Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
ekki áður tekið beinan þátt í landhelgisgæslunni og nú varð ekki
aftur snúið.
Sneypuför Þórs norður í land
Það má raunar heita merkilegt hversu illa gekk að slá skjaldborg
um landhelgina. Þrátt fyrir orðaskakið út af leigunni á Þór hafði
þingheimur strax árið 1919 samþykkt heimild til ríkisstjórnarinn-
ar um að „kaupa eða láta byggja“ skip í þessu skyni. Við þetta var
hnýtt, svo enginn dráttur yrði á málinu: „Fáist ekki hentugt skip
til kaups, heimilast stjórninni að taka skip á leigu á meðan hún
lætur byggja skip.“11
Forsætisráðherrann, Sigurður Eggerz, klóraði í bakkann á
þinginu 1923. Það er rétt, viðurkenndi hann, að við höfum ekkert
gert með lögin frá 1919, „nema ef leiga Þórs gæti heimfærst undir
þær framkvæmdir“.
Stóri þröskuldurinn eru fjárhagsvandræði ríkissjóðs, útskýrði
forsætisráðherra – jú, jú, þetta heyrðum við á Alþingi í fyrra líka,
sögðu einhverjir þingmenn, sem höfðu þá gagnrýnt ríkisstjórnina
harkalega fyrir athafnaleysið í landhelgismálinu – en nú ætlum
við að gera bragarbót á, hélt ráðherrann áfram. Við eigum von á
kostnaðaráætlun um byggingu nýs skips og það skal ég segja
ykkur „frá mínu brjósti“ að við verðum að eignast þetta skip,
ekki aðeins til landhelgisgæslu heldur líka lögreglueftirlits.12
Það kveikti líka í mönnum að þetta sumar hafði ríkissjóður
leigt Þór, og einn vélbát að auki, til að annast gæslu á síldarver-
tíðinni fyrir norðan – sem hafði orðið sneypuför. Ekki síst varð
blöðunum tíðrætt um tilraun Þórs til að taka enskan togara.
Englendingarnir höfðu raðað sér við borðstokkinn og látið höggin
dynja á Íslendingunum sem urðu frá að hverfa. Þannig höfðu
11 Alþingistíðindi 1919, A, II, bls. 1609.
12 Alþingistíðindi 1923, D, 722-723.
Bretarnir ekki aðeins komist
upp með lagabrot, og að
snuða ríkissjóð um háar upp-
hæðir í sektarfé, heldur
einnig heiðursrán – eins og
sneyptir hundar urðum við
að hörfa, ræddu menn, sumir
sögðu flýja.
Sumarið eftir var sett fall-
byssa um borð í Þór sem
skömmu síðar sigldi norður
til að sinna strandvörnum yfir
síldveiðitímann.
Eiríki rænt
Sumarið 1924 ætluðu stjórn-
völd sannarlega að reka af sér
slyðruorðið; Þór verið vopnaður og að auki leigður 20 tonna vél-
bátur frá Vestmannaeyjum, Enok, sem fór vestur að vakta firðina
fram á haustið. Enn og aftur kom í ljós að vélbátar höfðu lítið í
þessa gæslu að gera, Enok varð þetta sumar ítrekað fyrir ofbeldis-
verkum landhelgisbrjóta en þó tók steininn úr þegar enskir lög-
brjótar stálu stýrimanninum, Eiríki Kristóferssyni, af bátnum. Ei-
ríkur hafði farið um borð í togara, Lord Carsson, við þriðja mann
og tilkynnt skipstjóranum að hann væri í landhelgi. Sá glotti bara
og bauð mútur en þegar þeim var neitað greip hann til hótana og
dólgsláta.
Ég hendi ykkur þá fyrir borð og má mig einu gilda hvort þið
lendið í bátnum, sem þið komuð á, eða sjónum, hótaði sá enski
en Eiríkur neitaði staðfastlega að fara frá borði þrátt fyrir orð
skipstjórans og eindregin tilmæli félaga sinna. „Þeir eru vísir til
þess að drepa þig“, höfðu þeir sagt að lokum þegar þeir kvöddu
Eirík daprir í bragði. „Við sjáumst áreiðanlega aldrei framar“. Svo
sneri Lord Carsson stefni til hafs og tók að lokum land í hafnar-
borginni Hull. Þar snerist allt í höndunum á skipstjóranum.
Útgerðarmaðurinn rak hann hið snarasta en var hinn blíðasti við
Eirík og bauð honum far heim aftur til Íslands. Á morgun sendi
ég togara í Hvítahafið, ég læt hann leggja lykkju á leið sína og
skutla þér til Íslands, sagði Englendingurinn ljúfum rómi, og stóð
við orð sín.
Árið eftir að Eiríki Kristóferssyni var rænt hófst smíði fyrsta
varðskips Íslendinga. Smíðinni miðaði vel áfram og sumarið 1926
kom loks hið langþráða varðskip til landsins undir nafninu
Óðinn. Viku síðar, eða 1. júlí 1926, tók ríkið formlega við rekstri
Þórs sem það hafði þá keypt af Vestmannaeyingum. Hefur sá
dagur verið færður í sögubækur sem stofndagur Landhelgisgæslu
Íslands.
Lord Carsson hafnaði sig að lokum í Hull, með Eirík Krist-
ófersson innanborðs, og tók útgerðarmaður skipsins vel á
móti Eiríki en rak skipstjórann. Þannig stóð á að
Englendingurinn átti annað skip er var á leið í Hvítahafið
daginn eftir og bauð hann Eiríki að fljóta með en skipið
yrði þá í staðinn sent á Íslandsmið. Þetta þáði Eiríkur og
sigldi Bretinn með hann rakleiðis til Reykjavíkur, beið þar
eftir honum í þrjá daga, og skutlaði honum því næst vestur
þar sem Enok var. Ekkert vildi Eiríkur þiggja af reiðaran-
um sem gat þó að lokum troðið upp á hann einum kassa
af Gamla Carlsberg.
„Skipið er hið vistlegasta undir þiljum, klefar vel útbúnir
og rúmgóðir. Borðsalur háseta og kyndara er að fram-
anverðu, á þilfari, en yfirmanna skipsins að aftanverðu,
undir þiljum, og er hann lítill, en mjög vel útbúinn, sama
er að segja um klefa yfirmanna. Þeir eru mjög prýðilega
búnir. Tveir baðklefar eru í skipinu, annar fyrir skipherra,
innar af klefa hans, en hinn fyrir skipshöfn alla.
Tveir farþegaklefar eru á „Óðni“, hvor fyrir tvo farþega,
og eru þeir klefar ágætlega búnir að öllu leyti.
Fallbyssur hefir skipið tvær, með 57 m.m. hlaupvídd, og
eru þær 10 m.m. víðari en byssan á „Þór.“
Morgunblaðið 25. júní 1926
Skipherra á Óðni var Jóhann P. Jónsson, sem áður var með Þór. Mynd: Landhelgisgæsla Íslands