Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Síða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
afar nákvæmlega um aldamótin 1900,
var kort alls Stórreykjavíkursvæðisins
leiðrétt. Umsjón með þessum fram-
kvæmdum hafði færasti mælingamaður
skrifstofunnar og síðar skipulagsstjóri,
Zóphanías Pálsson, og til verksins keypt-
ur svissneskur hornamælir eða teodólít,
vandaðri en nokkurt slíkt tól, sem fyrir
var hérlendis, enda var fé til kaupanna
sótt bæði í ríkissjóð og borgarsjóð.
Ég var ráðinn sem aðstoðarmaður
Zóphaníasar við mælingarnar sumarið
1951. Man ég að félagar mínir öfunduðu
mig af því að ég vann aldrei þegar vel
viðraði og sólin skein. Þá var tíbrá í lofti
og allt í sjónsviði kíkisins á hornamælin-
um var á iði. Ég naut þessarar veður-
blíðu að vísu sjaldan, því ég var sem
bundinn við símann, viðbúinn útkalli frá
Zóphaníasi um leið og ský dró fyrir sól.
Næsta sumar var ég talsvert inni við á
skipulagsskrifstofunni og reiknaði út
hornin í þríhyrningunum frá liðnu sumri
út frá átta eða tíu stafa lógariþmatöflum
af hornaföllum. Mörgum skemmtilegri
bókum minnist ég að hafa flett um dag-
ana.
Á fyrri hluta 20. aldar spruttu upp í
nágrenni Reykjavíkur, en utan skipulags-
lögsögu höfuðborgarinnar, meðal annars
við Kópavog, kofar og veglegri hús til
ýmissa nota: áhaldageymslur og vinnu-
skúrar, sumir hjá kartöflugörðum,
hænsnakofar, sumarbústaðir, og í vax-
andi mæli varanleg heimili.
Um það leyti sem ég vann hjá Skipu-
laginu var verið að koma skipulagi á
Kópavog. Það gekk ekki andskotalaust,
því víðast þar sem leggja átti stræti eða
stórhýsi voru fyrir vistarverur eða önnur
mannvistarmerki. Allt gekk þetta þó upp
að lokum.
Stundum fluttust íbúar í ný hús áður
en lokið var lögnum í götuna. Til marks
um þetta var, þegar læknir ræddi í síma
við konu í nýju hverfi í Kópavogi, sem
komin var „á steypirinn,“ og spurði: „Er
vatnið komið?“ Hér átti doktorinn að
sjálfsögðu við legvatnið, en konan svar-
aði: „Nei, en hann Finnbogi Rútur hefur
lofað því fyrir jól.“
Töluverð umbrot voru í pólitíkinni í
Kópavogi, Oddviti Kópavogshrepps,
Finnbogi Rútur Valdimarsson, var fyrir
vinstra liðinu og heimaland hans var
kallað Rútsland eða Rússland. Annar
valdamaður þar um slóðir var Helgi Lár-
usson frá Kirkjubæjarklaustri, sem flutti
inn lúxusbíla frá Ameríku, Packard, og
rak smurstöð og bensínstöð í Kópavogi.
Veldi hans nefndist eðlilega Landið
Helga, eða, vegna hollustu hans við
heimaland Packardbílanna, Kanans Land.
Úrvalsliðið
Eftir að Bretar höfðu hernumið Ísland í
síðari heimsstyrjöld sömdu bandarísk og
íslensk stjórnvöld um það, í samráði við
Breta, að Bandaríkjamenn tækju að sér
að vernda landið. Bretar höfðu hér samt
einhvern her þar til styrjöldinni lauk.
Samkvæmt herverndarsamningnum var
víst gert ráð fyrir að hingað yrði sent
„úrvalslið.“ Svo er að sjá sem aðstand-
endur samningsins hafi ekki túlkað þetta
atriði eins. Íslendingar hafi búist við
sómamönnum, sem treysta mætti til að
styðja gamlar konur í hálku, en Banda-
ríkjamenn hafi hugsað sér lið úrvals her-
manna, vel búið vopnum og þjálfað í
meðferð þeirra.
Bandaríski rithöfundurinn John Stein-
beck kryddar sögur sínar stundum stutt-
um innskotum, að því er virtist óvið-
komandi söguþræðinum. Í Þrúgum
reiðinnar segir ein persónan kímnisögu
um ungan sveitapilt, sem kemur á næsta
bæ með kú til að leiða undir naut, og
heimasætan kemur með nautið. Sem þau
fylgjast með gangi náttúrunnar ókyrrist
pilturinn og hefur orð á því, að hann
vildi vera að gera hið sama og nautið.
Stúlkan sér enga meinbugi á því: „Þú átt
kúna!“
Skömmu eftir að bandarískur her sett-
ist hér að, sást til nokkurra liðsmanna
hans, þar sem þeir leituðu á íslenskar
kýr og fóru að ráðum stúlkunnar í sögu
Steinbecks. Athæfið vakti nokkra athygli,
og um það var þetta kveðið:
Úr því þetta úrvalslið
iðkar kálfasmíði,
hverju ætli úrhrakið
í Ameríku ....?
Úrvalslið bandarískra hermanna var sent til Íslands. Einhverjir veltu þó fyrir sér réttmæti þessarar fullyrðingar.