Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Blaðsíða 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur S agt er af ferðum norræns þjóðhátta- fræðings er fór á milli Norðurland- anna og sannfærðist um að Íslend- ingar væru leiðinlegastir norrænna þjóða. Voru þá ekki undanþegnir minni ættbálkar eins og Færeyingar og Græn- lendingar. Um þetta er í sjálfu sér ekk- ert meira að segja nema hvað maðurinn átti afturkvæmt til síns heima sem hann hefði líkast til ekki átt ef hann hefði haldið því fram að Íslendingar væru heimskastir þjóða á norðurhveli. Við þolum að vera brugðið um leiðinlegheit – flest okkar held ég – en ef gáfnafar Íslendingsins er dregið í efa þá er voð- inn vís. Slíkt þolir enginn sannur Íslendingur enda þótt við blátt áfram þjáumst af æðruleysi sem brýst fram í fálæti og ákveðinni mikilmennsku sem lætur sér ekkert vaxa í augum sem stóru þjóðirnar státa af. Hér á koma fáein dæmi um hvort tveggja, mannvit og æðruleysi hinnar íslensku þjóðar. „Sannleikurinn mun sigra, en lygin mun fara halloka, því sannleikurinn á stuðning sinn í tilverunni, en lygin einungis í ímynduninni.“ Benjamín Kristjánsson – ✦ – Jóhannes Þorsteinsson, kaupmaður á Akureyri, var heltekinn af krabba. Hafði hann þá á orði að sér liði betur þegar hlýtt væri í veðri en í kulda og dumb- ungi. Var þá skorað á hann að flytjast til sólríkara lands. Jóhannes svaraði: „Já, ég nýt nú sólarinnar bráðum.“ Þetta urðu áhrínsorð því að hann and- aðist fáeinum mánuðum síðar. – ✦ – Gísli Konráðsson sagnaritari sendi vinnumann í kaupstað að kaupa til bús- ins. Þegar vinnumaður sneri aftur var hann glaðbeittur og kvaðst koma færandi hendi. Gísli spurði þá eftir pappírnum. Hann fékkst ekki, svaraði vinnumað- urinn, en töluvert hins vegar af kornmat. Við þetta datt ofan yfir Gísla og hann andvarpaði: „Hvað hefi ég að gera með kornmatinn úr því að enginn fékkst pappírinn.“ – ✦ – „Þekkti ég kerlingu í mínu ungdæmi sem skammtaði skyrið með höndunum og lifði hún samt þangað til hún dó.“ Íslenskur sjómaður í verstöð þar sem félagar hans ræddu hvað öllu hefði farið fram í hreinlæti á Íslandi hin síðustu ár, einkum í matargerð, og myndi af því leiða batnandi heilsufar og langlífi. – ✦ – „Ég sé eftir pappírnum.“ Þórhallur Bjarnason biskup um ritsmíð er hann hafði nýlega lesið. – ✦ – „Fyrstu vikuna lifði ég á lungum úr hordauðu lambi, aðra vikuna á munn- vatni mínu og þriðju vikuna á guðs blessun – og það var versta vikan.“ Lýsing Magnúsar sálarháska á viður- værinu þegar hann dvaldi nokkurn tíma fjarri allri mannabyggð. Magnús var Norðlendingur, fæddur 1780, og ýmist sagður Guðmundsson eða Jónsson. Í s l e n s k s p e k i o g æ ð r u l e y s i

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.