Mosfellingur - 24.02.2022, Blaðsíða 32
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Í eldhúsinu
nÝSKÖPUnAR-
KLASI
mOSFELLSBÆJAR
Er ekki tilvalið að breyta gömlu heilsu-
gæslunni í nýsköpunar- og frum-
kvöðlaklasa? Hugsa svolítið stórt?
Hugmynd sem er vert að skoða að
mínu mati. Það krefst vissulega fjárfest-
ingar af hálfu bæjarins en sú fjárfesting
gæti skilað sér margfalt til baka. Hún
opnar líka á styrki fyrir einstaklinga og
til bæjaryfirvalda við að þróa þennan
kost. Með aukinni kröfu um að geta
starfað í heimabyggð er að minnsta kosti
vert að meta þennan kost og greina.
Klasinn gæti verið blanda af aðstöðu
fyrir smærri fyrirtæki, útibú stærri
fyrirtækja og svo að hluta til aðstaða
fyrir frumkvöðla sem eru að fóta sig
í vöruþróun og rekstri. En hvað þarf
svona starfsemi umfram bara aðstöðu?
Samkvæmt kollegum mínum sem sátu
með mér í starfshópi um þróun sam-
bærilegs klasa í Vestamannaeyjum þarf
líka mannauð. Fagaðila sem þjónustar
og aðstoðar frumkvöðla og fyrirtæki við
að taka næstu skref. Aðstoð við að sækja
um styrki, efla tengsl, finna upplýsingar
o.s.frv.
Sjávarklasinn er gott dæmi um
þekkingarklasa sem hefur vaxið og
dafnað á methraða. Þar hafa margar af
bestu nýsköpunarhugmyndum síðustu
ára orðið til við kaffivélina. Þar sem
frumkvöðlar og fólk frá mismunandi
fyrirtækjum hittast og ræða saman.
Það er a.m.k. ljóst að frumkvöðlasetur
verður ólíklega til af sjálfu sér. Það þarf
jú, frumkvæði.
Hér í upphafi nefndi ég möguleika á
að sækja styrki fyrir rekstur sem þenn-
an. Í kringum nýstofnaðan Matvælasjóð
einan væri hægt að byggja upp starfsemi
af þessu tagi. Matvælasetur Mosfells-
bæjar? Aðgengi að fullbúnu þróunar-
eldhúsi. Segi svona, bara hugmyndir
krakkar mínar. Svo mikilvægt að hugsa
um alls konar. Núna er ég til dæmis
farinn að hugsa um Aftureldingu. Það
má mæta á leiki aftur. Maður er manns
gaman. Fyllum kofann. Fyllum líka
nýsköpunarklasa. Áfram Mosó.
Þóra og Ebbi skora á Svandísi og Guðjón að deila næstu uppskrift
Þóra Kristín Kristjánsdóttir og Eyþór
Theodórsson deila að þessu sinni með
okkur ljúffengu Mexíkó kjúklingalasagne.
Hráefni:
• 800 gr kjúklingabringur
• 1 rauð paprika
• 1 laukur
• ½ dós gular baunir (má sleppa)
• 1 Mexíkóostur
• 2 krukkur salsa sósa
• ½ l matreiðslurjómi
• 1 pakki af tacokryddi
• 1 pakki tortilla pönnukökur
Aðferð:
Skerið kjúklingabringurnar í litla bita,
kryddið þær með tacokryddi (ekki öllu
samt) og steikið á pönnu ásamt lauk
og papriku. Setjið þetta til hliðar þegar
kjúklingurinn er steiktur. Hitið rjóma, ost og
salsasósu í potti. Þegar osturinn í sósunni
er bráðnaður má blanda öllu saman og setja
gulu baunirnar út í, smakka til og bæta við
tacokryddi og salti ef þörf er á. Síðan er
þessu raðað í eldfast form eins og vaninn er
við lasagnegerð, nema í stað lasagneplatna
eru tortillakökurnar notaðar.
Þegar allt er komið í eldfast form er osti
stráð yfir og lasagne hitað í ofni við 200°C
þangað til osturinn er bráðinn og orðinn
smá gylltur.
Meðlæti
• Kotasæla
• Hvítlauksbrauð
• Gott salat
Verðiykkuraðgóðu
Ásgeir Jónsson
Mexíkó kjúklingalasagne
hjá Þóru og ebba
Tristan Freyr Brynjarsson fæddist
11. maí 2021 á Akranesi. Hann
var 3.522 gr (14 merkur) og 49,5
cm. Foreldrar hans eru Kristín
Freyja Óskarsdóttir og Brynjar
Daði Steingrímsson.
- Heyrst hefur...32
heyrst hefur...
...að mosfellska söngkonan Stefanía
Svavars taki þátt í forkeppni Euro-
vision á laugardaginn og syngi lagið
Hjartað mitt.
...að bókin um Alla Rúts, sem kom út
fyrir nokkrum árum, verði bráðum
aðgengileg sem hljóðbók á Storytel.
...að Kolla Þorsteins og Kristín Ýr ætli
ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
eftir að þær náðu ekki takmarki sínu
í prófkjöri flokksins.
...að snjóflóð hafi fallið í Reykjafjallinu
á dögunum.
...að pósthúsinu í Háholtinu í Mosó
verði lokað 1. maí.
...að knattspyrnudeild Aftureldingar
sé að skipuleggja hópferð á Kaleo-
tónleika í Dublin í sumar.
...að búið sé að ráða Birgi Gunnarsson
fyrrum forstjóra Reykjalundar sem
framkvæmdastjóra rekstrarstofu
þjóðkirkjunnar.
...að Halla Karen sé að fara leiða lista
Framsóknar fyrir kosningarnar í vor
og Aldís Stefáns verði í 2. sæti.
...að búið sé að troða gönguskíða-
brautir á golfvellinum, á Tungubökk-
um og á Reykjalundi.
...að stofnfundur Lista- og menningar-
félags Mosfellinga hafi farið fram á
þriðjudaginn, 22/02/22.
...að leikfélagið sé að undirbúa sýn-
ingu til heiðurs Maríu Guðmunds.
...að fjölskyldutímarnir á sunnu-
dagsmorgnum séu byrjaðir aftur í
íþróttahúsinu að Varmá.
...að blásið verði í Bingó á Barion í
kvöld þar sem hægt verður að vinna
flugferð til Tenerife.
...að Ásgeir Sveinsson hafi verið
kosinn oddviti Sjálfstæðisflokksins
með miklum yfirburðum í prófkjöri
flokksins eða um 70%.
...að Habbý hafi fagnað fertugsafmæli
sínu um síðustu helgi.
...að Mosfellingurinn Sváfnir Gíslason
ætli að bjóða sig fram í stjórn KSÍ á
ársþinginu um helgina.
...að UMFUS hafi styrkt Ragnheiði
Thoroddsen um ágóðann af
Kótelettukvöldinu hjá þeim um
síðustu helgi.
...að vart hafi orðið við rafmagnsleysi
og vatnsleysi í Mosó í óveðrinu á
dögunum.
...að Kjalnesingar séu að fá sig
fullsadda af þjónustuleysi í boði
Reykjavíkur og vilja æði margir slíta
samstarfinu við borgina.
...að Fagverk, Malbik og völtun og
Malbikstöðin séu nú eitt sameinað
fyrirtæki, Malbikstöðin.
...að Kótilettukvöld Hestamanna-
félagsins Harðar fari fram í Harðar-
bóli á laugardaginn.
...að búið sé að loka Hundahótelinu á
Leirum á Kjalarnesi.
...að Sigrún Harðar sé farin að stýra
spunkunýjum útvarpsþætti á Rás 1
um barnamenningu.
mosfellingur@mosfellingur.is