Fréttablaðið - 19.08.2022, Síða 4

Fréttablaðið - 19.08.2022, Síða 4
íbúar í Eyjum og fyrirtæki þar.“ Hár vatnskostnaður skekki samkeppnis­ stöðu fyrirtækjanna. Að Ívars sögn var mikil undir­ búningsvinna gerð árið 2008 sem mun nýtast áfram. Svo sem rann­ sóknir á hafsbotninum og kort­ lagning lagnaleiða. Verkefnið er hins vegar flókið og vandasamt því leiðslan, sem er 12,5 kílómetrar, þarf langan tíma í framleiðslu og aðeins er hægt að leggja hana í júlí þegar ölduhæð er minni en einn metri. Síðasta leiðsla var keypt frá danska fyrirtækinu NTK og tók það verk 18 mánuði. n um. Það var gert í miklu þurrkaári 1966 og voru fjölskyldur í Eyjum á biðlista eftir vatni. Ný leiðsla kostar um 1 milljarð króna en um 1,3 milljarða með virðisaukaskatti. Bæjarstjórn hefur óskað eftir aðkomu ríkisins, til dæmis með niðurfellingu virðis­ aukaskattsins eða beinum styrk upp á 700 milljónir króna. Þann 14. júli gaf innviðaráðu­ neytið Eyjamönnum afsvar í báðum tilvikum. Segir þar að fjármálaráðu­ neytið hafi ekki talið lagaheimild fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts. Einnig að styrkveiting myndi gefa fordæmi þannig að önnur sveitar­ félög færu að sækjast eftir greiðslum fyrir vatnsleiðslur. En lagning þeirra er hlutverk sveitarfélaga. „Við töldum að það væri skilning­ ur á því að aðstæður í Vestmanna­ eyjum væru aðrar en við lagningu leiðslu á landi og ríkið hefur áður komið að lagningu vatnsleiðslu hér með fjárframlagi. Þannig að fordæmið er til staðar,“ segir Íris. „Venjulegar vatnslagnir á Íslandi eru ekki neðansjávar eins og hjá okkur. Þannig að þetta er f lókin og dýr framkvæmd. Við erum því ósátt við að þurfa ein að bera allan kostnaðinn af henni eða öllu heldur Innviðaráðuneytið hefur tekið fyrir að Vestmanna­ eyjar verði styrktar um lagningu nýrrar vatnsleiðslu, hvorki með styrk eða skatta­ endurgreiðslu. Tvær af þremur leiðslum hafa gefið sig. kristinnhaukur@frettabladid.is VESTMANNAEYJAR Eyjamenn eru vonsviknir með afsvar innviða­ ráðuneytisins við því að koma að fjármögnun nýrrar kaldavatns­ leiðslu, hvorki með styrkjum né niðurfellingu skatta. Tvær af þremur leiðslum eru ónýtar og öryggisatriði að leggja nýja. „Við skynjuðum góðan anda og skilning í samtalinu við ríkið og þess vegna kom algert afsvar okkur á óvart,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Samtalið við ríkið hefur staðið yfir í um ár en nú verður þrýst á þingmenn kjördæmisins að beita sér í málinu. Eyjamenn fá vatn úr Eyjafjalla­ jökli og þrjár neðansjávarleiðslur hafa verið lagðar, árin 1968, 1971 og 2008. Leiðslan frá 1971 skemmdist fyrst en hún var lögð á óhentugu botnsvæði. Árið 2014 gaf leiðslan frá 1968 sig og er nú aðeins sú nýjasta í lagi. Sú leiðsla er í góðu standi en mikilvægt þykir að hafa tvær virkar leiðslur. „Ef lögnin myndi bila væri komið upp grafalvarlegt ástand. Þetta er stór og öflug lögn en það er alltaf öruggara að vera með tvær,“ segir Ívar Atlason svæðisstjóri vatnssviðs HS Veitna í Vestmannaeyjum. „Fyrir 1968 söfnuðu Eyjamenn rigningarvatni. Það voru brunnar við hvert hús en þetta var ekki gott vatn og dugði ekki atvinnulífinu,“ segir Ívar. Færi vatnsleiðslan í dag yrði að grípa til neyðarráðstafana eins og að flytja vatn með tankskip­ Eyjamenn vonsviknir með afsvar innviðaráðuneytis um vatnsleiðslu Viðgerðir á eldri vatnsleiðslu árið 2004 áður en hún gaf sig. MYND/AÐSEND Íris Róberts­ dóttir, bæjar­ stjóri í Vest­ mannaeyjum N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið Bæjarstjórinn í Eyjum segir að nú verði þrýst á þingmenn til að tryggja öruggt neysluvatn. FRÉTTABLAÐIÐ/ RÓSA benediktboas@frettabladid.is IÐNAÐUR Kötluvikur, sem EP Power Minerals hyggst nýta, er mjög verð­ mætur og getur lækkað kolefnisspor byggingariðnaðar í öllum heim­ inum. Fyrirtækið hyggur á efnistöku á vikri á Mýrdalssandi austan og suðaustan við Hafursey, svokall­ aðri Háöldu. Vikurinn verður svo f luttur til Evrópu þar sem hann verður notaður sem íblöndunarefni í framleiðslu á sementi. Jón Haukur Steingrímsson, jarð­ verkfræðingur hjá verkfræðistof­ unni Eflu, segir að allur sements­ iðnaður í heiminum sé að leita að svona efni til að bæta kolefnisspor sements­ og byggingariðnaðar. „Vikur er mjög verðmætur. Kolefnis­ spor af sementi er alveg gríðarlega stórt og fer versnandi út af orku­ verði í heiminum. Svona efni er Kötluvikur minnkar kolefnisspor bygginga í heiminum Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræð­ ingur hjá Eflu eiginlega stærsta vonin í því,“ segir Jón Haukur. Keyrt verður með vikurinn til Þorlákshafnar þar sem hann verður settur um borð í skip sem siglir með hann til sementsframleiðenda. Vikr­ inum er ætlað að koma í stað kola­ ösku úr kolaorkuverum sem notuð hefur verið sem íblöndunarefni í sement um áraraðir. Miðað við áætlanir ætti vikurlagið á Mýrdalssandi austan og suðaustan Hafurseyjar að duga til efnistöku í rúmlega 100 ár. „Þetta er eitt af stóru málunum til að minnka umhverfisáhrif af mann­ virkjum. Steypan er langstærstur hluti af kolefnisspori mannvirkja í dag og þetta er einn af stóru póst­ unum til að minnka þau áhrif. Á heimsvísu er þetta gríðarlega stórt umhverfismál og þess vegna eru allir leiðandi aðilar að snúa sér að svona efnum,“ segir Jón Haukur. n olafur@frettabladid.is SKATTAMÁL Athygli vekur að Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, sem var með 11,1 milljón í mán­ aðarlaun hjá Marel, skuli vera með 41 milljón á mánuði í heildarlauna­ tekjur, eða nær fjórfalda þá upphæð sem hann fær í laun sem forstjóri, samkvæmt upplýsingum úr árs­ reikningi Marel. Þrátt fyrir að Árni Oddur sitji í stjórnum fyrirtækja og þiggi laun fyrir þau störf eru það ekki stjórnar­ laun hans sem fjórfalda launatekjur hans. Skýringarinnar á þessum miklu viðbótarlaunum Árna Odds er þó ekki langt að leita. Eins og algengt er með forstjóra fyrirtækja á hann kauprétt á hlutabréfum í fyrirtæk­ inu sem hann stjórnar. Árni Oddur hefur reglulega nýtt sér kauprétt á hlutabréfum í Marel og þá hefur myndast mikill hagnaður vegna þess að kauprétturinn er á lægra verði en markaðsvirði hlutabréf­ anna. Steingrímur Sigfússon, löggiltur endurskoðandi á skattasviði KPMG, segir að þar sem kauprétturinn sé hluti starfskjara Árna Odds hjá Marel sé hagnaður af honum skatt­ lagður sem laun en ekki fjármagns­ tekjur. „Slíkur kaupréttur er auk þess jafnan háður því að viðkom­ andi starfi í tiltekinn tíma áður en hann er nýttur og því er litið á þetta sem laun.“ Ætla má að há laun Margrétar Tryggvadóttur, forstjóra NOVA, sem var með 9,3 milljónir á mán­ uði í fyrra, og fleiri forstjóra í efstu sætum skattalistans stafi einnig að hluta til af nýtingu kaupréttar. n Kaupréttur skýrir fjórföldun launa Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel Forstjóri Marel hefur reglulega nýtt kauprétt á hlutabréfum í fyrir- tækinu. birnadrofn@frettabladid.is VINNUMARKAÐUR Frá síðastliðnum mánudegi til miðvikudags fjölgaði atvinnuleyfum fólks sem komið hefur hingað til lands frá Úkraínu eftir að innrás Rússa hófst í landið um 35. Þá voru á sama tímabili tólf atvinnuleyfi framlengd. Útgefin atvinnuleyfi voru í gær 420 talsins, og segir fjöldi þeirra til um fjölda fólks frá Úkraínu sem fengið hefur vinnu hér á landi eftir komuna til landsins. n Úkraínumönnum í vinnu fjölgar ört gar@frettabladid.is UMFERÐ Bústaðavegi verður lokað við Reykjanesbraut í dag og stendur lokunin fram á sunnudag. „Ástæða fyrirhugaðrar lokunar á Bústaðavegi er að vegur frá nýju hringtorgi að Reykjanesbraut teng­ ist alveg niður að ljósum á gatna­ mótum og því aðstæður ekki hag­ stæðar fyrir hjáleiðir í þessum hluta verksins,“ segir í tilkynningu. Meðal annars sé verið að gera nýja hjáleið frá Bústaðavegi inn á Reykjanes­ braut til að aka um á meðan gengið verður frá hringtorginu. n Loka Bústaðavegi að austanverðu Framkvæmdir standa yfir í þrjá daga. 4 Fréttir 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.