Fréttablaðið - 19.08.2022, Side 29
Hvað er að gerast núna um helgina?
Föstudagur Laugardagur Sunnudagur20.
ág.
19.
ág.
21.
ág.
n Jákvæðar fréttir vikunnar
Láglaunafólki
gefnar sólarrafhlöður
Ríkisstjórn Delaware ætlar að gefa
láglaunafólki í ríkinu, sem vill taka upp
umhverfisvæna orkuöflun, ókeypis
þakplötur með sólarrafhlöðum.
ALLT kynningarblað 7FÖSTUDAGUR 19. ágúst 2022
n Hugleiðsla fyrir alla
Óðinstorgi kl 10.00
Thelma Björk jógakennari
og fatahönnuður heldur úti
möntruhugleiðslumorgnum í
Systrasamlaginu á föstudögum
í sumar. Hægt er að setjast hvar
sem er á torginu og börn eru
sérstaklega velkomin.
n Hádegisganga
Grasagarðurinn kl. 12.00
Hálftímalöng hádegisganga
um Grasagarðinn í Reykjavík.
Umfjöllunarefni göngunnar
hverju sinni helgast af þeim
tegundum sem eru í blóma þá
stundina. Göngurnar hefjast
við aðalinngang garðsins og eru
endurteknar á ensku kl 12.40.
Allir eru velkomnir og aðgangur
er ókeypis.
n Tunglið og ég
Fríkirkjan í Reykjavík kl. 12.00
Heiða Árnadóttir söngkona,
Gunnar Gunnarsson píanó-
leikari, Þorgrímur Jónsson
bassaleikari og Haukur Grön-
dal klarínettuleikari flytja lög
eftir tónskáldið Michel Legrand
(1932-2019) sem hefði orðið
níræður í febrúar. Legrand er
helst þekktur fyrir að hafa
samið söngleiki og tónlist fyrir
kvikmyndir.
n Leiðsögn um Árbæjarsafn
Árbæjarsafn kl. 13.00
Leiðsögumaður teymir gesti um
hús og sögusýningar Árbæjar-
safns. Safnið er útisafn, stofnað
árið 1957, en auk Árbæjar eru
rúmlega tuttugu hús á svæðinu
sem mynda torg, þorp og sveit.
Á safninu er leitast við að gefa
hugmynd um byggingarlist og
lifnaðarhætti í Reykjavík á 19. og
20. öld.
n Menningarnótt í Reykjavík
Afmælishátíð Reykjavíkurborgar
fer fram með pompi og prakt
víðs vegar um borgina. Hátíðin
er alltaf haldin fyrsta laugardag
eftir 18. ágúst, en þann dag árið
1784 fékk borgin kaupstaðar-
réttindi.
Fyrsta Menningarnótt var
haldin árið 1996 og slegið er
upp veislu um borgina gervalla
og endilanga.
Sérstakt Menningarnætur-
viðburðadagatal má finna á
öðrum stað hér í blaðinu, og þar
má einnig finna kort af mið-
borginni þar sem búið er að
merkja inn helstu viðburði.
Við hvetjum fólk til að kynna
sér samgönguleiðir í tengslum
við hátíðarhöldin, en götuloka-
nir verða víða miðsvæðis auk
þess sem ekki verður heimilt
að leggja leigurafhjólum á
ákveðnum svæðum í mið-
bænum. Ókeypis er í strætó.
n Listamannaspjall – Sigurður
Ámundason
Hafnarborg í Hafnarfirði kl.
14.00
Sunnudaginn 21. ágúst kl. 14
verður boðið upp á listamanna-
spjall um sýningu myndlistar-
mannsins Sigurðar Ámunda-
sonar, What’s Up, Ave Maria?,
en þá er jafnframt lokadagur
sýningarinnar.
n Píanótónleikar Hilary Baird
Kaldalón í Hörpu kl. 14.00
Bandaríski píanistinn Hilary
Baird leikur verk Chopin, Bach,
Beethover, Schubert, Debussy
og Mendelssohn auk eigin
verka.
n Guitar Islancio – Suðurlands-
djass #6
Reykjadalsskála í Hveragerði
kl. 15.00
Guitar Islancio með Björn Thor-
oddsen, Þórð Árnason og Jón
Rafnsson innanborðs. Tónleika-
röðin er styrkt af SASS.
n Lokatónleikar Orgelsumars
Hallgrímskirkja kl. 17.00
Björn Steinar Sólbergsson,
organisti í Hallgrímskirkju,
ásamt Cantores Islandiæ og
karlaröddum úr Kór Hallgríms-
kirkju, kemur fram á lokatón-
leikum Orgelsumars í Hallgríms-
kirkju undir stjórn Ágústs Inga
Ágústssonar. Hópurinn flytur
tónlist undir yfirskriftinni Orgel
& Gregorsöngur eftir Duruflé,
Pál Ísólfsson, Franck og Tour-
mermire.