Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2022, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 19.08.2022, Qupperneq 26
Sumir komast upp með að lesa náms- efnið kvöldið fyrir próf og fá góðar einkunnir. En þegar lengra er komið í námi gengur það ekki upp. Grandagarði 13 Glæsibæ, 5.hæð eyesland.is afsláttur af umgjörðum og glerjum fyrir náms- menn! Tilboð gildir í verslunum Eyesland dagana 8 - 31. ágúst. 20% Nú nálgast haustið og skól- arnir fara af stað aftur. Það er gott að temja sér góða námstækni strax í upphafi annar. Það er mismunandi hvað hentar hverjum en hér koma nokkur ráð sem reynst hafa vel. sandragudrun@frettabladid.is Sumir sitja mörg ár á skólabekk án þess að temja sér góða námstækni. Þeir komast upp með að lesa bara kvöldið fyrir próf eða henda í rit- gerð á einum til tveimur dögum og fá góðar einkunnir. En þegar komið er lengra í námi gengur sú aðferð ekki upp. Til að ná góðri einbeit- ingu við heimalærdóminn er gott að temja sér eftirfarandi aðferðir. Fáðu nægan svefn Nýleg rannsókn sýndi fylgni milli hárra einkunna og þess hve lengi nemendur sváfu á nóttunni. Það þýðir ekki að það nægi að fá átta tíma svefn nóttina fyrir próf. Það er mikilvægt að fá góðan svefn margar nætur í röð til að geta einbeitt sér að lærdómnum. Skiptu um umhverfi Rannsóknir hafa sýnt að reglulegar breytingar á námsumhverfi auka minni nemenda og bæta ein- beitingu. Í stað þess að læra heima daglega er gott að prófa nýtt kaffi- hús í hverri viku eða fara á nokkur mismunandi bókasöfn. Hlustaðu á róandi tónlist Það virkar kannski ekki fyrir alla, en mörgum finnst klassísk tónlist eða instrumental tónlist góð bak- grunnstónlist fyrir lærdóminn þar sem enginn er textinn til að stela athyglinni frá námsbókunum. Á netinu er til hellingur af tónlist sem er sérstaklega hugsuð sem bakgrunnstónlist fyrir lærdóm. Borðaðu hollt nasl Til að halda jafnri orku við heima- námið er gott að nasla á hollum mat eins og hnetum, baunum eða ávöxtum. Sælgæti og kaffi eða koff- índrykkir veita bara skammvinna orku. Námstæknin skiptir öllu máli Árangur í námi krefst skipulags og góðrar náms- tækni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Fimm skrefa aðferð Þegar þessi grunnatriði eru í lagi er kominn tími til að skipuleggja námsaðferðirnar. SSLSR-aðferð hefur reynst mörgum vel til að bæta lesskilning og greina mikil- væg atriði í texta. Aðferðin byggir á fimm skrefum. Skoða Fyrsta skrefið er að skoða náms- efnið. Í stað þess að byrja á að lesa heila bók er gott að skoða fyrsta kaflann og glósa hjá sér aðalat- riðin eins og fyrirsagnir og undir- fyrirsagnir og skoða ljósmyndir, skýringarmyndir og annað efni sem er sérstaklega dregið fram í textanum. Spyrja Það er gott að spyrja sig spurninga um kaflann eins og: Um hvað fjallar kaflinn? Hvað veit ég nú þegar um efni hans? Lesa Þegar búið er að skoða og spyrja er komið að því að lesa. Byrjaðu á að lesa allan kaflann og leitaðu að svörum við þeim spurningum sem þú spurðir þig í upphafi. Svara Þegar þú hefur lesið kaflann og fundið svör fyrir spurningum þínum skaltu skrifa útdrátt úr kafl- anum með þínum eigin orðum. Reyndu að draga fram aðalatriði kaflans. Rifja upp Lokaskrefið er upprifjun. Það er mikilvægt að rifja upp það sem þú hefur lesið. Spurðu þig aftur spurninganna sem þú spurðir þig í upphafi og lestu aftur það sem þú manst ekki nógu vel. Hugarkort Það eru til ýmsar fleiri aðferðir til að muna það sem lesið er. Fyrir þau sem hafa gott sjónminni er sniðugt að búa til hugarkort. Hugarkort er mynd sem sýnir tengsl orða, hug- taka, hugmynda og verkefna út frá einu lykilorði eða lykilhugtaki. Þegar hugarkort er búið til er eitt orð skrifað á miðjuna á auðu blaði. Eftir það eru aðrar hugmyndir og og lykilorð skrifuð niður sem tengjast orðinu í miðjunni. Svo kvíslast fleiri orð og hugmyndir út frá þeim orðum og kortið stækkar. Þegar lykilatriði kaflans sem lesinn er eru skráð niður á þennan hátt hjálpar það nemandanum að sjá heildarmyndina og þannig eykst skilningur hans á efninu. n 12 kynningarblað 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURskólar og Námskeið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.