Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 19
Sjómannablaðið Víkingur – 19
mig, að brandarinn, sem ég
hafði sagt honum hefði farið
eins og eldur um sinu um
diplomatíuna, eins og hann
orðaði það. Það gladdi mig
auðvitað að vita að þessi frá-
sögn mín væri orðin heims-
fræg.
Þessi frásögn átti að vera
sönn og er þessi (eflaust hafa
einhverjir heyrt eða lesið
hana áður en látum það vera):
Þegar Tryggvi Ófeigsson
útgerðarmaður ætlaði að láta
reisa fiskiðjuver við Kirkju-
sand, vildi hann líka að byggð
yrði lítil fiskimjölsverksmiðja
til að fullnýta aflann. Vegna
ólyktar sem stafar óneitanlega
af slíkri starfsemi og sérstak-
lega þar sem hún væri í miðju
íbúðarhverfi, þá var úr vondu
að ráða. Verkfræðingur sá
sem átti að hanna byggingarn-
ar lagði nú höfuðið í bleyti og
eftir miklar vangaveltur í
langan tíma, kom hann með
alls konar útreikninga, teikn-
ingar og gögn til Tryggva og
sagðist nú vera búinn að leysa
vandamálið með ólyktina. Aðferðin átti
að vera sú, að með því að leiða reykinn
úr fiskimjölsverksmiðjunni neðansjávar
út á tiltekið dýpi, sem hann var búinn að
reikna út, þá yrði reykurinn orðinn lykt-
arlaus, þegar hann kæmi upp á yfir-
borðið. Tryggvi hlustaði lengi á allar út-
skýringar verkfræðingsins með mikilli
þolinmæði, en greip að lokum fram í fyr-
irlestur verkfræðingsins og lagði eina
spurningu fyrir hann: „Maður minn!
Hafið þér nokkurn tíma rekið við í
baði?“
Verkfræðingurinn starði lengi á
Tryggva, en þar sem hann hafði jú rekið
við í baði, þá rúllaði hann upp teikn-
ingunum og tók saman gögnin og
kvaddi. Þannig endaði hugmyndin um
lyktarlausa gúanóverksmiðju á Kirkju-
sandi.
Þetta var þá sagan sem ég hafði sagt
manninum í utanríkisþjónustunni. Það
sem mér fannst skemmtilegast við frá-
sögn hans var, að þegar búið var að segja
söguna, þá hlógu flestir, sumir skildu
söguna, aðrir þóttust skilja hana og
hlógu líka til að ekki kæmi fram að þeir
náðu ekki brandaranum. Einn slíkur
viðurkenndi seinna að hann hefði ekki
sætt sig við það, að hann gat ómögulega
skilið þetta. Sá hefði farið fljótlega heim
úr samkvæminu, látið renna í baðkarið
og í það kominn rekið við og þá fyrst
hefði hann skilið söguna og farið að
hlægja, en á móti hefði hann verið nærri
drukknaður, þegar baðvatnið fór að
renna upp í hann. Ég ætla samt að biðja
lesandann, hafi hann ekki skilið söguna,
að fara ekki að láta renna í baðkarið
heima hjá sér, eins og þessi maður gerði.
Ekki það að ég hafi eitthvað á móti því
að lesendur blaðsins þrífi sig endrum og
eins, en bendi samt á að það getur verið
ansi óþægilegt að fá sápuvatn upp í sig.
Þá er það aftur hin hliðin á málinu,
þ.e.a.s verkfræðingurinn. Setji maður
sig í spor hans og um leið
annarra, sem kynnu að lenda
í svipuðum kringumstæðum.
Það getur ekki hafa verið
þægileg tilfinning fyrir hann
og sjálfsálitið, að leggja fram
alla sína sérfræðimenntun,
þekkingu, tíma og kannski
áratuga reynslu í eitthvert
verkefni, sem er síðan afgreitt
algjörlega út úr heiminum
með spurningu almúga-
manns, um hvort maður hafi
ropað eða rekið við og málið
þá dautt.
Svellþykkur
mjólkurhristingur
Ég ætla að enda þessi skrif
með einni dæmisögu.
(Frelsarinn hafði líka gaman
af að slá um sig með dæmi-
sögum.) Ég var á sínum tíma
sólginn í mjólkurhristing,
shake, með jarðarberjabragði,
en hann varð þá á hinn bóg-
inn að vera svellþykkur,
ekkert lap.
Það var sama hvernig ég
orðaði þetta í nýju ísbúðinni, mjög
þykkur, sérstaklega þykkur, svellþykkur,
hnausþykkur, en aldrei gat afgreiðslu-
stúlkan náð þessu. Neyddist ég því til
þess að lokum að grípa til örvæntingar-
fullra ráða og sagði því við hana orðrétt.
„Ég ætla að fá einn jarðarberjashake, sem
á að vera svo þykkur, að áður en ég næ
að soga nokkuð upp í mig verða nær-
buxurnar farnar að togast upp í rassgatið
á mér.“
Stúlkan horfði í forundran á mig í
smástund. Snéri sér síðan við og útbjó
umbeðið handa mér og viti menn þetta
tókst. Ég fékk nákvæmlega það sem ég
var að biðja um. Kostaði mig að vísu
nokkrar sprungnar háræðar í höfðinu.
Eini gallinn við þetta var í rauninni sá,
að það tók svolítinn tíma að tosa nær-
buxurnar út úr, þið vitið. Ég segi bara af
þessu tilefni eins og hérinn sagði eftir að
hann hafði nauðgað broddgeltinum.
Engin rós er án þyrna.
Frelsarinn sló um sig með dæmisögum og því þá ekki Jónas?