Fréttablaðið - 24.08.2022, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.08.2022, Blaðsíða 25
TÓNLIST Sálumessa eftir Jakob Buchanan. Flytjendur: Ragnheiður Gröndal, Club for Five, Ensemble Edge, Cantoque Ensemble, Hilmar Jensson, Anders Jormin, Magnús Trygvason Eliassen og Jakob Buchanan. Stjórnandi: Geir Lysne Hallgrímskirkja, Jazzhátíð Reykjavíkur föstudagur 19. ágúst Jónas Sen Sagt hefur verið að í fínu lagi sé að koma of seint á tónleika í Hall- grímskirkju. Maður heyri samt fyrstu tónana. Með þessu er verið að vísa í bergmálið í kirkjunni, sem er allt of mikið fyrir ákveðnar tegundir tónlistarflutnings. Stórar hljómsveitir hljóma ekki vel þar og enn er mér í fersku minni þegar níunda sinfónía Beethovens mis- heppnaðist gersamlega. Hljóm- burðurinn skrumskældi tónlistina svo að hún varð að illskiljanlegum óskapnaði. Requiem, eða sálumessa eftir Jakob Buchanan, sem f lutt var á Jazzhátíð Reykjavíkur á föstudags- kvöldið, var því miður þessu marki brennd. Hljómburðurinn bjagaði verkið svo mjög að í rauninni var erfitt að átta sig á gæðum tónlist- arinnar. Bland í poka Verkið var einhvers konar bland í poka, þar brá fyrir Gregorsöng, klassík, djassi og jafnvel poppi. Djassinn átti þó yfirhöndina; Stór- sveit Reykjavíkur spilaði með kór og einsöngvara og inn á milli voru svokölluð sóló eins og títt er um djassinn. Kórtextinn var á latínu, hefð- bundin sálumessa rómversk-kaþ- ólsku kirkjunnar, sem kórinn söng yfirleitt af öryggi. Inn á milli voru svo persónulegri hugleiðingar á ensku um merkingu hvers kaf la. Ragnheiður Gröndal söng hug- leiðingarnar og gerði það í sjálfu sér ágætlega. Rödd hennar var þýð og mjúk, tilfinningin í túlkuninni sannfærandi. Útkoman í heild var dálítið annarsheimsleg eins og hún átti væntanlega að vera. En það var ekki nóg. Alltof mikil endurómun gerði að verkum að maður gat lítið notið söngsins. Misgóð sóló Sólóin komu misjafnlega út. Lúðra- blástur Jakobs Buchanan var ómþýður en ekki alltaf hreinn. Kontrabassi Anders Jormin var hins vegar hnitmiðaður og flottur; sömu sögu er að segja um gítarleik Hilm- ars Jenssonar. En trommuleikur Magnúsar Trygvasonar Eliassen var allt að því fáránlegur, sem var vissu- lega ekki honum að kenna. Nei, það var bergmálið sem lét tónana renna saman í drafandi drullupoll, miður kræsilegan. Stórsveitin spilaði prýðilega, en aftur var það alltof mikið bergmál sem olli því að leikurinn varð að lítt sjarmerandi gný. Samspil kórsins og hljómsveitarinnar var líka mjög gruggugt. Fábrotin umgjörð best Eins og áður sagði er erfitt að meta almennilega gæði tónlistarinnar. Hún fékk verðlaun þegar hún kom út á sínum tíma, svo eitthvað hlýt- ur hún að hafa til brunns að bera. Hér kom verkið hins vegar best út þegar umgjörðin var fábrotin, bara söngur Ragnheiðar við undir- spil eins eða tveggja hljóðfæra. Þar voru melódíurnar svo sannarlega fallegar og stemningin draum- kennd og ljúf. Því miður voru slíkir kaflar of fáir. Gaman hefði verið að heyra tón- listina eins og hún var upphaflega hugsuð. Greinilega voru það mistök að f lytja hana í Hallgrímskirkju; afhverju varð Harpa ekki fyrir val- inu? n NIÐURSTAÐA: Tónlistin kom afar illa út í alltof ríkulegum hljóm- burði Hallgrímskirkju. Tónleikar...leikar...leikar...leikar Verkið Requiem eftir danska tónskáldið Jakob Buchanan var flutt í Hall- grímskirkju af einvalaliði tónlistarmanna. MYND/JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Magnús Geir Þórðarson Þjóð- leikhússtjóri fer yfir komandi leikár hjá Þjóðleikhúsinu og þær áskoranir sem leikhúsið hefur tekist á við í gegnum heimsfaraldurinn. tsh@frettabladid.is Magnús Geir Þórðarson Þjóðleik- hússtjóri er landsmönnum vel kunnur, en hann hefur stýrt svo gott sem öllum íslenskum atvinnuleik- húsum á ferli sínum og starfaði sem útvarpsstjóri RÚV um nokkurra ára skeið. Magnús segir komandi leikár hjá Þjóðleikhúsinu vera ótrúlega fjölbreytt og samanstanda af góðri blöndu stórsýninga, nýrra íslenskra verka, formtilrauna og barnasýn- inga. „Við erum með tvær stórsýningar sem við frumsýnum á árinu, annars vegar verðlaunasöngleikinn Sem á himni, sem er búinn að vera lengi í undirbúningi hjá okkur. Hér er um frumf lutning að ræða á þessum dásamlega söngleik í metnaðarfullri uppsetningu.“ Sem á himni er byggt á sam- nefndri sænskri bíómynd eftir Carin og Kay Pollak sem vann til Óskarsverðlauna 2004. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir einvalaliði leikara og söngvara, en með aðal- hlutverk fara Elmar Gilbertsson, Salka Sól, Valgerður Guðnadóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hinrik Ólafsson og Katrín Halldóra Sig- urðardóttir. Jón Ólafsson er tón- listarstjóri og Lee Proud er dans- höfundur. „Við höfum þá trú og tilfinningu að þetta verk sé akkúrat það sem þjóðin vilji og þurfi núna í kjölfar Covid. Þetta verður sannkölluð veisla,“ segir Magnús Geir. Ekki dæmigerð barnasýning Hitt stóra verkið sem um ræðir er stórsýning fyrir börn og fjölskyldur sem byggð er á Draumaþjófinum eftir Gunnar Helgason, einni vin- sælustu barnabók síðari ára. „Þarna erum við að vinna nýja leikgerð, semja tónlist og skapa sannkallaða leikhúsveislu úr þess- ari sögu sem á alveg ótrúlega mikið erindi í dag,“ segir Magnús Geir. Leikstjóri verksins er Stefán Jóns- son, leikgerðin er unnin af Björk Jakobsdóttur, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson fer með tónlistarstjórn og Lee Proud er danshöfundur. Á meðal þeirra sem fara með hlutverk eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Almar Blær Sigurjónsson, Guðrún S. Gísla- dóttir og Örn Árnason. „Við erum óskaplega spennt fyrir þessu verkefni enda er hér um mikla frumsköpun að ræða en það gerist ekki á hverjum degi að sköpuð sé ný barna- og fjölskyldusýning af þessum metnaði hér á landi. Það er einvala hópur listrænna stjórnenda sem stýrir verkefninu og við trúum því að þessi sýning geti heillað börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra,“ segir Magnús Geir. Síðustu tvö ár krefjandi Magnús Geir tók við starfi Þjóðleik- hússtjóra í byrjun árs 2020, aðeins nokkrum mánuðum áður en Covid skall á. Spurður um hvort leikhúsið sé búið að jafna sig eftir síðustu tvö hamfaraár segir hann: „Eins og gefur að skilja, þá grun- aði mig ekki hvað fram undan væri þegar ég tók við starfi Þjóðleikhús- stjóra í upphafi árs 2020. Það sem við tók árin tvö þar á eftir voru sannarlega krefjandi aðstæður og ekki óskastaða fyrir okkar leikhús frekar en önnur. Hins vegar þá er ég óskaplega stoltur af því hvernig starfsfólk Þjóðleikhússins tókst á við þessar erfiðu aðstæður og þær metnaðarfullu sýningar sem okkur tókst að skapa á þessum tíma. Við opnuðum leikhúsið í öllum glufum sem gáfust á milli samkomubanna, leituðum nýrra leiða til að hreyfa við áhorfendum og fórum með leikhúsið til landsmanna þegar þeir máttu ekki koma til okkar.“ Magnús Geir segir sannkallaðar perlur hafa orðið til í leikhúsinu á síðustu tveimur árum og nefnir meðal annars sýningar á borð við Vertu úlfur með Birni Thors í leik- stjórn Unnar Aspar, framúrstefnu- lega uppfærslu Þorleifs Arnar Arnarssonar á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare og stórsýn- inguna Framúrskarandi vinkona, byggða á verkum Elenu Ferrante í leikstjórn suðurafríska verðlauna- leikstjórans Yaël Farber. „Eftir þessi tvö ár standa minn- ingar leikhúsgesta um magnaðar sýningar en jafnframt endurnýj- uðum við allt framhús leikhússins og veitingaaðstöðu fyrir gesti okkar, Kjallarinn gekk í endurnýjun lífdaga og okkur gafst tími til að skerpa á listrænni stefnu hússins og sækja fram í erlendu samstarfi. Þann- ig stendur Þjóðleikhúsið sterkt, þó þetta hafi að sjálfsögðu reynt á starfsfólk og fjárhag. Við erum hins vegar óskaplega þakklát fyrir að hleypa nýju leikári af stokkunum án Covid-takmarkana,“ segir hann. Hvalreki fyrir íslenskt leikhúslíf Eitt af stærstu komandi verkefnum Þjóðleikhússins er heimsfrumsýn- ing á þríleik eftir hið heimsþekkta þýska leikskáld Marius von Mayen- burg. Um stórt og metnaðarfullt verkefni er að ræða sem teygir sig yfir árið 2023 með jólafrumsýningu á Ellen Babić, Ex sem verður frum- sýnt um vorið og Alveg sama, sem verður frumsýnt um haustið. „Það er margt óvenjulegt og nýstárlegt í þessu verkefni. Hér er eitt öf lugasta leikskáld samtím- ans, Marius von Mayenburg, sem hefur verið sýndur um allan heim og þýddur á yfir þrjátíu tungu- mál. Hann skrifar þríleik, þrjú ný geggjuð leikrit, f lugbeitt, fyndin og áhugaverð, sem taka á mjög brýnum málum sem hafa verið ofarlega í umræðunni að undanförnu,“ segir Magnús Geir. Alþjóðlegt listrænt teymi tekur þátt í uppsetningunni en ástralski leikstjórinn Benedict Andrews mun leikstýra fyrri tveimur verkunum á meðan Marius von Mayenburg mun sjálfur leikstýra því þriðja. Þá mun þýski leikmyndahönnuðurinn Nina Wetzel sjá um leikmyndahönnun. „Þetta er þvílíkur hvalreki fyrir okkar leikhús og íslenska áhorfend- ur. Á sama tíma er þetta nýtt form, þríleikur – hvert verk er algerlega sjálfstætt og alls ekki framhald af því sem á undan kom en þau kallast á á skemmtilegan hátt. Okkur finnst gaman að leita nýrra leiða með form og innihald,“ segir Magnús Geir. Nánar á frettabladid.is Leikhúsið stendur sterkt Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir leikhúsið standa styrkum fótum þrátt fyrir krefjandi Covid ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK tsh@frettabladid.is Í gær var tilkynnt að úkraínski rit- höfundurinn Andrej Kúrkov er handhafi Alþjóðlegra bókmennta- verðlauna Halldórs Laxness 2022. Kúrkov kemur til Íslands 7. septem- ber næstkomandi til að taka við verðlaununum, sem nema 15.000 evrum, frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. A ndrej Kúrkov sló í geg n me ð b ók i n n i D au ði n n o g mörgæsin, sem gerði hann að þ e k k t a s t a s a mt í m a hö f u nd i Úkraínumanna. Í henni fjallar hann á bráðskemmtilegan og tregafullan hát t u m f ja r st æ ðu ken nd a n ve r u l e i k a hve r s d a g s f ól k s í löndum Austur-Evrópu eftir fall járntjaldsins. Dauðinn og mörgæsin kom út í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur hjá Bjarti árið 2005 og var endurútgefin 2022. Kúrkov er afkastamikill höfundur og hafa bækur hans komið út á 42 tungumálum. Hann skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og margar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir handritum hans. Að Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness standa Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og For- lagið.n Kúrkov hlýtur verðlaun Halldórs Laxness 2022 Eins og gefur að skilja, þá grunaði mig ekki hvað fram undan væri þegar ég tók við starfi Þjóðleikhússtjóra í upphafi árs 2020. MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2022 Menning 21FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.