Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 19
 Einstaklingur sækir um styrk UMSÓKN Sótt er um á Mínum síðum á vr.is eða hjá aðildarfélögum LÍV REIKNINGUR Greiddur reikningur verður að vera á nafni þess sem sækir um og staðfesting á að reikningur sé greiddur þarf að fylgja. UPPLÝSINGAR Lýsing á námi skal fylgja með umsókn ef óljóst er hvers konar nám/námskeið sótt er um. GREIÐSLA Styrkur greiddur inn á reikning félagsmanns að uppfylltum skilyrðum sjóðsins. Félagsfólk aðildarfélaga sem starfar eftir kjarasamningi VR, Landssambands íslenzkra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins eiga aðild að Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Veittur styrkur er 90% af reikningi vegna náms, starfstengdu námskeiðsgjaldi eða ráðstefnugjaldi. Hámarksstyrkur er 130.000 kr. og 390.000 kr. þegar félagsmaður á rétt á uppsöfnun. Veittur styrkur af tómstundanámskeiði er 50% að hámarki 30.000 kr. sem dregst frá árlegum hámarksstyrk. ATH: tómstundastyrkur hefur ekki áhrif á uppsöfnun. Veittur ferðastyrkur vegna náms/starfstengdra námskeiða er 50% að hámarki 40.000 kr. sem dregst frá árlegum hámarksstyrk. Fyrirtæki sækir um styrk UMSÓKN Sótt er um á attin.is REIKNINGUR Greiddur reikningur verður að vera á nafni fyrirtækis og staðfesting á að reikningur sé greiddur þarf að fylgja. UPPLÝSINGAR Lýsing á námi skal fylgja með umsókn og listi starfsmanna sem sóttu námið/nám- skeiðið (nafn-kennitala-stéttarfélagsaðild). GREIÐSLA Styrkur greiddur inn á reikning fyrirtækis að uppfylltum skilyrðum sjóðsins. Veittur styrkur er 90% af reikningi vegna náms, starfstengdu námskeiðsgjaldi eða ráðstefnugjaldi. Hámarksstyrkur er 130.000 kr. fyrir hvern starfsmann. Hámarksstyrkur til fyrirtækja er kr. 3 milljónir á ári. Sameiginlegur styrkur einstaklings og fyrirtækis KOSTNAÐUR Nám verður að kosta að lágmarki 200.000 kr. REIKNINGUR Það skiptir ekki máli á hvoru nafni greiddur reikningur er, hvort það er fyrirtækið eða félagsmaður. UMSÓKN Félagsmaður sækir um styrkinn á Mínum síðum á vr.is og gildir sú umsókn einnig vegna styrks fyrirtækisins og þarf því ekki að senda inn sér umsókn fyrir að fylgja með þar sem fram kemur að um sé að ræða sameiginlega umsókn og að námið sé hluti af starfsþróunaráætlun félagsmannsins. AFGREIÐSLA Við samþykkt umsóknar dregst styrk- upphæðin af rétti beggja. Miðað er við 50/50 en ef félagsmaður á rétt á uppsöfnun þá er uppsöfnunin nýtt fyrst og svo réttur fyrirtækis. ÚTBORGUN Styrkupphæð greiðist inn á reikning beggja. UPPHÆÐ STYRKS Samanlagður styrkur er 90% af námsgjaldi – hámark 260.000 kr. eða 520.000 kr. þegar félagsmaður á rétt á uppsöfnun. Leið 1 Leið 2 Leið 3 * * starfsmennt.is | vr.is | attin.is | landssamband.is ERT ÞÚ AÐ HUGA AÐ STARFSÞRÓUN? Þrjár leiðir til að sækja um styrk í starfsmenntasjóði VR/LÍV Veldu eina leið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.