutími, þannig þetta er alveg feikinóg af efni fyrir fólk sem er í sumarfríi. Þú getur hlustað á Skerið út í garði, í bíl- ferðinni, heita pottinum eða hvar sem er,“ segir Áslaug. Leiddist í fríi og skrifaði seríu Spurð, hvaðan hugmyndin að sögunni sé fengin, segir Áslaug: „Við Ragnar vorum í fríi á Tenerife og bókuðum aðeins of langt frí. Við erum ekki með börn og spilum ekki golf, þannig að okkur var hálfpart- inn farið að leiðast. Við sáum þá auglýsinguna um hugmynda- samkeppni Storytel og fórum að hugsa í kringum það, þar sem við vorum á Tenerife í þessum aðstæðum. Við veltum fyrir okkur þessari sönnu íslensku týpu sem Ási er og hvernig hún myndi bregðast við þessum aðstæðum og handritið fæddist út frá því.“ Áslaug segir Skerið líkjast frek- ar útvarpsleikhúsi en bók: „Skerið er hljóðsería en ekki bók. Hand- ritið er leikið og hljóðheimurinn, þ.e. umhverfis- og náttúruhljóðin, leika mun veigameira hlutverk en í venjulegum hljóðbókum sem eru lesnar.“ Að sögn Áslaugar sá Storytel um framleiðsluna, sem er ekki lítil og tekið var upp í hljóðveri Storytel í Skeifunni. Hallveig Kristín Eiríks- dóttir leikstýrði. Haraldur Ari Stef- ánsson leikur aðalpersónuna, Ása, en með önnur hlutverk fara Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir sem Hildur, Guðmundur Ingi Þorvaldsson sem Leifur, Stefán Hallur Stefánsson sem Eyvindur og Svandís Dóra Einarsdóttir sem Rebekka. Spurð hvort þau hefðu verið með einhverja leikara í huga þegar þau skrifuðu handritið, segir Áslaug: „Nei, en eftir því sem við skrif- uðum meira og fórum að kynnast persónunum betur, þá fór maður að heyra ákveðnar raddir. Við fengum að hafa skoðun á leikaravalinu og erum mjög ánægð með þá sem við fengum. Það er þarna valinn maður í hverju rúmi, sem allir leggja sig alla fram. Það hefur verið rosalega skemmtilegt að sjá og heyra sög- una lifna við.“ Kvikmyndahandrit á frumstigi Að sögn Áslaugar stefna þau Ragnar ekki á að gera framhald af hljóðseríunni: „Sögu Skersins er lokið en okkur fannst mjög skemmtilegt að vinna í þessu formi og erum opin fyrir því að vinna fleiri hljóðseríur. Okkur langar hins vegar að færa okkur yfir í kvik- mynda- og sjónvarpshandrit og erum að gera það. Við erum með hugmynd að kvikmyndahandriti sem við erum að fara að vinna að og erum því hvergi af baki dottin. Þetta handrit er á frumstigi en okkur langar svolítið að halda áfram að skoða íslenskar erkitýpur og þar sem Ási í Skerinu er kannski svolítill aumingi, þá langar okkur núna að skoða þá sem eru það ekki, að minnsta kosti ekki utan frá séð. Við ætlum að færa okkur yfir í viðskiptaheiminn og skoða týpurnar þar. Okkur finnst líka áhugavert að sjá og skoða Íslendinga í erlendum aðstæðum og sýna þá með augum útlendinga. Við bjuggum bæði lengi erlendis og það er svo skemmtilegt, þegar maður kemur aftur heim, því þá fær maður aðra sýn á hlutina hérna heima,“ segir Áslaug. Svokallaður „sjomli“ söguefni Skersins - Sex þátta hljóðsería, Skerið, eftir Áslaugu Torfadóttur og Ragnar Egilsson, komin á Storytel - Skerið var sigurvegari Eyrans, hugmyndasamkeppni Storytel, 2021 - Meira lifandi en hljóðbók Hljóðheimur „Skerið var fyrsta skapandi verkefnið okkar saman og það gekk framar vonum,“ segir Áslaug Torfa- dóttir sem ásamt Ragnari Egilssyni vann Eyrað árið 2021. Saman reka þau þýðingarfyrirtækið Fjaðurpennann. Sýning með verkum Arnar Karls- sonar hefur verið opnuð í Listamönn- um galleríi við Skúlagötu. Sýningin stendur til 30. júlí og er opin virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 12- 16. Níels Hafstein á Safnasafninu skrifar um Örn í sýningarskránni. Þar kemur fram að Örn hafi unnið að myndlist frá unglingsaldri og haldið fyrstu einkasýningu sína í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn árið 1977. Næstu árin sýndi hann víða, ásamt því að semja og spila tónlist með gjörn- ingasveitinni Kamar- orghestar Jónasar Vest. „Þótt framlag Arnar til íslenskrar myndlistar hafi náð athygli ein- stakra hópa, sem skynja hreyfingar listarinnar, þá er því ekki að leyna að flestir fjölmiðlar og gagnrýnendur snið- gengu sýningar hans. Það er skaði því verk hans hafa einlæga skírskotun í umrót ríkjandi samtíma og byltingar- kenndar væntingar fólks um réttlát- ari heim, þar sem borin er virðing fyrir manninum sem persónu með lýsandi einkenni og sjálfstæði til þess lífs sem hann velur sér. Í höfund- arverki Arnar eru teikningar í heftum og gormabókum fyrirferðarmiklar, klippimyndir úr fundnu efni auk staf- rænna verka svo þúsundum skiptir. Öll bera þau vott um ótrúlega vinnu- semi og frábæra leikni í samsetningu ólíkra efnisþátta. Síðustu 30 árin hef- ur Örn gert raðir af bókverkum með rímuðum setningum sem hann kallar Nonsens kveðskap eða Firrur. Í öðr- um bókverkum er prentað efni klippt niður svo úr verða ljóð, klipphendur og dödur. Verk Arnar kallast á við strauma jaðarmenningar á 7. og 8. áratugum liðinnar aldar og endur- spegla eins konar neðanjarðar- hugmyndafræði sem á ef til vill rætur að rekja til framúrstefnulistar fyrstu ára 20. aldar og þá sérstaklega dada- isma og súrrealisma.“ Í grein Níels kemur fram að vorið 2021 hafi Örn ánafnað Safnasafn- inu við Svalbarðseyri meginhluta verka sinna. „Við talningu kom í ljós að tölvuklipp eru 6.035, en önnur verk áætluð um 4.000. Þar má nefna teikningar og klippi- myndir úr fundnu efni, bókverk og ýmsar mynd- og hljóðútgáfur. Sett var upp lítil sýning á pappírsandlitum og grímum í safninu árið 2020 til að gefa fólki kost á að kynnast hugmyndum og útfærslum höfundar. Árið 2024 verður list Arnar kynnt nánar í safninu og almenningi einnig gefinn kostur á því síðar að kynnast verkum hans á breiðari vett- vangi,“ skrifar Níels. Vænting um réttlátari heim - Örn Karlsson sýnir í Listamönnum Bretar munu hýsa Eurovision á næsta ári fyrir hönd Úkraínu- manna. Þetta kemur fram í til- kynningu, sem birt hefur verið á vef keppninnar. Í tilkynningu sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) sendu frá sér fyrr í vikunni kemur fram að reynt hafi verið að finna flöt á því að halda keppnina í Úkraínu, en því miður sé það mat manna að það sé ekki öruggt vegna innrásar Rússa þar í landi. Úkraína kemst beint í úrslita- keppnina á næsta ári, líkt og ávallt gildir um sigurvegara fyrra árs. Að auki verður þess gætt að Úkraína verði vel sýnileg í öllu myndefni keppninnar. Tekið er fram að merki keppninnar 2023, sem verður kynnt síðar, eigi að endurspegla hinar óvenjulegu kringumstæður. „Við erum BBC afar þakklát fyrir að taka að sér hlutverk gest- gjafa í Bretlandi 2023,“ er haft eftir Martin Österdahl, fram- kvæmdastjóra keppninnar. Eurovision haldið í Bretlandi 2023 AFP/Marco Bertorello Sigur Úkraínska hljómsveitin Kalush Orchestra söng til sigurs með „Stefania“. Enski leikarinn David Warner er látinn áttræður að aldri. Þessu greinir BBC frá. Á löngum og far- sælum ferli fór Warner iðulega með hlutverk vonda karlsins og má í því sam- bandi nefna hlutverk hans í The Thirty Nine Steps (1978), Time Bandits (1981) og Titanic (1997). Warner lék í ýmsum sjónvarps- þáttaröðum, s.s. Doctor Who, Wall- ander og Twin Peaks. Áður en Warner sneri sér að kvikmyndaleik þótti hann afbragðs Shakespeare- túlkandi og lék m.a. Hamlet á sín- um yngri árum. David Warner lát- inn 80 ára að aldri David Warner Örn Karlsson Andlit Ein af grímum Arnar. Bandaríski leik- arinn Paul Sorv- ino er látinn 83 ára að aldri. Sorvino er þekktastur fyrir túlkun sína á glæpamanninum Paulie Cicero í kvikmyndinni Goodfellas (1990). Sorvino lék ýmist bófa eða lögreglumenn á hvíta tjaldinu, en hann lék í yfir 50 kvikmyndum og fjölda sjónvarpsþátta á borð við Law and Order. Hann lék m.a. á móti Al Pacino í The Panic in Needle Park (1971) og James Caan í Gambler (1974). Þrátt fyrir hrak- andi heilsu á síðustu árum, lék hann fram til ársins 2019. Paul Sorvino látinn 83 ára að aldri Paul Sorvino

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.