Fréttablaðið - 19.08.2022, Page 1

Fréttablaðið - 19.08.2022, Page 1
1 8 8 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 1 9 . Á G Ú S T 2 0 2 2 Um hvað reiddust goðin? Madonna hyllt í Paradís Lífið ➤ 16 Lífið ➤ 18 Laugavegi 174, 105 Rvk. Er bíllinn klár í ferðalagið? Kíktu inn á vefverslun Heklu sem er alltaf opin www.hekla.is VILTU VINNA MILLJÓN? Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og starfandi borgarstjóri, tók á móti gestum í Ráðhúsinu í gær er foreldrar barna á biðlista í leikskóla fjölmenntu í mótmælaskyni. Til að minna á alvöru málsins tóku foreldrarnir börn sín með. Einar segir nú rætt um tillögu um biðlistabætur til foreldra. Gæti kostnaður hlaupið á milljörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Drífa Snædal nýtur 49,4 prósenta stuðnings í nýrri Gallup- könnun þar sem spurt er hverjum fólk treystir best til að vera forseti ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson er með 20,9 prósenta stuðning og Vil- hjálmur Birgisson þriðji með 17,9 prósent. Ein þeirra sem stóð að könnuninni segir embættið afar mikilvægt. ninarichter@frettabladid.is STÉTTARFÉLÖG Drífa Snædal, fyrr- verandi forseti Alþýðusambands Íslands, fékk yfirgnæfandi stuðn- ings almennings til forystu í sam- bandinu samkvæmt nýrri könnun sem Gallup framkvæmdi dagana 4. til 15. ágúst. Tæpur helmingur þeirra sem tóku afstöðu treysti Drífu best til að leiða sambandið og var stuðningurinn óháður breytum eins og menntun, búsetu, tekjum og stjórnmálaskoð- unum, nema meðal kjósenda Sósí- alistaflokksins sem sögðust treysta Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, best. Drífa sagði af sér sem forseti ASÍ 10. ágúst, eða fimm dögum áður en könnuninni lauk. Kann það að hafa haft áhrif á niðurstöður. Að könnuninni stóð hópur sem kallar sig Áhugafólk um málefni verkalýðshreyfingarinnar. Í öðru sæti var Ragnar Þór, en ríflega fimmtungur sagðist treysta honum best til að leiða ASÍ. Í þriðja sæti var Vilhjálmur Birgisson, for- maður Starfsgreinasambandsins. Sitjandi forseti ASÍ, Kristján Þórð- ur Snæbjarnarson, fékk stuðning 5,7 prósenta þeirra sem tóku afstöðu og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var nefnd af 6,1 prósenti. Nánast engir kjósendur Fram- sóknarf lokksins og Sjálfstæðis- flokksins sögðust treysta Sólveigu Önnu, sem naut meiri stuðnings meðal Pírata, Sósíalistaf lokksins og Flokks fólksins. „Þetta embætti er rosalega mikilvægt og mikilvægt að það sé trúverðug manneskja sem nýtur trausts í þessari stöðu,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Ef lingar og fyrrverandi varafor- maður, sem er fulltrúi hópsins sem stóð að könnuninni. Helmingur vildi sjá Drífu leiða ASÍ Hverjum treystir þú best til að leiða Alþýðusamband Íslands næstu tvö árin? 49,4% 20,9% 17,9% 6,1% 5,7% n Drífu Snædal n Ragnari Þór Ingólfssyni n Vilhjálmi Birgissyni n Sólveigu Önnu Jónsdóttur n Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni Úrtakið var 1.673 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri og var handahófsvalið úr Viðhorfahópi Gallup. Könnunin var net- könnun og fjöldi svarenda var 842. „Við vildum sjá hver staðan væri og mér persónulega finnst Drífa njóta mikils trausts og það er kannski eitthvað sem manni fannst ekki heyrast mikið í umfjöllun- inni,“ segir Ólöf Helga. „Stuðningur við Drífu kom mér ekki á óvart en það var gaman að fá staðfestingu.“ Hvorki náðist í Drífu né Ragnar Þór en Vilhjálmur Birgisson segist djúpt snortinn yfir þriðja sætinu. „Það veitir manni áframhaldandi trú á að maður sé á réttri leið í því að berjast fyrir bættum hag. Sér- staklega þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður hvort niðurstöð- urnar komi honum á óvart segist Vilhjálmur halda að þeir sem tóku þátt í könnuninni hafi ekki vitað hvað hafi gengið á og í hverju ágreiningurinn sé fólginn. Vilhjálmur kveðst hæstánægður með að sjá Ragnar í öðru sæti. „Mér líst frábærlega á það. Samstarf okkar Ragga hefur verið frábært og hann er vel að því kominn,“ segir hann. n

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.