Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Page 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41 Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is Við látum dæluna ganga • Dælur • Dæluviðgerðir • Ásþétti • Rafmótorar • Vélavarahlutir Viðgerðir • Tæringarvarnir Keramikhúðun Fyrir Eftir Það er víst alkunna, að mikill rígur er á milli Skag- firðinga og Húnvetninga. Sá rígur snertir einkum fernt: Hvorir eru betri hesta-, kvenna-, drykkju- og söngmenn. Sýnist sitt hvorum, Skagfirðingum og Húnvetningum. Sú var tíð, að aðeins ein fæðingardeild var á Norðurlandi vestra og var hún á Sauðárkróki. Ein ljósmóðir var starfandi og var álag mikið á hana. Nú gerist það dag einn, að þrjú sveinbörn fæð- ast sama klukkutímann. Gengu fæðingar vel. Ein móðirin var frá Sauðárkróki, önnur frá Blönduósi, en hin þriðja var heimasæta úr Strandasýslu, en þar hafði verið vetrarmaður frá Kongó, dökkur mjög á kroppinn. Var hann vaskur til margar vinnu og glöddust heimasætur mjög. Vegna álags, því læknirinn hafði farið í rjúpur, var ljósmóðirin ekki alveg viss hver mæðranna átti hvaða barn. Sagði hún þá við feðurna, að þeir skyldu sjálfir sækja sitt barn, þeir ættu að þekkja þau! Skagfirðingurinn sagist munu fara fyrstur, börnin hefðu fæðst á Sauðárkróki, hann væri á sko á heimavelli. Svo varð. Hann fór inn og kom með dökka barnið og þegar ljósan spurði hann hvers vegna að hafði tekið það, svaraði hann um hæl: „Heldur þú, að ég ætli að fara með Húnvetning heim!“ BARNSFÆÐINGAR Vetrarmaðurinn var frá Kongó. Myndin gæti sýnt aflasæla landa hans. Þó skal ekkert um það fullyrt enda vísir menn giskað á að báturinn sé portúgalskur. En er það rétt? Mynd: Björn Poulsen

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.