Fréttablaðið - 19.08.2022, Side 23

Fréttablaðið - 19.08.2022, Side 23
Það er áríðandi að þeir sem vinna með matarfíkn hafi til þess námsgrunn og vottun frá viðurkennd- um skóla. Eftir að Anna María Sigurðardóttir lauk meðferð hjá MFM matar- fíknimiðstöðinni lauk hún námi í Infact-skólanum og starfar nú sem ráðgjafi hjá MFM. „Matarfíknimeðferð hjá MFM bjargaði lífi mínu árið 2019. Þá höfðu f lest lífsgæði yfirgefið mig, ég var 143 kíló, félagslega einangruð, með ranghugmyndir og í afneitun um líkamlegt ástand mitt. Fimm árum fyrr hafði ég farið í gegnum í offituskólann á Kristnesspítala og ætlaði mér aldrei í hjáveituaðgerð, en eftir síversnandi lífsgæði, þegar matar- fíknin tók af mér öll völd og ég var þræll efnanna, bað ég lækni að vísa mér í hjáveituaðgerð. Ég man fyrst eftir mér borða óhóflega sjö ára. Sautján ára fór ég í nám til Bandaríkjanna, þar magnaðist fíknin og ég kom heim 20 kílóum þyngri. Frá tvítugu til 53 ára hafði ég jójóast úr 70 í 143 kíló. Þegar ég var boðuð í viðtal fyrir hjáveituaðgerðina varð ég skelf- ingu lostin. Ég var að fara í aðgerð á heilbrigðum innyflum, svo ég ætti séns á mannsæmandi lífsgæðum? Viku síðar var ég komin í MFM- meðferð og eftir fjóra mánuði voru lífsgæðin farin að aukast og hafa aukist smátt og smátt, einn dag í einu. Ég held mig frá mat sem veldur fíkn, borða reglulega hollan og góðan mat, er laus við matar- þráhyggju og ranghugmyndirnar eru á undanhaldi. Á tveimur árum léttist ég um 52 kíló og hef nú haldið þeirri þyngd í heilt ár. Ég verð aldrei útskrifuð og þarf daglega að hlúa að batanum en nú á ég fullt hús af lífsgæðum, félagslíf, heilsu til útivistar og fjall- gangna sem ég hafði ekki áður. Ég er í betri tengslum við tilfinningar mínar og gengur betur að takast á við daglegt líf án þess að þurfa að deyfa mig með mat.“ n Flest lífsgæði höfðu yfirgefið mig Anna María Sigurðardóttir öðlaðist nýtt líf eftir meðferð hjá MFM. Infact-skólinn kennir viðurkenndar meðferðir við matarfíkn. Skólinn er fremstur á sínu sviði í heiminum, skipaður fagfólki hvaðanæva úr heiminum og starfræktur frá Eyrarbakka. Skólastjórinn, Esther Helga Guð- mundsdóttir, stofnaði Infact- skólann fyrir sjö árum síðan, en sjálf glímdi hún við matarfíkn frá sextán ára aldri. „Ég er matarfíkill sem barðist í áratugi við matarfíkn en náði ekki árangri fyrr en ég komst í ákveðið munstur fyrir tuttugu árum síðan. Þegar ég fékk bata starfaði ég sem óperusöngkona og söngkennari en ákvað að söðla um og læra allt sem ég gæti um meðferðarvinnu og matarfíkn. Í framhaldinu stofnaði ég MFM matarfíknimiðstöðina, þá fyrstu sinnar tegundar í Evrópu, og hef nú starfrækt hana í sautján ár,“ greinir Esther Helga frá. Hún er formaður samtakanna The Food Addiction Institute sem stofnuð voru af fagaðilum víðs vegar að úr heiminum og hafa staðið fremst í frumherjavinnu við matarfíkn og matarfíknimeð- ferðir. „Við samherjar mínir vorum sammála um að það vantaði heildstætt nám fyrir fólk sem ynni á vettvangi matarfíknar, til að mennta þá um fíknir, hvernig unnið er með matarfíkn og vís- indin sem liggja á bak við fræðin. Ég tók að mér að setja upp námið í samvinnu við samherja mína og við erum tólf talsins sem komum með okkar sérhæfingu í kennsl- una,“ útskýrir Esther Helga. Brautryðjendur í matarfíkn Nemendur Infact-skólans koma frá öllum heimshornum og hefur skólinn nú útskrifað um hundrað nemendur frá nítján þjóðlöndum. „Í gegnum tíðina hefur verið mikill áhugi á náminu við skólann. Hópur nemenda er fjölbreyttur og samanstendur af starfandi fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo sem læknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, félagsráð- gjöfum og fíkniráðgjöfum, en líka fólki úr vísindageiranum, fólki sem hefur áhuga á efninu og ein- staklingum sem hafa náð tökum á sínum vanda í matarfíkn, vill læra meira og jafnvel vinna í þessum geira. Flestir koma til náms af mik- illi ástríðu og áhuga um málefnin, og oft og tíðum hafa þeir persónu- legan skilning á vandanum, þekkja til á einhvern hátt eða hafa unnið við offitumeðferðir, sem almennt virka ekki fyrir matarfíkla, en vilja þá leita leiða til að hjálpa sínum skjólstæðingum betur. Námið fer fram í gegnum fjarfundabúnað en mæta þarf í ákveðin fög til að geta lokið náminu og verða vottaður matarfíknifræðingur (e. certified food addiction professional) eins og erlend vottunarráð vilja kalla útskrifaða nemendur,“ upplýsir Esther Helga. Kennarar við Infact-skólann eru helstu brautryðjendur og reynslu- boltar í heiminum þegar kemur að vísindum og meðferðarvinnu við matarfíkn. „Infact er eini skólinn sinnar tegundar í heiminum og hefur þá sérstöðu að hafa fengið vottun frá viðurkenndum vottunarráðum sem votta fíkniráðgjöf og með- ferðir í Evrópu og Bandaríkjunum. Í skólanum hafa verið stigin mörg frumherjaspor og erum við nú í umsóknarferli hjá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni (WHO) sem setur greiningarstuðla um hina ýmsu sjúkdóma og bandarísku geðlæknasamtökin fyrir DSN- greiningarferlið til að fá matarfíkn samþykkta sem fíknivanda,“ segir Esther. Heimurinn er að vakna Esther Helga geislar visku sinni til allra heimshorna úr 100 ára glæstu og gulu húsi við ströndina á Eyrar- bakka. Hún hefur í mörg horna að líta í því leiðtogastarfi að leiða þann skilning og visku sem áunn- ist hefur í baráttu við matarfíkn. „Það er áríðandi að þeir sem ætla sér að vinna með matarfíkn hafi námsgrunn og vottun frá viðurkenndum skóla þannig að skjólstæðingar þeirra viti að þeir eru í höndum fagaðila. Námið er gott veganesti fyrir fagstéttir í heilbrigðisgeiranum og nem- endur öðlast innsýn, skilning og leiðir til að greina skjólstæðinga sína og komið þeim í meðferð ef þeir greinast með matarfíkn, en þess má geta að námið byggir á vottuðum meðferðarleiðum við fíknum sem eru sannreyndar, vott- aðar og vísindalega rannsakaðar,“ útskýrir Esther Helga. Þeir sem hafa útskrifast úr Infact-skólanum eru þegar farnir að láta mikið að sér kveða víða um heim. „Þeir eru að gera frábæra hluti og í náminu bendum við líka á leiðir til að nýta fræðin í starfi. Margir hafa sett upp meðferðarstöðvar við matarfíkn í framhaldinu. Heimurinn er að vakna og þörfin gríðarleg. Mikil vakning á sér stað, og til dæmis margir sem halda að ketó-mataræði sé meðferð við matarfíkn, sem það er vitaskuld ekki, þótt það hjálpi mörgum og sé góð leið sem slík. Við matarfíkn þarf svo miklu meira en að breyta mataræðinu. Það þarf að móta fráhaldsfræði og fráhald frá matar- tegundum sem valda löngunarferli þess sem haldinn er matarfíkn og finna leiðir til að vinna með persónuleikabreytingar sem við sitjum uppi með sem afleiðingu af matarfíkn. Þar liggur mesta með- ferðarvinnan. Það er lítið mál að breyta matseðlinum, en annað að breyta hugarfarinu, tilfinningum og líðan,“ segir Esther Helga. Matarfíkn erfið viðureignar Í meðferð við matarfíkn þarf að greina ástæður fíknarinnar og sögu hvers og eins. „Hjá matarfíklum hefur orðið þolmyndun í heilanum og per- sónuleikabreyting þegar hann hefur ekki þroskast huglægt og tilfinningalega á eðlilegan hátt. Þegar viðkomandi hættir að nota fíkniefnið sitt, þar sem sykur, hveiti og kolvetnarík matvæli eru oftast aðalvandinn, blasir við kaldur raunveruleikinn og hann er oft erfiður í fráhvörfum og van- líðan sem tekur við þegar viðkom- andi hættir að nota efni sem hann hefur notað áratugum saman til að svæfa líðan og tilfinningar. Þá svæfir matur líka líkamlega verki og það er ekkert grín fyrir marga sem komnir eru langt í þessum vanda að taka út matvæli sem valda matarfíkn,“ segir Esther og bætir við að margt þurfi að skoða í matarfíknimeðferðum. „Skoða þarf bakland einstakl- ingsins, hvernig þroski hans og þróun hefur verið, fjölskyldusögu, áfallasögu og líkamlega og andlega heilsufarssögu. Að greiningarferli loknu er hægt að sjá hvort viðkom- andi sé með matarfíkn, á hvaða stigi hann er í sínum sjúkdómi og meta næstu skref í meðferðar- vinnu. Þeir sem eru í ofþyngd eru ekki endilega matarfíklar, en áætlað er að allt að 50 prósent of þungra séu það og 20 prósent þeirra sem eru í eðlilegri þyngd. Viðkomandi sýna ákveðin ein- kenni sjúkdómsins og margir hafa þróað með sér átraskanir, svo sem að svelta sig, borða í miklu óhófi eða stunda mikla líkamsrækt til að geta farið heim í súkkulaðibitann sinn. Þá geta áföll og ofbeldi legið að baki fíkninni. Orsökin býr jafn- an í heilastöðvunum og persónu- leikabreytingum sem afleiðing af neyslunni,“ útskýrir Esther. Meðferðir sem skila árangri Mikil ásókn er í MFM-matarfíkni- miðstöðina. „Ég fæ til mín mikið af ungu fólki sem er fárveikt af matar- fíkn og þyrfti í raun inniliggjandi meðferð í einn til sex mánuði til að ná árangri. Matarfíkn er enginn leikur. Sykur er átta sinnum meira ávanabindandi en kókaín og hægt að samsama matarfíkla heróín- fíklum sem sæju heróínsprautur á 2 fyrir 1-tilboði hvert sem farið er, því þannig liggur sælgæti og freistingar alls staðar fyrir framan matarfíkla.“ Esther Helga segir jafnframt að útrýma þurfi fordómum gagnvart matarfíkn. „Matarfíkn er ekki fíklunum að kenna. Þeir fá að heyra að þeir eigi ekki að vera fíknir í mat og hrein- lega að hætta því, en þegar við verðum háð ávanabindandi efnum er slíkt ekki í boði. Heilinn man og sækir aftur í það sama, nema við náum að vinna okkur frá þeim. Það er vinnan sem við kennum í Infact-skólanum og meðferðirnar skila mjög góðum árangri, eða allt að 80 prósent fyrsta árið.“ n Allar nánari upplýsingar um Infact- skólann og námið eru á vefsíðunni infactschool.com Frá Eyrarbakka til allra heimshorna Esther Helga Guðmundsdóttir er stofnandi og skólastjóri Infact-skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MFM MIÐSTÖÐIN, Síðumúla 33, 108, Reykjavík 699 2676 • www.matarfikn.is kynningarblað 9FÖSTUDAGUR 19. ágúst 2022 skólar og námskEið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.