Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur stjórinn var því neyddur til að breyta stefnu enn á ný og halda í suður átt í átt að landhelgi Portúgals. Ekki tók betra við því portú- gölsk stjórnvöld sendu þá flota sinn á móti hinu laskaða skipi og hindra frekari för þess. Þessar þrjár þjóðir neituðu staðfastlega skipinu að leita neyðar- hafnar en veðrið fór brátt að leika skipið grátt. Að morgni 19. nóv- ember brotnaði skipið í tvennt og sökk síðar um daginn með þeim afleiðingum að olía barst á land á Spáni en skipið var þá um 250 km undan strönd Spánar. Formaður ITF, Dave Heindel, sagði að þessi niðurstaða væri loka andvarpið í þessari fjórtán ára tilraun til að koma sök á herðar hinum aldna skipstjóra sem nú er 82 ára að aldri. Búið hefði verið að hreinsa hann af sök í þessu máli í undir- rétti sem og öllum þeim sem til þessa máls þekktu. Segir hann jafnframt það von sína að litlar líkur séu á því að dómnum verði fullnægt enda með öllu tilefnislaust að láta saklausan mann aftur í fangelsi að ósekju. Mál Mangouras er eitt versta dæmi um glæpsamlega knésetn- ingu sjómanns. Margar stofnanir og einstaklingar lögðu honum lið- sinni meðan á málinu hefur staðið en þessi niðurstaða minnir okk- ur á að það þarf ávallt að vera á varðbergi gegn því óréttlæti sem sjómenn eru beittir. Heimaskítsmát Hollenskur skipstjóri var nýlega dæmdur til réttindamissis fyrir að sigla skipi frá Evrópu til Suð-Austur Indland með skip til niðurrifs. Með þessari siglingu sinni braut hann bæði hollensk lög sem og lög Evrópusambandsins sem heimila ekki þess konar niðurrif skipa. Stéttarfélag sjómanna, Nautilius International, hefur bent á þá hættu sem er samfara því að birta efni á samfélagsmiðlum en skipstjórinn hafði hlaðið upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hann við stjórnvölinn á skipi sem verið var að sigla á land til niðurrifs. Reyndist þetta myndband vera einu sönnunargögnin gegn honum í þessu máli. Má því með sanni segja að skipstjórinn hafi orðið heimaskítsmát. Landfestarnar burt Verkfræði- og þróunardeildir fyrirtækjanna Wärtsilä og Cavotec hafa komist að samkomulagi um að hanna fyrstu sjálfvirku land- festar skipa auk rafhleðslu fyrir skip. Wärtsilä hefur þegar hannað þráðlausa hleðslustöðvar meðan hið síðarnefnda hefur hannað landfestakerfi fyrir ýmsar tegundir skipa. Með því að leggjast á eitt ætla þessir aðilar að hanna búnað sem sér alfarið um að binda skip við bryggjur og landtengja þau rafmagni. Verða því skip framtíðar- innar frá Wärtsilä skipasmíðastöðinni þannig hönnuð að ekki þurfi lengur að hafa landfestar um borð. Allar tengingar skipsins verða því með einföldum hætti sem mannskeppnan kemur hvergi nærri. Landtengingarnar á rafmagni munu geta flutt mun meira rafmagn en hingað til hefur verið hægt eða allt að 1 MW. Brátt heyra land- festatrossur sögunni til. Nýjustu kröfum fylgt Með nýjum reglum og svokölluðum Pólar kóða sem aðildarþjóðir Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) hafa samþykkt og hafið innleiðingu á mun eldri skemmtiferðaskipum ekki lengur heimilt að sigla inn á heimskautasvæði yfir sumarmánuðina. Verða útgerð- ir sem hafa og ætla að sigla á þessi svæði að huga að nýjum skip- um til þeirra verkefna. Áströlsk útgerð, Australia’s Scenic Group, hefur þegar brugðist við þessum auknu kröfum og hefur fyrirtækið lagt inn pönt- un á 165 metra farþegaskipi frá Uljanik skipasmíðastöðinni í Króatíu sem á að afhendast sumarið 2018. Skipið mun geta flutt 228 farþega og með rými fyrir 172 skipverja. Skipið, sem verður smíðað að kröfum Bureau Veritas mun uppfylla allar kröfur til skips til siglinga á heimskautasvæðum í samræmi við nýjustu og ýtrustu kröfur. Skipið mun uppfylla kröfur um „Öruggt til hafnar á ný“ en nútímakröfur gera ráð fyrir að skemmtiferðaskip eigi undir flestum kringumstæðum að geta komist til hafnar þrátt fyrir að hafa orðið fyrir áföllum. Allir klefar verða með sér svölum og svo verður andveltibúnaður um borð sem er það öflugur að hann virkar þrátt fyrir að skipið sé með öllu ferðlaust. Þá verður skipið búið tveimur þyrlum auk kafbáts svo farþegarnir geti notið náttúr- unnar bæði ofan og neðansjávar. Allur mengunarvarnarbúnaður skipsins verður af nýjustu og afar öflugri gerð en einnig verður skipið með svokallað Grænt vegabréf sem tryggir að þegar kemur að niðurrifi skipsins í fyllingu tímans að engin skaðleg efni séu í skipinu sem geti torveldað niðurrif þess. Landfestar að hverfa.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.