Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaið í Mosfellsbæ4 Fermingar í Lágafellssókn hefjast sunnu- daginn 21. mars og alls verður fermt í 18 guðsþjónustum til loka maí. Í þeim guðsþjónustum verður helgihaldið ekki auglýst vegna fjöldatakmarkana fyrir gesti fermingarbarna. Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd Lágafellssóknar óskar öllum ferming- arbörnum innilega til hamingju með tímamótin. Megi Guð og gæfan ykkur geyma út í lífið. sunnudagur 14. mars Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Arndís. sunnudagaskóli kl. 13 í Lágafellskirkju. Umsjón: Bogi, Petrína og Þórður. safnaðarheimilis-sunnudagaskólar Sunnudagana 21. og 28. mars verður sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðar- heimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 2. hæð. Önnur staðsetning – sama fjörið! Una býður sig fram til forystu í Kraganum Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og formaður lýðræðis- og mann- réttindanefndar Mosfellsbæjar, sækist eftir 1. til 2. sæti í forvali flokksins vegna komandi þing- kosninga. Una er 29 ára, uppalin í Mosfellsbæ þar sem hún býr ásamt eiginmanni og dóttur. „Ég er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu og hef tekið sæti á þingi sjö sinnum á kjörtímabilinu. Ég hef tekið virkan þátt í starfi VG frá árinu 2011. Ég hef gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn og í dag sit ég í flokksráði hreyfingarinnar. Einnig hef ég frá sveitastjórnakosningum árið 2018 verið formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellbæjar fyrir hönd VG.“ Foreldramorgnar hefjast á ný! Fimmtudaginn 18. mars kl. 10–12 hefjast aftur foreldramorgnar í safnaðarheimilinu okkar, 2. hæð. Dagskrá: Skyndihjálp barna. Gestur: Guðmundur Ingi. Fimmtudaginn 25. mars kl. 10–12: Opið hús í safnaðarheimilinu. Foreldrar með kríli og krútt eru velkomin! Umsjón: Rut djákni. ungmennakórinn Fermata Kór fyrir ungt fólk 14–30 ára. Kórinn æfir á þriðjudögum kl. 18–19:30 í safnaðarheim- ilinu. Umsjón: Þórður organisti, Hákon og Petrína. Nýir kórmeðlimir velkomnir! Haustið 2020 fór fram ytra mati á Varm- árskóla á vegum Menntamálastofnunar. Í niðurstöðum þess mats komu fram vís- bendingar um að skoða þyrfti nánar stjórn- skipulag skólans. Á fundi bæjarráðs hinn 4. júní 2020 sam- þykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og fram- kvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs að láta gera úttekt og mat á stjórnskipulagi Varmárskóla og á þeim grunni setja fram tillögur að breytingum ef tilefni væri til. Úttekt fór fram haustið 2020 og var fenginn til verksins Haraldur Líndal Haraldsson hjá HLH ráðgjöf. Á fundi bæjarráðs hinn 14. janúar 2021 var úttekt á stjórnskipulagi Varmárskóla og tillögur að breytingum frá HLH ráðgjöf lagðar fram. kostir og gallar metnir Í úttekt HLH ráðgjafar eru tilgreindir kostir og gallar núverandi fyrirkomulags í stjórnskipun skólans. Gallarnir voru metnir fleiri en kostirnir sem að mati úttektaraðila kölluðu á tillögur um breytt fyrirkomulag. Þrjár sviðsmyndir til breytinga voru settar fram. Sú sviðsmynd sem metin var best að mati úttektaraðila var að skipta skólanum upp í tvo sjálfstæða skóla með skólastjóra í hvorum skóla, ásamt stjórnunarteymi deildarstjóra. Með slíkri skiptingu fengist markvissari fagleg og fjárhagsleg stjórnun á málefnum hvors skóla. Einnig var það mat úttektarað- ila að skiptingin kalli ekki á aukinn rekstr- arkostnað. Dagana 14.-20. janúar fóru fram kynn- ingar fyrir stjórnendur, starfsfólk og for- eldra. 1.-6. bekkur og 7.-10. bekkur Á fundi fræðslunefndar hinn 20. janúar lagði nefndin til í umsögn sinni að bæjar- ráð samþykkti þá tillögu að skólanum væri skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Jafnframt lagði nefndin áherslu á að fulltrúar hagað- ila ættu aðkomu að vinnu við framkvæmd skiptingarinnar. Í skólaráði Varmárskóla var úttektin kynnt á fundi 19. janúar og umsögn barst 27. janúar. Fulltrúar í skólaráði veittu sín viðbrögð að höfðu samráð við þá sem þeir eru fulltrúar fyrir en fulltrúar foreldrafé- lagsins náðu ekki að fá viðbrögð innan þess tímaramma sem gefinn var. Á grundvelli samantektar á niðurstöðu úttektaraðila, kynningum og umsögnum var samþykkt á fundi bæjarráðs hinn 4. febrúar að Varmárskóla yrði skipt upp í tvo skóla, annars vegar grunnskóla fyrir 1.-6. bekk og hins vegar grunnskóla fyrir 7.–10. bekk frá og með 1. ágúst 2021. Úttekt og mat á stjórnskipulagi Varmárskóla • Breytingin tekur gildi 1. ágúst Varmárskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla Nú er komið að þriðju hugmyndasöfnun- inni vegna Okkar Mosó, samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og út- hlutun fjármagns til smærri framkvæmda í nærumhverfi íbúa Mosfellsbæjar. Verkefnið byggir á áherslum í lýðræðis- stefnu Mosfellsbæjar um samráð og íbúa- kosningar auk þess sem markmið verkefn- isins er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku. Okkar Mosó 2021 byggist á fyrri reynslu sambærilegra verkefna árin 2017 og 2019. Hugmyndasöfnun til 6. apríl Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að senda inn fjölbreyttar hugmyndir að góð- um verkefnum í bænum. Hugmyndirnar geta tengst því að gera Mosfellsbæ betri, skapa eitthvað nýtt, efla hreyfingu, hafa jákvæð áhrif á umhverfi og íbúa til útivistar og samveru, bættrar lýðheilsu eða aðstöðu til leikja og skemmtunar. Gert er ráð fyrir að verja allt að 35 milljónum króna í þau verkefni sem fá flest atkvæði. Til að komast áfram í kosningu þurfa hugmyndirnar sem sendar eru inn að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Nýtast hverfi eða íbúum bæjarins í heild. • Vera til fjárfestinga en ekki rekstrar. • Auðveldar í framkvæmd. • Varða umhverfi á bæjarlandi en ekki á landi í einkaeigu. • Falla að skipulagi og stefnu Mosfells- bæjar. • Vera í verkahring sveitarfélagsins. • Kostnaður hugmyndar taki ekki stóran hluta af fjármagni verkefnisins. kosið verður um bestu hugmyndirnar Hver hugmynd þarf að vera vel útskýrð og með nákvæma staðsetningu. Það auð- veldar fólki að meta hugmyndina og hvort það vilja gefa henni atkvæði. Athugið að starfsmenn Mosfellsbæjar geta óskað eftir nánari skýringum á hverri hugmynd. Hugmyndir að framkvæmdum á íþrótta-, sundlaugar- og skólasvæðum þarf að skoða sérstaklega. Kosið verður um bestu hugmyndirnar dagana 31. maí til 6. júní. Samráðsverkefni íbúa og bæjarins • Hugmyndasöfnun til 6. apríl • Kosið í byrjun sumars Hugmyndasöfnun hafin fyrir lýðræðisverkefnið Okkar Mosó skilti á topp fella voru kosin síðast horft yfir skólasvæðið Tveir nýir leikvellir teknir í notkun Tveir nýir leikvellir hafa verið teknir í notkun í Mosfellsbæ, annar í Helgafellshverfi og hinn í Leirvogs- tunguhverfi. Leikvöllurinn í Helga- fellshverfi er fyrir neðan Uglugötu og hentar öllum aldri. Fjölbreytt leiktæki eru á svæðinu sem eiga að henta öllum, jafnt ungbörnum sem fullorðnum. Völlurinn er langt kominn en endanleg jarðvegsvinna og gróðursetning verður með vor- inu. Þá verður komið fyrir bekkjum þannig að allir ungir sem aldnir geti komið sér vel fyrir. Í Leirvogstungu er nýi leikvöllurinn staðsettur milli Laxatungu og Vogatungu. Sá leikvöllur hentar einnig öllum aldri. Þar eru hólar og hæðir sem hægt er að nýta í hina ýmsu leiki svo sem sleðabrekkur á veturna og í ýmsa leiki á sumrin. Fjölbreytt leiktæki eru á svæðinu og þar munu einnig koma fjölbreyttar trjátegundir sem er á áætlun að gróðursetja í vor. MOSFELLINGUR keMur næst út 1. apríl mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.