Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Qupperneq 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur
Eins og lesa má gafst lengst af ekki tími fyrir önnur áhuga-
mál, en um miðjan aldur byrjaði hann samt að stunda laxveiðar
af kappi, einkum í Laxá í Aðaldal, sem voru honum til mikillar
ánægju. Einnig stundaði hann rjúpnaveiðar mikið þegar hann
var í landi á rjúpnatíma.
Við feðgarnir vorum saman í mörgu þessu og ég byrjaði
mjög ungur að fara með honum á sjó og í annan veiðiskap.
Samstarfið gekk oftast vel en við vorum ekki alltaf sammála. Ég
var ungur, metnaðarfullur og vitlaus en taldi mig samt kunna
og vita flest betur. Pabbi þoldi það ekki alltaf enda var hann
sjálfur þekktur fyrir að vera pallrólegur og yfirvegaður, sama
hvað á gekk. Pabbi var laginn og vinsæll skipstjóri sem þurfti
ekki að beita kröftum og öskrum úr brúarglugganum við
veiðarnar eins og áður tíðkaðist mikið, en hefur sem betur fer
minnkað. Það var alltaf létt skipsrúm hjá honum þó mikið
fiskaðist oft.
Lengst af var pabbi við mjög góða heilsu en eftir heilablæð-
ingu fyrir nokkrum árum fór smám saman að halla undan fæti
og síðustu mánuðir hafa verið erfiðir, en starfsfólk
sjúkrahússins á Húsavík hefur annast hann
af einstakri natni og þolinmæði. Ég held að
í því ljósi hafi hann verið tilbúinn til að
yfirgefa þetta líf núna og hefja í staðinn
veiðar á hinum eilífu veiðilendum þar sem
sólin aldrei sest. Þar mun veiðigyðjan alveg
örugglega ekki bregðast honum frekar en
fyrr, en spurning hvort veiðar eru ennþá
frjálsar þar, sem mundi henta betur, eða
hvort komið er kvótakerfi.
Ég valdi mér sama starfsvettvang og
pabbi og er við veiðar á fjarlægum
miðum núna og komst ekki í land til að
fylgja honum síðustu skrefin. Það var
erfitt en enginn hefði skilið það betur en
pabbi.
Landað
í Reykjavíkur-
höfn
Fram á 20. öld voru þetta
vinnubrögðin við löndun. Og
takið eftir skipunum á höfn-
inni. Alvöru skútur og að
minnsta kosti einn gufu-damp-
ur. Báturinn við bryggju er
hins vegar dæmigerður fyrir
íslenska útgerð frá landnámi
og fram undir vorn dag. Um
aldir var róið á miðin.
Gamla myndin
Sigurður og eiginkona hans, Hlín Einarsdóttir. Mynd: Hafþór Hreiðarsson
Vinirnir Sigurður og Hreiðar Olgeirsson rifja upp gamla tíma í skötuveislu sem
haldin var í verbúð Arnars, sonar Sigurðar, á Þorláksmessu 2011. Það má heita
að þeir hafi orðið samferða yfir á hinar eilífu veiðilendur, Hreiðar andaðist 18.
janúar síðastliðinn og Sigurður rétt rúmum hálfum mánuði síðar.
Mynd: Hafþór Hreiðarsson