Mosfellingur - 24.02.2022, Síða 4

Mosfellingur - 24.02.2022, Síða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4 sunnudagurinn 27. febrúar Guðsþjónusta kl. 11 í Mosfellskirkju. Sr. Arndís. sunnudagurinn 6. mars Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13 í Lágafellskirkju. Umsjón: Sr. Ragnheiður, Bogi æskulýðsfulltrúi og Bryndís. Þema: Samferða í Afríku. Messukaffi í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu þar sem hægt er að styrkja verkefnið ,,Vaffla fyrir steinhús“ fyrir munaðarlaus börn í Úganda. sunnudagurinn 13. mars Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Arndís. æskulýðsfélagið ósoM (fyrir 8. - 10. bekk) Á þriðjudögum kl. 20-21:30 í safnaðar- heimilinu. Þar er ýmsilegt brallað. Farið verður á æskulýðsmót ÆSKR í Vatna- skógi 11.-13. mars. Skráning hafin! sunnudagaskólinn Kl. 13 í Lágafellskirkju - Söngur, leikir, biblíusaga og fjör. Nánari upplýsingar á www.lagafells- kirkja.is & endilega fylgdu okkur á samfé- lagsmiðlunum facebook & instagram. Skoðanakönnun við val á lista Viðreisnar Uppstillingarnefnd Viðreisnar í Mosfellsbæ auglýsir eftir áhuga- sömu fólki til þess að taka sæti á lista flokksins í bæjarfélaginu í sveitar- stjórnarkosningum sem fara fram þann 14. maí. Framboðsfrestur er til 28. febrúar. Dagana 2. til 7. mars fer svo fram rafræn, óbindandi skoð- anakönnun á meðal félagsmanna Viðreisnar í Mosfellsbæ varðandi röðun í 1. til 6. sæti á listanum. Þau sem hyggja á framboð og vilja leggja nafn sitt inn í könnunina þurfa að skila inn upplýsingum á netfangið mosfellsbaer@vidreisn.is Önnur sem eru áhugasöm um framboð en vilja taka sæti neðar á listanum en 6. sæti hafa sama framboðsfrest, til 28. febrúar. Þorrablótinu frestað til 21. janúar 2023 Á fundi þorrablótsnefndar Aftureld- ingar sem haldinn var síðastliðinn sunnudag var ákveðið að halda stærra og veglegra þorrabót á næsta ári eða nánar tiltekið laugardaginn 21. janúar 2023. „Allar mögulegar dagsetningar á næstunni gengu ekki upp, hljómsveitamál, ferm- ingar, páskar og dansleikur hjá knattspyrnudeild í lok apríl gerðu það að verkum að nefndin ákvað að gera næsta ár að vonandi flottasta þorrablóti sem haldið hefur verið. Miðasala verður fyrr, flöskuborðin fleiri og skemmtiatriðin stærri. Við hlökkum til að vera með ykkur á næsta ári, takið daginn frá,“ segir í tilkynningu frá þorrablótsnefnd. Póstbox taka við af pósthúsum • Pósthúsinu í Háholti lokað 1. maí næstkomandi loka pósthúsinu í Mosfellsbæ Mosfellsbær hefur lengi leitast við að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Árið 2018 voru settar upp ruslatunnur á Miðbæjartorginu þar sem hægt er að flokka rusl í pappír, plast, skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir og almennt rusl. „Tunnurnar eru mikið notaðar og árang- ur hefur verið góður en betur má ef duga skal,“ segir Tómas G. Gíslason umhverfis- stjóri hjá Mosfellsbæ. „Ennþá er talsvert um að ekki sé nægi- lega vel flokkað í tunnurnar og sorpflokk- um blandað saman þannig að flokkunar- efnið verður ekki hreint til endurvinnslu. Algengt er að hundaskítur sé settur í flokk- unartunnurnar, en hann á að sjálfsögðu að fara í almennt rusl. Einnig eiga skila- gjaldsskyldar drykkjarumbúðir úr plasti að fara í sína endurvinnslutunnu, frekar en í plasttunnuna.“ Mosfellsbær vill hvetja íbúa til að huga vel að umhverfismálum, nýta tunnurnar á miðbæjartorginu til flokkunar á rusli, enda er áhugi fyrir því að setja upp fleiri flokkun- artunnur á opnum svæðum bæjarins. Vinna við mótun og síðar uppbyggingu nýs miðbæjar í Mosfellsbæ hefur átt sér stað á síðustu árum og mun ljúka á næstu misserum. Á árinu 2007 var haldin hugmyndasam- keppni um kirkju og menningarmiðstöð sem rísa skyldi á klöppunum við Bjark- arholt. Mosfellsbær á þá lóð sem frátekin hefur verið fyrir byggingu kirkju og menn- ingarmiðstöðvar. Vinningstillagan í hugmyndasamkeppn- inni gerði ráð fyrir að í húsinu yrðu safn- aðarheimili, bókasafn, listasalur og loks kirkjubygging. Í gildandi deiliskipulagi miðbæjarins er gert ráð fyrir að á þessari lóð verði menningarstarfsemi. Sóknarnefndin hefur komið þeim skila- boðum til Mosfellsbæjar að enn sé til staðar áhugi á að byggja safnaðarheimili á lóðinni og einnig að slíkt rými væri unnt að nýta til trúarlegra athafna. Fjölnota salir hafa víða verið byggðir og nýst vel til fjölbreyttrar samfélagslegrar og menningarlegrar starf- semi. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur falið bæjarstjóra að hefja formlegt samtal við sóknarnefnd Lágafellssóknar og höfunda vinningstillögunnar um það hvort og þá hvernig væri unnt að vinna að málinu mið- að við breyttar áherslur sóknarnefndar. Niðurstaða þeirrar vinnu verður kynnt bæjarráði og í kjölfarið verði mótaðar til- lögur um næstu skref. Nýting lóðar í miðbænum vegna menningarhúss og kirkju • Hugmyndasamkeppni 2007 Áform um menningarhús og kirkju í Bjarkarholti skoðuð á ný Pósturinn hefur ákveðið að loka tveimur pósthúsum á höfuðborgar- svæðinu 1. maí næstkomandi. Um er að ræða pósthúsin við Háholt 14 í Mosfellsbæ og annað sem staðsett er í Garðabæ. „Það eru miklar breytingar í þessum rekstri. Við erum ekki að fækka afgreiðslustöðum heldur fjölga þeim – en vissulega að breyta þeim,“ segir Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandspósts. „Þetta er búið að vera í undirbúningi og við höfum upplýst viðkomandi bæjaryfirvöld og fundað með bæjarstjórunum,“ segir Hörður. Eftir að pósthúsunum tveimur verður lokað verða sex pósthús eftir á höfuðborgarsvæðinu. „Pósthúsið í Mosfellsbæ er okkar minnsta pósthús en við erum þegar komin með tvö póstbox í Mosfellsbæ og erum að vinna með bæjarstjórninni í að finna pláss fyrir fleiri þar,“ segir Hörður. pósthúsið í Mosfellsbæ Ruslatunnur á Miðbæjartorginu hafa nýst vel til flokkunar • Betur má ef duga skal Íbúar hvattir til að flokka betur MOSFELLINGUR keMur næst út 17. Mars mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.