Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Qupperneq 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31 börnin í réttritun, spurðu þau hana stundum, hvort um væri að ræða „e með punkti eða e með gati?“ Til er digur pylsa, sem víða um land kallast bjúga, og hefur lengst af verið hvorugkyns og bjúgu í fleirtölu. Nú eru sífellt fleiri farnir að hafa pylsuna kven- kyns og tala þá um margar bjúgur, þar sem það á við (eða á − strangt tekið − hreint ekki við!). En það var raunar ekki kyn bjúgna, sem er hér á dagskrá, heldur það, að þessi fæðutegund gengur undir þremur ólíkum nöfnum hérlendis, og á hverjum stað er aðeins eitt þeirra notað í daglegu máli. Þegar ég var barn í sveit að sumarlagi hjá móðurforeldrum mínum að Fremstafelli í Kinn heyrði ég aldrei nefnt bjúga eða bjúgu, pylsan hét þar sperðill og sperðlar í fleirtölu. (Ég þori ekki lengur að skrifa fullum stöfum „Fremstafell í Kaldakinn.“ Yfirleitt þarf einhver málvís prófarkalesari þá að breyta aukafallsmyndum þessarar fram- lengingar á Bárðardal, í Köldukinn, en ég hef fyrir satt að sveitin sé kennd við kaldann í hafgolunni, sem leitar suður (eða fram) Kinn og Bárðardal að áliðnum góðviðrisdegi, fremur en að þar sé svo kalt.) Seinna komst ég að því að fyrirbærið bjúga eða sperðill heitir í Skaftafells- sýslum grjúpán og er víst hvorugkyns og eins í eintölu og fleirtölu, sjálfsagt kelt- neskt að uppruna. En nú er mál að snúa sér frá málfræði og veðurfræði að því alvöruleysi og þeirri hófsemd í umgengni við sannleikann, sem átti að einkenna þennan pistil. Endurskoðað kort af höfuðborg lýðveldisins og lögum komið yfir Kópavog Eftir stúdentspróf 1951 vann ég tvö sum- ur hjá Skipulagsstjóra ríkisins (skrifstof- an heitir eða hét löngu nafni sem ég er búinn að gleyma en gaf til kynna að þar væri hvers kyns þéttbýli á Íslandi skipulagt). Um þetta leyti var ljóst orðið, að ill- þolanlegar skekkjur voru á korti af höfuðborginni, sem notað var við að skipuleggja ný hverfi, finna stað húsum, lögnum fyrir heitt og kalt vatn og síma og rafmagn. Ráðist var í gerð nýs korts; að vísu þurfti ekki að mæla uppá nýtt legu hverrar gangstéttarbrúnar. Mældir voru þríhyrningar með horn á allmörg- um stöðum, sem hátt stóðu eða sáust víða að, innan bæjarlandsins og svæðis utan þess, frá Engey og Viðey upp á Vífilfell og Helgafell sunnan Hafnarfjarð- ar og vestur að Gróttu og Seltjarnarnesi. Út frá nýrri mælingu á innbyrðis afstöðu þessara staða, og grunnlínu, sem starfs- menn danska herforingjaráðsins mældu Vissir þú að svefnskortur eykur hættu á að menn geri mistök sem geta leitt til slysa. Láttu ekki þreytu og svefnleysi sigla með þig í strand. Vökum yfir öryggi okkar. EKKI SOFNA Á VERÐINUM! Örnólfur tók þátt í að koma skikki á skipulag Reykjavíkur.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.