Fréttablaðið - 24.08.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.08.2022, Blaðsíða 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Malín Agla fer í ræktina fimm til sex sinnum í viku, enda segir hún heilsurækt hafa góð áhrif á líkama sinn og sál. Hún hefur tekið þátt í vaxtarræktar- mótum og stefnir á keppni í Iceland Open næsta vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Hún segir hafa komið sér á óvart að engin endastöð sé í heilsurækt. „Maður er alltaf að læra. Með tímanum hef ég lært að eina stóra markmiðið mitt er að verða betri í dag en í gær, og að það er enginn sem veit best. Það kom mér líka einna mest á óvart hvað maður lærir mikið á líkamann sinn í ræktinni, sem og hausinn og hugarfarið. Það koma upp alls konar áskoranir; meiðsli, tafir, og lífið sjálft, en eina lykilatriðið er bara að hætta ekki; að gefast ekki upp.“ Staðfesta best til árangurs Þegar sumri hallar og reglubundin rútína kemst á tilveruna á ný hyggjast margir bretta upp ermar og bæta lífsstílinn. En hvernig er best að koma sér upp úr sófanum? „Mikilvægast er að finna hreyfingu sem veitir manni gleði og ánægju. Ellegar er hætt við að úthaldið endist stutt. Maður á að gera þetta fyrir sjálfan sig og engan annan, og ef maður hefur ekki gaman af heilsuræktinni er hún dæmd til að misheppnast,“ segir Malín Agla. Hennar ráð til að temja sér vilja- styrk er að skapa sér venjur og taka einn dag í einu. „Ef þér þykir erfitt að sparka í rassinn á þér af sjálfsdáðum væri ekki vitlaust að fá einkaþjálfara til að hjálpa til við rútínu sem hentar. Við erum jú það sem við gerum og það er meira að segja nóg að byrja á því að fara út að labba tvisvar í viku, finna sér brekkur eða hæðir, eða fara í fallegan skóg og njóta náttúrunnar í leiðinni.“ Mikilvægasta veganestið þegar kemur að árangri og úthaldi segir Malín Agla vera staðfestu. „Bara ekki hætta. Þú munt mæta hindrunum en þá er mikilvægast að gefast ekki upp. Þú munt ekki alltaf eiga geggjaða æfingu eða komast í ræktina, því stundum leyfir tíminn og lífið það ekki en þá er alltaf morgundagurinn. Að gera betur í dag en í gær.“ Malín Agla segir aldrei of seint að byrja að stunda líkamsrækt. „Ég ráðlegg eldra fólki að byrja hægt og fá hjálp eða faglegt mat frá fagaðila við að búa til æfinga- prógramm sem hentar þeim. Það eru fleiri heldur en færri sem glíma við meiðsli eða eymsli sem hægt er að bæta með réttum styrktar- og lyftingaæfingum. Hvað börn og unglinga varðar mæli ég með fjöl- breyttri og næringarríkri fæðu og að það sé borðað nógu oft yfir dag- inn. Mér finnst algengt að krakkar fái sér ekki morgunmat og borði ekki fyrr en í hádeginu, og oft bara tvisvar til þrisvar á dag, sem er að mínu mati ekki nóg. Mér finnst best að borðað sé sex sinnum á dag, sérstaklega fyrir unga fólkið sem er ýmist líka í íþróttum eða enn að vaxa. Máltíðirnar eru þá morgunmatur, millimál, hádegis- matur, millimál, kvöldmatur og eitthvað örlítið fyrir svefninn.“ En hversu lengi þarf að bíða árangurs þegar kemur að styrk, þoli og breyttu útliti? „Útlitslegur árangur fer að sjást eftir tvo til þrjá mánuði, en aukinn styrkur og þol tekur framförum á einungis einum til tveimur mán- uðum, sé stuðst við rétt æfinga- og næringarprógram, og hvíldin er rétt.“ Lyftingar skila mestu fitutapi Malín Agla er vinsæll einkaþjálfari en hvernig er þjálfarastíllinn? „Ég geri í raun og veru eitthvað af öllu. Mér þykir mjög gaman að kenna fólki að styrkja sig, hvernig það á að beita sér og lyfta lóðum, en enginn er eins og því virka æfingar ekki eins fyrir alla. Ég hef fengið til mín fólk sem hefur lengi lyft sjálft og er jafnvel einka- þjálfara sem hafa þurft hjálp við að breyta og bæta formið í ákveðnum æfingum og þá er alltaf gott að fá utanaðkomandi hjálp,“ svarar Malín Agla. „Mér finnst líka mjög gaman að láta fólk svitna og taka HIIT- æfingar (e. high intensity interval training) þar sem púlsinn er frekar hár allan tímann og mikið upp hopperí og skopperí.“ Að mati Malínar Öglu er ekkert eitt betra en annað þegar kemur að líkamsrækt. „Þegar kemur að styrk og fitutapi finnst mér lyftingar skila mestum árangri. Mér finnst algjör óþarfi að eyða 45 mínútum á hlaupabretti eða hjóli þegar maður getur lyft lóðum og brennt fitu í leiðinni. Ég mæli frekar með interval-æfingum á brettinu, það er að taka hlaupa- og hjólaspretti. Hins vegar er besta líkamsræktin fyrir mig ekki endi- lega sú besta fyrir næsta mann. Ég hvet því fólk eindregið til að prófa alls konar þar til það finnur það sem það hefur mest gaman af.“ Trendið er gellurass og sixpakk Þegar kemur að líkamsþjálfun segir Malín Agla vera í tísku að vera sterkur og sterklega byggður. „Ég tek eftir mikilli aukningu í líkamsræktarstöðinni og mikið af ungu fólki leitar til mín því það vill styrkja sig og verða hraustara. Margir tileinka sér svo vinsælt trend í ræktinni, sem er að fá six- pakk, flotta bís (upphandleggs- vöðva) og gellurass,“ segir Malín Agla glettin. Sjálf æfir hún fimm til sex daga vikunnar, fer reglulega út að ganga og leika með dóttur sinni og reynir að ná að minnst sjö tíma svefni. „Það ættu að vera átta tímar en með tveggja ára barn næst það ekki alltaf. Mér finnst fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu, jafnvel á dögunum sem ég nenni minnst; þá á ég oftast bestu æfingarnar. Ég hlusta líka mikið á tónlist og finnst skemmtilegast að verja tíma með fjölskyldunni,“ segir Malín Agla. Þegar kemur að vigtinni mælir hún ekki með sérstöku mataræði, svo sem ketó eða lágkolvetnafæði, til að ná skjótum árgangri. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá nei. Ég trúi á raunhæft jafnvægi. Ef maður borðar í hófi er ekkert vont fyrir mann. Mér finnst aldrei ganga til lengdar að vera á sérstöku mataræði, fólk fær fljótt leið á því og er þá skjótt dottið í gamla farið því fólki finnst það ekki standa sig eða nennir ekki að borða hrís- grjón, kjúkling og hafra í öll mál, alla daga. Sjálf nota ég 80/20-regl- una; borða sömu máltíðirnar 80 prósent af tímanum en er svo líka mennsk og fer út að borða eða í bíó og fær mér nammipoka eða ís,“ segir Malín Agla og nefnir sinn uppáhaldshollusturétt en líka helstu freistingar þegar kemur að óhollustu. „Eftirlætið mitt í hollustunni er líklega hvít hrísgrjón og kjúkl- ingur með vel af kjúklingakryddi. Það gæti ég án efa borðað allan daginn, alla daga. Ef ég ætti að velja skyndibitahollusturétt verð ég að segja hunangskjúklingurinn á Saffran; hann klikkar aldrei. Á móti er minn helsti veikleiki klár- lega bakarísmatur og pasta. Ef það væri ásættanlegt gæti ég étið einn kleinuhring á dag það sem eftir væri ævinnar. Svo elda ég pasta að minnsta kosti einu sinni í viku.“ Útlitið er bara bónus Á heimilinu er um lítið annað talað en líkamsrækt, en Malín Agla segir enga samkeppni ríkja á milli hennar og Svavars, þótt þau starfi í sitthvorri líkamsræktarstöðinni. „Við lifum fyrir þetta og þykir líkamsrækt ótrúlega skemmtileg. Svavar er búinn að vera töluvert lengur en ég í bransanum og oftar en ekki leita ég ráða eða álits hjá honum. Hér ríkir svo engin sam- keppni, það er ástæðan fyrir því að ég fór að vinna í World Class en ekki í Hreyfingu, þar sem hann er. Markhópur okkar er ólíkur og ef eitthvað þá þykir okkur mjög gaman að hjálpa hvort öðru með æfingar og æfingastíla.“ Bæði hafa þau tekið þátt í vaxtarræktarkeppnum og á prjón- unum er að taka þátt aftur. „Já, ég stefni á að keppa á Iceland Open næsta vor og svo langar mig mögulega að kíkja út fyrir land- steinana og spreyta mig uppi á sviði einhvers staðar í útlöndum.“ Fram undan er haustið og svo jól og áramót með tilheyrandi veislu- haldi og sparifötum. Er til skotheld leið til að komast í f lott form fyrir hátíðirnar á komandi haustmán- uðum? „Já, svo sannarlega, með stað- festu að vopni. Byrja á hreyfingu sem þér finnst gaman að, hvort sem það er að lyfta lóðum, mæta í hóptíma, fara í jóga, út að ganga, hjóla eða synda, og halda því við. Að setja sér skammtíma- og lang- tímamarkmið og halda sjálfum sér ábyrgum. En svo má ekki hugsa sem svo að formið um jól eða ára- mót sé endastöð og detta í gamla farið strax á nýárinu.“ Með réttri hreyfingu og mataræði sé raunhæft að stefna á að missa hálft kíló á viku. „Kvöldnart er vandamál hjá mörgum. Þá er gott að eiga til ávexti, grænmeti með hummus eða jógúrtdýfu, skyr eða gríska jógúrt með jarðarberjum og súkkulaði, frosin vínber, prótínís og þess vegna nammi, svo lengi sem það er í hófi. Gott jafnvægi er lykillinn að árangri,“ segir Malín Agla. Sjálf er hún íturvaxin, sem ef laust hefur kostað mikla vinnu og sjálfsaga, en geta allir fengið líkama eins og hennar? „Já. Ég trúi því að maður geti allt sem maður ætlar sér. Nú hef ég æft og lyft í næstum sex ár en það var í raun og veru ekki fyrr en ég ákvað að keppa í fitness fyrir hálfu öðru ári að ég byrjaði að lyfta af alvöru eftir prógrammi. Það var þá sem ég byrjaði að sjá mesta árangurinn. Annars æfi ég ekki fyrir útlitið; mér finnst bara ótrúlega gaman að vera sterk. Útlitið er bara bónus. Ef maður leggur inn vinnuna mun útlitið fylgja með.“ n Þegar kemur að styrk og fitutapi finnst mér lyftingar skila mestum árangri. Mér finnst algjör óþarfi að eyða 45 mínútum á hlaupabretti eða hjóli þegar maður getur lyft lóðum og brennt fitu í leiðinni. Ég æfi ekki fyrir útlitið; mér finnst bara ótrú- lega gaman að vera sterk. Útlitið er bara bónus. 2 kynningarblað A L LT 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.