Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Page 26
V íkingaskipasafnið í Hróarskeldu (Roskilde) er merki-
legur staður fyrir margra hluta sakir. Víkingur setur
sig aldrei úr færi um að heimsækja safnið. Á dögun-
um – eða þar um bil – brá hann sér þangað að kanna
hvernig víkingar hefðu það í þessari fornu höfuðborg
Danaríkis. Niðurstaða? Ja, víkingarnir eru kannski ekki á
hverju strái en safnið blómstrar. Þangað koma um 120.000
gestir á ári hverju og fer jafnt og þétt fjölgandi. Þar af eru
útlendingar um 70%. Víkingur gekk í þann hópinn. Tók
lestina frá Kaupmannahöfn, steig út í Hróarskeldu þar sem
hann, ögn ráðvilltur, setti miðið á turn merktan Kvickly –
er það ekki einhver súpermarkaður? – tók vinstri beygju
undir turninum og gekk á sjávarlyktina til hafs uns hann
rambaði á Vikingeskibsmuseet.
Hróarskelda
Á safninu í Hróarskeldu eru ekki bara
víkingaskip. Frændur okkar Fær-
eyingar eru snjallir sjósóknarar og
sigldu löngum á áttæringum sem þess-
um. Þetta voru sjö til átta metra langir
bátar, sterkir, til að standast strauma og
vinda, en léttir svo auðvelt væri að
draga þá á land. Fljótlegt var að vinda
upp segl á þessum bátum. Oftar var þó
róið en siglt.
Í Hróarskeldu er ekki minnst á íslenska
sæfara en þar er að finna þennan
norska bát – eða öllu heldur eftirlíkingu
af því sem menn halda að hafi verið
skipsbátur hins 24 metra langa Gauks-
staðaskips sem Norðmenn fundu 1880.
Þrátt fyrir siglutréð er ekki víst að bát-
urinn hafi verið búinn segli. Mastrið er
með öðrum orðum tilgáta skipasmiða á
ofanverðri 20. öld.
26 – Sjómannablaðið Víkingur