Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 32
 - Aðsendar greinar32 Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að ráðast í viðamiklar endurbætur innanhúss á félags- heimilinu Hlégarði. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið á næstu fjórum árum, nú þegar hefur fyrsti áfanginn verið boðinn út og er hann fólginn í gagngerum breytingum og endur- bótum á jarðhæð hússins. Í síðari áföngum verksins verður opnuð leið upp á efri hæð Hlégarðs svo hægt verði að nýta það rými betur. Áður hefur húsið verið endurbætt að utan, skipt um klæðningu og glugga og þakið endurgert. Merkileg saga Félagsheimilið Hlégarður á sér merka sögu, það var vígt 17. mars 1951 og fagnar því 70 ára vígsluafmæli í þessum mánuði. Arkitekt hússins var Gísli Halldórsson (1914-2012) sem teiknaði meðal annars Laugardalshöll og fleiri stórbyggingar í Reykjavík. Þegar Hlégarður var reistur bjuggu ein- ungis rúmlega 500 manns í Mosfellshreppi, byggingin var stórátak fyrir sveitarfélagið en Ungmennafélagið Afturelding og Kven- félag Lágafellssóknar lögðu einnig hönd á plóginn og áttu reyndar eignarhlut í hús- inu næstu áratugina. Salurinn rúmaði 230 manns og var haft á orði að félagsheimilið nýja væri það glæsilegasta í sveit á Íslandi. Öllum Mosfellingum var boðið til vígslunn- ar, þar flutti Halldór Laxness hátíðarræðu þar sem hann kvaðst óska þess að hér mætti „ ... blómgast siðmentað skemtana- og listalíf í ýmsum myndum og hér verði mörgum góðum ráðum ráðið um hvaðeina sem vera má til velgeingni mentunar og eindrægni innan héraðs í samræmi við félagslegar hugsjónir nútímans.“ Hlégarður varð strax kjölfestan í félagslífi Mosfellinga, húsið hefur tekið all- miklum breytingum í tímans rás, það hefur verið stækkað og innra rýmið tekið nokkrum stakkaskipt- um. Á heilum mannsaldri hefur Hlégarður gegnt afar fjölþættu hlutverki, þar hafa til dæmis verið leiksýningar og leikfimikennsla, tónleikar og tombólur, alls konar fundir, basarar, bíósýningar og böll. Nútímalegt hús á gömlum grunni Markmið endurbótanna í Hlé- garði er að tryggja aukið nota- gildi hússins og það verði ein af miðstöðvum menningarlífsins í Mosfellsbæ. Er þetta í samræmi við mál- efnasamning meirihlutaflokkanna í bæj- arstjórn Mosfellsbæjar um að unnið verði „ ... að stefnumótun fyrir Hlégarð og að eitt höfuðmarkmið þeirrar vinnu verði að nýta húsið betur í þágu bæjarbúa.“ Menningar- og nýsköpunarnefnd Mos- fellsbæjar fer með málefni Hlégarðs í um- boði bæjarstjórnar og samþykkti nefndin fyrir nokkrum árum að fá arkitektastofu til að gera tillögur að breytingum á innra rými hússins. Arkitektastofan Yrki tók það verkefni að sér og hugaði sérstaklega að heildaryfirbragði og sögu hússins og að byggingin héldi sem mest sínu upphaflega svipmóti. Um leið yrði kappkostað að húsið svaraði nútímakröfum og notagildi þess verði í senn mikið og fjölbreytt. Það er von okkar og vissa að þær fram- kvæmdir sem nú eru að hefjast í Hlégarði muni efla allt félags- og menningarlíf í Mosfellsbæ í lengd og bráð. Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri. Hús okkar Mosfellinga HlégarðurVeturinn í vetur hefur verið afskap- lega blíður hér í bænum og lítið tilefni til að kvarta undan veðri. Því kitlar hækkandi sól og lengri dagsbirta eflaust marga til að huga að vorverkum, hvort sem er í görðum, hesthúsum, bílskúrum eða geymslum. Vorinu fylgir oft innileg löngun til endurnýjunar, til þess að taka til og gera hreint. Tiltektin og endurnýjunin skila okkur vellíðan og snyrtilegu nærumhverfi en leiða jafnan af sér einhvers konar úrgang, eitthvert „drasl“ sem við þurfum að losa okkur við. Þá er gott að staldra dálítið við og velta fyrir sér hvernig best er bera sig að. Sumt sem við sjálf höfum ekki lengur not fyrir getur komið sér vel fyrir aðra. Nýtum okkur t.d. hverfissíður á Facebook og auglýsum hlutina gefins, spörum okkur sporin og stuðlum um leið að betri nýtingu auðlinda. Endurnotkun er besta tegund endurvinnslu. Ef við erum með garð er tilvalið að koma sér upp moltugerð sem getur tekið við laufum, grasi og öðrum minni garðúrgangi, ásamt flestum lífrænum eldhúsúrgangi. Þannig drögum við úr akstri, viðhöldum hringrás næringarefna á staðnum og fáum fínan áburð án búðarferða. Auðvitað verður þó alltaf eitthvað sem við þurfum að losa okkur við og fara með í SORPU. En þá er gott að kíkja á vef fyrirtæk- isins, sorpa.is, og skoða vel hvaða flokkar eru í boði á okkar ágætu endurvinnslustöð hér að Blíðubakka. Rusl er nefni- lega ekki bara rusl og fullt af því er hægt að endurvinna sé því komið í réttan farveg. Það er því mikilvægt að kynna sér möguleikana og skipuleggja ferðirnar eftir því. Hreingerningarþörfin nær að sjálfsögðu líka til bílanna okkar; meira og minna salt-skítugir kagg- ar bíða þess eins að verða þrifnir. Munum þá að innkeyrslur og bílaplön eru almennt ekki staðurinn til þess. Tjöruhreinsir og drullugt sápuvatn mega ekki renna niður götuna og hverfa ofan í niðurfall. Þau hverfa nefnilega ekki, heldur berast óhreinsuð í læki og ár og eyðileggja lífiríki þeirra. Notum viðurkenndar bílaþvottastöðvar og þvottaplön bensínstöðvanna þar sem frá- rennsli fer í gegnum viðunandi hreinsivirki áður en því er veitt í fráveitukerfi. Sleppum svo fram af okkur beislinu í vorhreingerningum og hjálpumst að í að fegra bæinn okkar eftir veturinn. Að plokka er til að mynda frábær leið til að sameina útihreyfingu og umhverfismál. Og það er ekki bara ruslið sem tínt er upp, heldur ýtir snyrtilegt umhverfi undir betra umgengni. Svo ekki sé talað um mikilvægi jákvæðs fordæmis. Já, það er vor í lofti og gildir einu þótt eitthvert páskahret sé eftir, tiltektin er hafin. Michele Rebora Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar í umhverfisnefnd Vorhreingerningar Í september 2018 fóru leikskólar í Mosfellsbæ í samstarf við Mennta- málastofnun og Áshildi Bj. Snorra- dóttur talmeinafræðing um inn- leiðingu á verkefninu „Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi“. Áherslur í verkefninu voru í sam- ræmi við áherslur Aðalnámskrár leikskóla þar sem vægi leiksins er þungamiðjan og meginnáms- leið leikskólastarfsins. Leikur er þannig mikilvæg námsaðferð og getur kallað á fjölbreytta notkun tungumálsins og samskipti. Markmið verkefnisins var • Að öll börn í leikskólum Mos- fellsbæjar nái hámarksárangri hvað varðar mál, tal og boðskipti og undirbúning fyrir læsi. Stefnt er á að þessi undirbúningur skili börnunum betur undirbúnum inn í fyrsta bekk grunnskóla og að unnið sé í anda heildstæðrar skólastefnu. • Að Mosfellsbær taki leiðandi hlutverk í valdeflingu starfsfólks leikskólanna til að beita aðferðum snemmtækrar íhlutunar í daglegu starfi til að efla málfærni og læsi. Lögð verður áhersla á að hvert barn fái íhlutun og kennslu við hæfi og að kennsla í grunnskólum byggist á niðurstöðum og áherslum í kennslu frá leikskólum, þannig að komið verði í veg fyrir afturvirkt rof. Unnið verður eftir hugmyndafræði um snemmtæka íhlutun með áherslu á hámarksárangur allra barna hvað varðar málfærni og læsi. Samstarfinu lauk formlega í júní 2020 og afurðin eru handbækur sem innihalda verkferla og skráningar á málörvun innan hvers leikskóla. Stjórnendur, starfsfólk og foreldrar fengu fjölbreytta fræðslu um mik- ilvægi málþroska og leiðir til að efla mál- þroska og læsi á þessu tímabili. Ánægjulegt er að nefna hvað foreldrar tóku virkan þátt í fræðslunni og voru áhugasamir. Mat Mat á verkefninu var m.a. unnið út frá grunnmælingum á niðurstöðum athugana, HLJÓM2. Mælingar sýna að góður árangur er af verkefninu og gefur það okkur byr í seglin um að halda áfram þessu skemmtilega starfi HLJÓM 2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeð- vitund barna í elsta árgangi leik- skólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna (9 af hverjum 10 börn- um). (https://mms.is/hljom-2) Vaxandi áhersla er lögð á að börnum sé strax frá unga aldri boð- ið markvisst upp á leiki og verkefni til örvunar hljóðkerfis- og málmeðvitundar þeirra og að þeim sem virðast eiga í erfið- leikum sé sinnt sérstaklega. Verkefnin eru miðuð við námsleiðir ungra barna sem er fyrst og fremst í gegnum leik. Afrakstur verkefnisins Starfsfólk leikskóla Mosfellbæjar hélt vel utan um verkefnið. Hver skóli gerði hand- bók sem er sérsniðinað hverjum skóla með sínar áherslur í leik og námi. Þær nýtast hverjum starfsmanni sem leiðarvísir að því námi sem þarf að fara fram í leikskóla með skipulagðri kennslu í málþroska og læsi. Lærdómssamfélagið Kennarar og starfsfólk leikskóla eru stöðugt að reyna að bæta kennsluhætti sína. Við ígrundum reglulega starfið og með tilkomu handbókanna náðum við að ramma inn það starf sem við viljum hafa að leiðarljósi. Við innleiðingu handbókanna fara börn og starfsfólk í gegnum sam- eiginlegt nám, starfsþróun, sameiginleg gildi og sameiginleg ábyrgð sem verður að lærdómssamfélagi þar sem allir valdeflast í námi og starfi. Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri á Hlaðhömrum og Þórunn Ósk Þórarinsdóttir leikskólastjóri á Reykjakoti. Lærdómssamfélag leikskóla í Mosfellsbæ Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi Aðalfundur félags Viðreisnar í Mosfellsbæ verður haldinn fimmtudaginn 18. mars kl. 20:00. Fundurinn verður bæði rafrænn sem og í húsnæði Viðreisnar í Ármúla 42, 108 Reykjavík. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar lagðir fram, staðfestir af skoðunarmönnum 3. Umræður og afgreiðsla ályktana 4. Kosningar formanns 5. Kosning fjögurra stjórnarmanna 6. Kosning tveggja manna varastjórnar 7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga 8. Kosning fulltrúa í landshlutaráð 9. Ákvörðun félagsgjalda 10. Önnur mál Framboð í embætti skulu tilkynnt á netfangið mosfellsbaer@vidreisn.is fyrir 11. mars 2020. Þar verður líka hægt að fá nánari upplýsingar um rafrænan aðgang að fundinum. Allir félagsmenn Viðreisnar eru hjartanlega velkomnir. Þeim sem áhuga hafa á því að taka þátt í starfi flokksins er bent á að hafa samband við formann á netfangið mosfellsbaer@vidreisn.is eða beint í gegnum facebook-síðuna. Með bestu kveðju, stjórn félags Viðreisnar í Mosfellsbæ AðAlFunDuR ViðReisnAR í MosFellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.