Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur en til þess þurfti réttindi. Hann fór því og aflaði sér skipstjórn- arréttinda, fyrst á námskeiði í Neskaupstað en svo einn vetur í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Fram að því hafði samanlögð skólaganga verið einn vetur í barnaskóla sem þó fór þannig fram að taskan var oftast falin undir steini á morgnana og frekar róið úr höfn á skektunni. Á síldarárunum var pabbi að mestu á skipum Barðans h.f. sem var útgerð Stefáns og Þórs Péturssona, sem voru umsvifa- miklir útgerðarmenn og síldarsaltendur. Þar af lengst á Dagfara ÞH 70. Í janúar 1973 bjargaði áhöfnin á Dagfara tveim skips- höfnum á sama sólarhringnum fyrir austan land sem er alveg einstakt í Íslandssögunni og vakti mikla athygli. Ég veit að pabba þótti mjög vænt um að hafa getað komið öllum þessum sjómönnum til bjargar og var stoltur af afrekinu, en vildi aldrei ræða það mikið. Árið 1974 tók hann við skipstjórn á Gísla Árna RE 375 á móti útgerðarmanninum Eggerti Gíslasyni, en seinna Magnúsi Þorvaldssyni. Gísli Árni var eitt af frægustu aflaskip- um flotans. Þar var hann í mörg ár, en endaði síðan ferilinn á nótaskipinu Erni KE 13 með löngu og einstaklega farsælu sam- starfi við útgerðarmanninn Örn Erlingsson. Þegar pabbi hætti á Erninum var hann kominn á áttræðisaldur en ennþá í fullu fjöri. Sem gestur á heimilinu Þegar ég var strákur var pabbi lítið heima og merkisatburðir í lífi fjölskyldunnar, svo sem fæðing barna og fleira, fóru gjarnan fram hjá honum og úthöldin stóðu mánuðum saman. Fjöl- skyldulífið lenti því alfarið á herðum móður minnar, Hlínar Einarsdóttur, sem sinnti því með sóma í alla þessa áratugi, en pabbi var sem gestur á heimilinu. Þegar hann byrjaði á Gísla Árna RE 375 breyttist samt margt því þá voru í fyrsta skipti á hans ferli tveir skipstjórar sem deildu stöðunni. Við því varð að bregðast og hann keypti trillu, Vin ÞH 73, sem reyndist mikið gæfuspor og á honum reri hann til fiskjar í fríum og eftir að hann hætti skipstjórn á stærri skipunum. Vinur ÞH 73 í Naustavík. Sigurður eignaðist seinna annan bát með sama nafni og skráningarnúmeri. Mynd: Hafþór Hreiðarsson Sigurður endaði ferilinn á nótaskipinu Erni KE 13.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.