Fréttablaðið - 24.08.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.08.2022, Blaðsíða 14
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Alþjóða- samvinna er eitur í beinum einræðis- herra. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Tækifærin sem felast í stafrænni þróun eru allt umlykjandi. Þau hafa á skömmum tíma gjörbreytt störfum okkar og bjóða upp á mikla möguleika fyrir fólk hvar sem það er statt í landinu eða heiminum. Í samskiptum, viðskiptum og störfum okkar erum við aðeins „einum músasmelli frá hvert öðru“. Sveitarfélög gegna mikilvægu hlutverki í þróun staf- rænnar vegferðar í þjónustu og samskiptum við íbúa og fyrirtæki. Krafa fólks í dag er að geta afgreitt sig sem mest sjálft en stafræn þróun mætir þeim kröfum og bætir þjónustuna. Þótt fátt komi í stað beinna staðbundinna samskipta þá er svo ótal margt sem hægt er að leysa og afgreiða með skjótum og einföldum hætti á netinu. Þannig verður þjónustan skilvirkari, skjótari og hagkvæmari. Mörg sveitarfélög eru komin vel á leið í stafrænni veg- ferð en ný tækifæri verða stöðugt til. Sveitarfélögin í landinu eiga gott samstarf í stafrænni þróun sem á að efla enn frekar. Það þarf ekki hver og einn að „finna upp hjólið“ í þessum efnum. Þannig lærum við hvert af öðru. Við eigum að stíga saman skrefin inn í framtíðina og deila þannig kostnaði við innleiðinguna. Stafrænar lausnir eru mikilvægt byggðasjónarmið en einnig eru þær samgöngu- og umhverfismál. Skilvirk stafræn þjónusta sparar okkur sporin og hún dregur úr umferðarálagi sem er umhverfisvænt. Að hafa greiðan aðgang að sérhæfðri ráðgjöf og aðstoð í gegnum fjar- fundarbúnað, til dæmis fyrir barn í skólakerfinu eða aldraða í félagsþjónustunni, getur skipt sköpum. Þá eru „störf án staðsetningar“ orðin raunverulegur möguleiki jafnt hjá hinu opinbera sem og í atvinnulíf- inu. Það er fátt sem kallar á lengur að stofnanir ríkisins séu staðsettar í miðborg Reykjavíkur eða að starfs- menn þurfi alltaf að mæta alla morgna á sama tíma á vinnustað sinn. Kannski er markviss stefna í þessum efnum stærsta samgöngumálið á höfuðborgarsvæðinu? Markmið okkar á stafrænni vegferð hlýtur að vera að auka samkeppnishæfni ólíkra svæða í landinu og landsins við aðrar þjóðir. Þannig stuðlum við að verð- mætasköpun og hagsæld á Íslandi til framtíðar. Það eru spennandi tímar framundan. ■ Spennandi framtíð Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði ser@frettabladid.is Sveiflurnar Ófyrirsjáanleikinn í íslenska efnahagsumhverfinu hefur alltaf verið mikill, en þar hafa meira og minna allar tölur sveiflast á milli allsherjarkreppu og ofþenslu, efnahagshruns og uppsveiflunnar sem ætlar engan endi að taka þangað til að bólan springur. Þetta þekkja landsmenn – og eru eiginlega svolítið stoltir af þessari rússibanareið í einu minnsta hagkerfi heims. Þennan ófyrirsjáanleika upplifir núna nýjasta meginstoðin í íslenskum atvinnuvegi, altso ferðaþjónustan, en hún er að verða háð eldgosum, svo rækilega sem þau lyfta henni á kreik og maka krókinn fyrir einstaka fyrirtæki. Afbókanir Íslenska ferðaþjónustan var búin að selja nýjasta eldgosið á Reykjanesskaga langt fram eftir hausti, gott ef ekki vel inn í veturinn. En gosið var ekki haft með í ráðum. Og tók það bara upp hjá sjálfu sér að láta staðar numið. Svo nú er byrjað að bera á afbókunum í greininni, eðlilega, enda söluvaran sofnuð og allsendis óvíst hvort hún vaknar aftur. Sem hún gerir þó sennilega á nýjaleik. Og næstum örugglega. En þá ætti ferðaþjónustan að læra af reynslunni – og semja fyrirfram um alvöru lengd á gosinu. ■ ARCTIC HEALTH AHI.IS KALK HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT VÖÐVAR TENNUR BEIN Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR Skilvirk stafræn þjónusta sparar okkur sporin og hún dregur úr umferðará- lagi sem er umhverfis- vænt. Í dag blaktir blár og gulur fáni við hún um alla Evrópu og víðar, í tilefni þjóðhátíðar- dags Úkraínu. Sjálf er þjóðin tvístruð um alla Evrópu, hrakin af heimilum sínum, frá námi, vinnu og daglegu lífi, undan árás sem ekkert okkar botnar upp né niður í. Úkraínska þjóðin er með allra harðgerðustu þjóðum álfunnar. Hún hefur þolað hungurs- neyð, kúgun og árásarstríð en bognar ekki. Baráttuþrek hennar hefur komið heimsbyggð- inni verulega á óvart. Að öðru leyti er úkraínska þjóðin ekkert frábrugðin öðrum Evrópuþjóð- um, hún samanstendur af fólki með fjölbreyttan bakgrunn og ólíkar skoðanir. Um eitt var hún þó sammála, því yfir 90 prósent hennar stað- festu með atkvæði sínu yfirlýsingu um sjálfstæði Úkraínu frá Sovétríkjunum árið 1991. Þennan einbeitta vilja sætta Rússar sig ekki við, ekki fremur en yfirlýstan vilja Úkraínu til þátttöku í alþjóðasamstarfi sem byggir á rótgrónum lýð- ræðishefðum og virðingu fyrir mannréttindum. Á undanförnum árum hafa miklar áskoranir blasað við þeirri farsælu Evrópusamvinnu sem tryggt hefur frið í álfunni í áratugi. Popúl- istar hafa náð fótfestu víða og hafa í nokkrum löndum gert mikinn skaða. Bretar ráku fleyg í langvarandi og farsælt Evrópusamstarf, vinum sínum og nágrönnum til furðu og vonbrigða. Í nokkrum Evrópuríkjum hafa réttarríkið og vernd mannréttinda vikið fyrir popúlískum stjórnarháttum og einræðistilburðum. En alþjóðasamvinna er eitur í beinum ein- ræðisherra og íbúar Evrópu finna það sterkar nú en áður. Þannig hefur innrás Rússlands í Úkra- ínu aukið skilning á nauðsyn þess að standa vörð um hornsteina frelsis og friðar í álfunni. Við viljum tryggja rétt fólks til að búa í friði í landi sínu og njóta þar friðhelgi og frelsis, og við finnum endurnýjaða þörf til að standa vörð um réttarríkið, leikreglur lýðræðis og tjáningar- frelsi. Þetta sýna kannanir meðal almennra borgara víða um álfuna og áhugi fullvalda ríkja á þátttöku í mikilvægum alþjóðasamtökum. Ólíkt því sem popúlistarnir halda fram, styrkir öflug alþjóðasamvinna sjálfstæði allra þátttökuríkja á meðan einangrunarhyggja brýt- ur undirstöður þess niður. Þetta veit úkraínska þjóðin og þótt hún finni fátt að gleðjast yfir í þeim hörmungum sem nágrannar hennar leggja nú á hana af óskiljanlegri grimmd, hyllum við sem erum vinir hennar úkraínsku þjóðina og fögnum sjálfstæði hennar í dag. Við deilum með henni heimilum okkar, bakgarði, breiðstrætum, torgum og öllum fánastöngum sem við eigum. Við fögnum styrk hennar, langlundargeði og þrautseigju. Hún lengi lifi. Slava Ukraini! ■ Slava Ukraini SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.