Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 11.03.2022, Blaðsíða 14
 - Okkar Mosó14 • Nýsmíði • Viðhald • BreytiNgar • gluggar og gler • Pallasmíði • ÞakViðgerðir • og margt fleira Löggiltur húsasmíðameistari og byggingastjóri Sími 766 7876 • orSmidi@orSmidi.iS gerum tilBoð að kostnaðarlausu Erum að taka niður pantanir fyrir sumarið Framkvæmd allra verkefna í lýðræðisverk- efninu Okkar Mosó sem stóð yfir frá 2019- 2020 er nú lokið. Verkefnin byggjast á samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og út- hlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Þau byggjast á hugmyndum um umræðulýðræði, þátttökulýðræði og þátt- tökufjárhagsáætlunargerð og felur í sér að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku, umfram það sem gerist í hefðbundnu fulltrúalýðræði. Tveggja ára framkvæmdatími Fram komu 103 fjölbreyttar hugmyndir og voru 30 verkefni valin og útfærð til kosn- ingar fyrir íbúa. Alls voru 6.685 atkvæði greidd, sem er um 19,1% þátttaka sem var mesta þátttaka í sambærilegu verkefni hérlendis. Við úrvinnslu hugmynda var leitast við að tryggja að verkefni sem kosið var um væru landfræðilega dreifð innan sveitarfé- lagsins, væru raunhæf í útfærslu og sam- ræmdust skipulagi bæjarins. Hugmyndirnar gátu varðað leik- og af- þreyingarsvæði íbúa, göngustíga, miðbæj- arsvæði eða umhverfið almennt. Úthlutað var 35 milljónum króna í verk- efnin á tveggja ára framkvæmdatíma þeirra hugmynda sem fengu brautargengi. Nánar um framkvæmd verkefnanna: Saga Álafossverksmiðjunnar Talsverðar umbætur hafa orðið á Ála- fosskvos og nágrenni á undanförnum árum, með uppbyggingu göngustíga, án- ingarsvæða og lagfæringum á umhverfi svæðisins. Álafossverksmiðjan á ríkan þátt í sögu svæðisins og til að fræða íbúa og gesti um merkilega sögu verksmiðjunnar var sett upp fræðsluskilti sem segir frá stofnun hennar og rekstri allt frá upphafi um 1896 og til dagsins í dag. Ærslabelgur á Stekkjarflöt Með uppsetningu á ærslabelg á Stekkjar- flöt er útvistarsvæðið við Álafosskvos orðið eitt það skemmtilegasta í bænum, en þar er einnig að finna fleiri leiktæki, strandblak- völl og útigrill. Kósý Kjarni Sett hefur verið upp hugguleg aðstaða fyrir gesti og gangandi í Kjarna, sem hyggj- ast heimsækja bæjarskrifstofur Mosfells- bæjar, bókasafn eða aðra þjónustu sem þar er að finna. Svæðið er tilvalið til að setjast niður með góða bók eða bara til að hvíla lúin bein í fallegu umhverfi. Merkingar á toppum bæjarfella Fellin í kringum Mosfellsbæ eru vinsæl til útivistar og ánægju, enda hefur bærinn í samstarfi við Skátafélagið Mosverja staðið fyrir stikun gönguleiða á fellin, ásamt gerð fræðsluskilta, upplýsingaskilta, vegvísa, bílastæða o.fl. Nú hafa einnig verið settar upp merk- ingar á toppum helstu fellanna þar sem sjá má nafn þeirra, hæð og hnitastaðsetningu. Þessar merkingar hafa skipað stóran sess í Tindaáskorun Mosverja sem hefur staðið yfir í allan vetur, við miklar vinsældir. Almenn ánægja hefur ríkt með fram- kvæmd verkefnisins Okkar Mosó og því hef- ur verið ákveðið að fara af stað með Okkar Mosó í þriðja sinn á árinu 2021-2022. Það er því um að gera að byrja að líta í kringum sig og velta fyrir sér nýjum hugmyndum að nýjum verkefnum til að gera bæinn okkar enn betri. Búið að framkvæma öll verkefni úr kosningunni Okkar Mosó 2019-2020 • Hugmyndasöfnun farin af stað á ný Öll verkefni komin til framkvæmda Álafosskvos – lýsing á malarstíg frá Álafosskvos að Stekkjarflöt. Betri lýsing á göngustíg – milli Hulduhlíðar 30 og 32. Flokkunarruslafötur – á þremur stöðum við göngustíg við Varmá neðan Helgafellshverfis. Saga Álafossverksmiðjunnar – uppsetning á fræðsluskilti í Álafosskvos. Ærslabelgur – settur upp á Stekkjarflöt. Kósý Kjarni – uppsetning á notalegu kaffihorni umkringdu lifandi plöntum. Leiktæki fyrir yngstu börnin – ungbarnarólur á leikvöllum við Hagaland og Leirvogstungu. Merkingar á toppum bæjarfella – skilti sem sýna nafn fjalls, hæð og GPS staðsetningu. Miðbæjartorgið, gera torgið skemmtilegt fyrir bæjarbúa – uppsetning á leiktækjum. Skíða- og brettaleiksvæði í Ullarnesbrekku – sett upp nálægt Varmárskóla. Hvíldarbekkir og lýsing – meðfram göngustíg við Varmá neðan Helgafellshverfis. 11 verKeFni KoSin SíðaSt ærslabelgur skilti í álafosskvoskósý kjarni

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.