Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 30
Mörg okkar gera markvissar æfingar til að efla líkamlegt út- hald og vöðvastyrk en spurning hversu mörg okkar gera æfingar til að auka andlegan styrk og verða sterkari í daglegu lífi? Hvað er þrautseigja/seigla? Þessi hugtök eru sannarlega ekki ný af nálinni enda voru þau og merking þeirra til umræðu hjá forn- grískum heimspekingum á borð við Aristóteles og Plató. Hugtökin er ná- skyld og segja sumir að seigla sé hluti af þrautseigju en hér verða þau lögð að jöfnu. Þrautseigja/seigla er notað um þá færni sem við beitum þegar við mætum mótlæti í lífinu og það að gefast ekki upp þó að á móti blási. Hún einkennist af staðfestu, andlegum styrk og og úthaldi til að takast á við áskoranir og krefjandi breytingar í lífi okkar. Þeir sem hafa náð að tileinka sér þrautseigju/seiglu eiga það flestir sameiginlegt að hafa trú á eigin getu, vera sjálfsöruggir, sjálfstæðir, ábyrgðarfullir og líta jákvæðum augum á lífið. Vellíðan og farsæld Þrautseigja/seigla kemur ekki í veg fyrir erfið tímabil eða áföll í lífi okkar en þessir eiginleikar gera það af verkum að við eigum auðveldara með að takast á við áskoranir og halda áfram farsælu lífi þrátt fyrir krefjandi tíma- bil. Þótt við búum yfir þessum eiginleikum kemur það ekki í stað þess að leita aðstoðar sérfræðinga ef á þarf að halda á erfiðum tímum, slíkt getur verið mikilvæg leið til vaxtar og þroska. Þrautseigja/seigla er talin samstanda af félagslegri hæfni, samskiptahæfni, lífsleikni, sjálfsstjórn og því umhverfi og aðstæðum sem við búum við. Það sem styður við þrautseigjuna/ seigluna, og þar með vellíðan okkar og farsæld í lífinu, er að ástunda heil- brigðan lífsstíl sem einkennist af góðum venjum s.s. að vinna með eigin tilfinn- ingar, hvílast og nærast vel, hreyfa sig reglulega, stunda útivist og eiga í góðum félagslegum samskiptum. Leggjum rækt við andlegan styrk, lærum um leiðir hugans og látum það endurspeglast í viðhorfum okkar og hegðun. Bjartsýni og þrautseigja/seigla eru eitt af því mikilvægasta sem við lærum því þannig tekst okkur betur að takast á við hindranir og njóta lífsins. Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsu- fræðingur og verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ Býrð þú yfir þrautseigju og seiglu? H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Í nóvember 2020 bauð félagsmála- ráðuneytið fjölskyldusviði Mos- fellsbæjar, ásamt sex öðrum sveit- arfélögum í landinu, að vera með í tilraunaverkefni um framkvæmd félagslegrar ráðgjafar sem sérstak- lega snýr að skilnaðarráðgjöf. Markmið samkomulagsins um verkefnið er að innleiða og þróa nýtt vinnulag í samstarfi við félagsmála- ráðuneytið. Verkefnið snýr að eflingu félagslegrar ráðgjafar með áherslu á skiln- aðar-, forsjár- og umgengnismál. Félagsmálaráðuneytið tryggir innleiðingu verkefnisins hvað varðar kostnað vegna samninga, annars vegar við danska fyrir- tækið Samarbejde Efter Skilsmisse (SES) og hins vegar við íslenska sérfræðinga sem hafa umsjón með innleiðingu verkefnisins á Íslandi, þ.m.t. þýðingu efnis, fræðslu og handleiðslu til starfsmanna. Gildistími verkefnisins er 1. janúar til 30. júní 2021. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar fékk kynningu á verkefninu 17. nóvember 2020. Verkefnið var síðan staðfest á fundi bæjar- stjórnar 25. nóvember 2020. Félagsráðgjafar fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar hafa nú feng- ið þjálfun og kennslu frá sérfræðingum SES í þeim gagnreyndu aðferðum sem notaðar eru í verkefninu og geta þannig stutt við þá foreldra sem taka þátt í SES. Rannsóknir hafa sýnt að þeir foreldrar sem taka þátt í SES skilnaðarráðgjöf líður betur bæði andlega og líkamlega, en þátt- taka foreldra hefur einnig áhrif á bætta líðan barna þeirra. Ráðgjöfin er miðuð við foreldra barna 0-18 ára. Ráðgjöfin miðar að því að koma í veg fyrir og/eða draga úr ágreiningi milli foreldra sem standa í skilnaðarferli og á þann hátt að vernda börn þeirra í ferlinu. Í gegnum verkefnið öðlast foreldrar færni og verkfæri til að takast á við óvæntar uppákomur sem tengjast skilnaðinum sem og skilning á viðbrögðum barna sinna við honum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda hagsmuni barnsins í ferlinu og bæta andlega og líkamlega líðan foreldra og barns. Úrræði verkefnisins sem í boði eru: 1. Rafrænt námskeið. Námskeiðið samanstendur af þremur áföngum: Áhrif skilnaðar á foreldra, við- brögð barna við skilnaði og samvinna for- eldra við skilnað. 2. Sérhæfð ráðgjöf hjá SES ráðgjöfum Mosfellsbæjar. 3. Hópnámskeið. Námskeið fyrir for- eldra er fyrirhugað á árinu (2021) þar sem ítarlega verður fjallað um áhrif skilnaðar á fjölskyldu. Mikilvægt er að hafa í huga að ráðgjöfin þarf ekki að fara fram jafnhliða í skilnað- arferli og er einstaklingsmiðuð. Þannig er hún líka fyrir foreldra þótt lagt sé um liðið frá skilnaði. Ekki er þörf á að báðir foreldr- ar taki þátt í SES verkefninu, þó svo það sé æskilegt, heldur getur annað foreldrið hæglega nýtt sér úrræðin sem í boði eru. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á samvinnaeftirskilnad.is, og á heimasíðu Mosfellsbæjar, þar sem einnig er hægt að sækja um í ráðgjöfina í gegnum mínar síður. Þá hefur samstarfsaðilum fjöl- skyldusviðs verið kynnt úrræðið. Fyrir hönd SES hjá Mosfellsbæ, Guðrún Marinósdóttir, Stjórnandi barnaverndar Samvinna eftir skilnað barnanna vegna - Íþróttir og aðsendar greinar30 Lágafellslaug FINAL 4 í blaki verður spilað í Digranesi um helgina og eru bæði karla- og kvennalið Aftureldingar komin þangað. Stelpurnar slógu út Fylki í síðustu viku með 3-0 sigri og strákarnir gerðu það sama á laugardaginn þegar þeir slógu út ríkjandi bikarmeistara KA, einnig 3-0. Í undanúr- slitaleikjum drógust bæði Aftureldingarlið- in á móti því félagi sem einnig er með bæði liðin sín í Digranesi eða HK. Kvennaleikurinn fer fram á föstudaginn kl. 20:00 og karlaleikurinn verður á laug- ardaginn kl. 16:00. Úrslitaleikirnir verða spilaðir á sunnudaginn. Kvennaleikurinn kl. 13:00 og karlaleikurinn kl. 15:30 og verða þeir báðir sýndir beint á RÚV og ætlar Afturelding að sjálfsögðu þangað með bæði liðin sín. Undanúrslitaleikirnir verða sýndir á YouTube-rás Blaksambands Íslands svo allir geta horft á leikina um allt land og má búast við miklu áhorfi því færri komast að en vilja í Digranesið. Vegna sóttvarnareglna er mikil fjölda- takmörkun hvað áhorfendur varðar og fær hvert lið einungis 60 miða til að selja á hvern leik, því eingöngu eru leyfðir 160 manns á leikjunum í heildina. Úrslitahelgin í Kjörísbikarnum í blaki • Afturelding á tvö lið sem leika um helgina • Rimma gegn HK á konum og körlum Karla- og kvennalið Aftureldingar FINAL 4 Það er stór helgi fram undan hjá blakdeild aftureldingar ...fylgst ed okkur á facebook www.facebook.com/mosfellingur

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.