Fréttablaðið - 19.08.2022, Page 22
Sóley Björk Gunnlaugsdóttir
er klínískur dáleiðandi og
hefur BA-gráðu í sálfræði
og MA-diplóma í jákvæðri
sálfræði. Hún rekur eigin
meðferðarstofu.
Sóley segir: „Sem meðferðaraðili
hef ég fengið að verða vitni að
stórkostlegum og umfangsmiklum
framförum og breytingum hjá
meðferðarþegum sem gerir þetta
starf alveg einstaklega ánægjulegt
og gefandi. Það sem heillar mig
einna helst við Hugræna endurfor
ritun er hvað meðferðarformið er
vel afmarkað en nýtist samt á svo
margþættan máta og býður upp á
margar leiðir að sama markmiði.“
Áföll, ofbeldi og afleiðingar
Spurð um hvers konar meðferðir
hún hefur unnið og um árangur
þeirra segir Sóley: „Hugræn
endurforritun býður til að mynda
upp á að hægt er að vinna með
erfiðar tilfinningar, atburði, áföll
og afleiðingar þeirra án þess að
meðferðarþegi þurfi að koma þeim
í orð eða þurfi að endurupplifa
atburði og tilfinningar tengdar
þeim frekar en hann treystir sér til.
Það er jafnvel hægt að vinna
með afleiðingar án þess að með
ferðarþegi sé meðvitaður um orsök
þeirra. Sumir þeirra sem til mín
hafa leitað vegna sálrænna áfalla
og/eða ýmiss konar ofbeldis hafa
sagt að hefðbundin samtalsmeð
ferð hafi reynst þeim erfið því
henni fylgi svo mikill tilfinninga
tætingur. Sjálfsvinna í hugrænni
endurforritun getur líka tekið
á en meðferðarþegar hafa upp
lifað öryggi í því að þurfa ekki að
segja frá atvikum og endurupplifa
trámað.“
Vinna með börnum
og unglingum
„Ég hef fengið tækifæri til að vinna
með börnum og unglingum og
mín upplifun af þeirri vinnu er
dásamleg. Ungmenni eru svo
skemmtileg. Þau eru svo öflug og
fljót að vinna að það þarf að gæta
þess að halda í ákveðið tempó og
hafa nóg að gerast samhliða því
sem eiginlega vinnan fer fram.
Meðferðirnar hafa falið í sér að
finna orsök fyrir og vinna með
ofnæmi, húðvandamál svo sem
exem og unglingabólur, efla sjálfs
traust, draga úr skapofsa, draga úr
prófkvíða, efla námsfýsi og draga
úr fælni. Allar meðferðirnar hafa
skilað einhverjum árangri.
Hún segir suma hafa hlotið bata
að mestu eða öllu leyti eftir einn
til þrjá meðferðartíma. „Til að
mynda fékk drengur með frjó
kornaofnæmi að vita í fyrsta tíma
dáleiðslu að hann myndi losna við
ofnæmið að mestu strax í tíman
um en að fullu eftir einhvern tíma.
Í eftirfylgni kom í ljós að þetta
hafði gengið eftir. Drengurinn sem
undanfarin ár hefur kviðið fyrir
sumrinu og notast við lyfseðils
skyld ofnæmislyf ásamt dropum
og pústi, hefur það sem af er sumri
aðeins þurft að taka ofnæmistöflur
í tvö stök skipti.“
Öflugt streitustjórnunarverkfæri
Til Sóleyjar hafa leitað einstakl
ingar með langvarandi streitu
og byrjunareinkenni kulnunar.
„Eftir hefðbundinn meðferðar
tíma er andleg líðan komin í meira
jafnvægi, líkamleg einkenni hafa
minnkað verulega, svefnmynstrið
er komið í betra horf og sam
skipti við aðra orðin þjálli. Þar
sem orsakavaldar streitu eru svo
margþættir er mikilvægt að búa
yfir streitustjórnunarverkfæri sem
hægt er að nýta til þess að koma ró
á taugakerfið þegar álag eykst. Eftir
meðferð hafa meðferðarþegar nýtt
sér „kveikju“ til þess að sækja aftur
slökunarástandið sem þeir upp
lifðu í dáleiðslunni og samstundis
náð slökun á taugakerfinu.“
Verkjastjórnun – vefjagigt
„Dáleiðsla getur verið mjög áhrifa
rík þegar kemur að verkjastjórnun
og ég hef nýtt hana þó nokkuð í
vinnu með meðferðarþegum til að
lina króníska verki en einnig fyrir
fjölskyldu og vini sem svona „quick
fix“ til að minnka verki tímabund
ið þegar þurft hefur á að halda.“
Hún segir verkjastillingu vera
mjög vandmeðfarna og að nauð
synlegt sé að útiloka að verkjaboð
séu til staðar vegna undirliggjandi
sjúkdóma. „Með dáleiðslumeðferð
er nokkuð auðvelt að ná stjórn á
og draga verulega úr óútskýrðum
krónískum verkjum sem eru
tilkomnir vegna ofurvirkni í
taugakerfi sem er sífellt að senda
frá sér „óþarfa“ verkjaboð, líkt og í
vefjagigt.
Ég hef persónulega reynslu af því
en í nokkur ár var ég verulega þjök
uð af verkjum vegna vefjagigtar.
Verkirnir voru stöðugt til staðar og
oft óbærilegir. Ég þoli illa lyf svo ég
var sífellt á höttunum eftir öðrum
úrræðum til að auka lífsgæðin. Svo
komst á ég á snoðir um og fékk að
sjá myndband af konu sem hafði
læknast af vefjagigt með dáleiðslu.
Ég ákvað að láta á það reyna
en það var langur biðlisti til að
komast að hjá dáleiðandanum
(Ingibergi Þorkelssyni, skólastjóra
Dáleiðsluskóla Íslands) sem hafði
aðstoðað konuna í myndbandinu
svo ég skráði mig bara í dáleiðslu
námið hjá Dáleiðsluskóla Íslands
og síðar í Hugræna endurforritun,
meðferðardáleiðslunámið.
Sú ákvörðun varð vendipunktur
í lífi mínu og hefur reynst vera
mikil blessun. Í náminu felst
ákveðin sjálfsvinna sem gaf mér
tækifæri til skoða sjálfa mig af
fullkominni hreinskilni, alveg að
innsta kjarna, og að tengjast sjálfri
mér á annan hátt en ég hafði nokk
urn tímann áður gert. Þessu ferli
fylgdi óhjákvæmilega breyting á
viðhorfum og styrkur til breytinga,
meiri sátt og sjálfsmildi.
Í framhaldi af þessari sjálfs
vinnu og fjölda dáleiðslutíma á
námskeiðinu minnkuðu verkirnir
verulega og hurfu svo til alveg á
tímabili.
Í dag get ég enn fengið verkja
köst en bý yfir kunnáttu til þess að
draga verulega úr verkjunum og
leyfi mér í sumum tilvikum jafnvel
að slökkva alveg á þeim. Þrátt fyrir
þessa reynslu kemur það mér enn á
óvart þegar ég upplifi verkina bara
leysast upp og fjara út.“
Sjálfsþekking, sjálfsmildi,
sjálfsást
Hver einasti meðferðartími er
einstakur að hennar sögn. „Enginn
tími er eins, hvorki fyrir mig né
meðferðarþegann og því nauð
synlegt að hafa eitthvert mæli
tæki til að styðjast við til að meta
árangur meðferðar. Við notumst
við eyðublöð sem fyllt eru út eftir
meðferðartíma. Það hefur komið
mér gleðilega á óvart við skoðun
á eftirfylgni að auk umsagnar um
meðferðarárangur greina margir
meðferðarþegar einnig frá sams
konar „auka“ ávinningi og ég hef
upplifað sjálf, jafnvel þótt við
fangsefni meðferðarvinnu hafi
verið gjörólíkt.
Algengt er að meðferðarþegar
tilgreini að þeir hafi öðlast dýpri
sjálfsþekkingu á einhvern máta,
upplifi meira umburðarlyndi og
kærleika í eigin garð, taki eftir
því að að innra samtal feli í sér
meiri virðingu en áður og þeir séu
almennt betur tengdir sjálfum sér.
Þetta er því ómetanlegur óvæntur
ávinningur og dýrmætt veganesti
sem mun fylgja þeim áfram.“ n
Kemur enn á óvart þegar verkirnir fjara út
Sóley Björk
Gunnlaugsdótt-
ir er klínískur dá-
leiðandi. Hún er
með BA-gráðu
í sálfræði og
MA-diplóma í já-
kvæðri sálfræði.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Ég hef fengið tæki-
færi til að vinna
með börnum og ungl-
ingum og mín upplifun
af þeirri vinnu er dásam-
leg. Ungmenni eru svo
skemmtileg.
Sóley Björk Gunnlaugsdóttir
8 kynningarblað 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURsKólar og námsKeið