Mosfellingur - 24.02.2022, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 24.02.2022, Blaðsíða 30
Samvinna og SamSkipti Mér hlotnaðist sá heiður haustið 2020 að verða formaður knatt- spyrnufélagsins Hvíta riddarans. Fyrir mér erum við eitt, Afturelding, Hvíti riddarinn og Álafoss. Þrjú fótboltalið, hvert með sínar áherslur en sameiginlega hugmyndafræði: að allir sem vilja æfa fótbolta geti fundið tækifæri við sitt hæfi. Í dag eru Hvíti riddarinn og Álafoss bara með karlalið, en nú þegar stelpum í fótbolta fjölgar ört í Mosfellsbæ er ekkert því til fyrirstöðu að kvennalið bætist við á næstu árum. Aðalatriðið er samvinna milli þeirra sem þjálfa og stýra lið- unum. Eitt af okkar aðalhlutverkum er að hjálpa ungum knattspyrnuið- kendum að halda áfram að æfa þegar þeir eru gengnir upp úr unglinga- flokki og komnir í meistaraflokk. Við viljum halda þeim í íþróttum, það hefur forvarnargildi, er heilsueflandi og félagslega mikilvægt. Samvinnan teygir sig niður í yngri flokkana og í sumar munu leikmenn úr 2. flokki Aftureldingar líka spila leiki með meistaraflokkum Hvíta riddarans og Álafoss. Hér vinna saman yfirþjálfari knattspyrnudeildar Aftureldingar sem og þjálfarar 2. flokks og meist- araflokks liðsins og þjálfarar Hvíta riddarans og Álafoss. Samskiptin eru regluleg og góð og snúast um að finna tækifæri fyrir þá leikmenn sem eru að nálgast meistaraflokkinn og styrkja þann hóp leikmanna sem mynda kjarnann í meistaraflokkunum. Liðin þrjú leggja áherslu á að byggja sem mest á heimamönnum og skapa þannig sterka tengingu við Mosfellsbæ og Mosfellinga. Þetta eru liðin okkar. Hvíti riddarinn spilaði æfingaleik við Skallagrím í fyrrakvöld. Hópurinn: Birkir, Guðjón B, Gummi K, Daníel I, Egill, Búi, Kolli, Guðbjörn, Hrafn E, Eiður, Björgvin, Kári, Patz, Davíð, Logi, Eiki. Allt heimamenn. Fjórir úr 2. flokki Aftureldingar. Ég hef ofurtrú á góðu samstarfi þar sem allir skipta máli og samstaða ríkir um hvert skal haldið. Markmiðin skýr. Mér finnst við vera á þannig leið og get varla beðið eftir fótbolta- sumrinu sem er fram undan. Áfram veginn! HeilSumolar gaua - Aðsendar greinar30 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Við getum gert svo ótrúlega margt. Sem barn vildi ég gera svo ótrúlega margt og lifa lífinu, leika mér og sjá heiminn, helst allan í einu. Það voru ekki allir á því að þetta væri leiðin en ég var alveg með það á tæru hvað ég vildi gera. Það var ekki hægt að vera með eitthvað múður við mig. Það sem ég sá að aðrir vildu var ekki endilega það sem ég vildi og alls ekki vildi ég þrýsta á aðra að gera það sem ég vildi gera. Ég tel alveg full- víst að börn hafi ekkert breyst hvað þetta varðar. Hvað hefur þá breyst? Krafan er hugsan- lega meiri bæði á börn í skólum og aðstand- endur þeirra, foreldra. Hvað ef mamma og pabbi hafa ekki húsnæði? Hvað með vöru- merkjasamkeppnina? Hvað með eineltið og þau börn sem hafa ekki sama aðbúnað, öryggi og umhyggju? Hvað er það sem veldur því að tölur Embættis landlæknis sýna að sjálfsvígum ungs fólks á aldrinum 18-29 ára rýkur upp á milli áranna 2019 og 2020? Hvað veldur því að um 17,9 karlar af hverjum 100.000 íbúa á Íslandi völdu sjálfsvíg að meðaltali árlega frá 2011 til 2020 en 5,1 kona? Hvað getum við gert til að búa fólk undir lífið svo það velji ekki að yfirgefa það? Skólar eru skjól. Því þurfum við að tryggja í framtíðinni að starfsfólk þessara stofnana geti tekist á við vandann, sé með aukna þekkingu á þessu sviði og að umbúnaður skólanna verði bættur til að tryggja að þeir sýni enn betur að þar séu allir velkomnir eins og við vitum að er. Hér í Mosfellsbæ þarf að skoða það alvarlega að búa til fleiri úrræði og bæta við starfsfólki með sérþekkingu. Við búum nú þegar að því að eiga í Mosfellsbæ frábæra kennara og aðra starfsmenn sem gera sitt allra, allra besta. En hvernig getum við bætt í með skynsömum hætti? Það er spurning hvort samtakamáttur bæjarbúa geti leitt til þess að hér verði sett á laggirnar greiningarmiðstöð fyrir ungmenni og fleiri leiðir verði boðnar börnum í skóla- kerfinu en aðeins þessi hefðbundna. Í bæn- um okkar eru fjölmörg fyrirtæki sem starfa á mörgum sviðum. Þar gætu gefist tækifæri til verklegrar kennslu og nýlega hafa fram- haldsskólar fengið heimildir til að sjá um kennslu iðngreina og nú jafnframt geta þeir stuðlað að því að koma t.a.m. nemendum í starfsgreinum á samning. Þetta eigum við að kynna í skólum enn meira en áður. Við eigum að dekra meira við börnin okkar og hjálpa forráðamönnum þeirra að gera það líka, auka samveru foreldra og barna í skólunum og sýna virkilega fram á að börn, hvernig sem þau eru af Guði gerð séu vel- komin nú sem fyrr. Skólinn er og á að vera börnum skjól. Kennum börnum því að lesa, reikna, leika og lifa. Sara Hafbergsdóttir, varafulltrúi Miðflokksins í fræðslunefnd Mosfellsbæjar Lærum að lesa, reikna, leika og lifa Það var skömmu fyrir sveitar- stjórnarkosningar vorið 2018 sem hópur fólks með ýmsar stjórn- málaskoðanir og ólíkan bakgrunn kom saman og ákvað að stofna hreyfingu með það eina markmið að beita sér fyrir hagsmunum íbúa Mosfellsbæjar og gera þannig góð- an bæ betri. Þetta var fólk en ekki flokkur og þannig varð L-listi Vina Mosfellsbæjar til. Þrátt fyrir mjög skamman fyrirvara fékk framboðið góðar viðtökur eða tæp 11% at- kvæða og einn bæjarfulltrúa af níu. Vinir Mosfellsbæjar hafa starfað í bæjarstjórn og í nefndum bæjarins af ábyrgð og yfirvegun, tekið þátt í mörgum góðum ákvörðunum fyrir bæjarfélagið og bæjarbúa alla, staðið vörð um góða stjórnsýslu- hætti og starfað af heiðarleika og gegnsæi. Vinir Mosfellsbæjar eru sannfærðir um að óháður bæjarlisti þar sem aðeins hagsmunir íbúa bæjarins ráði för, eigi fullt erindi í Mosfesllsbæ og hafa því ákveðið að bjóða fram við komandi bæjarstjórnar- kosningar þann 14. maí nk. Innan skamms munu Vinir Mosfells- bæjar kynna undirbúning og tilhögun framboðsins nánar. Vinir Mosfellsbæjar telja það mjög mikilvægt að vanda til alls undirbúnings og að allir þeir sem þátt taka á framboðslistanum séu meðvitaðir um að störf sem þeim eru falin sem kosnir eru til starfa fyrir bæjarfélagið, eru samfélagsstörf í þágu allra bæjarbúa. Stefán Ómar Jónsson Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar Vinir Mosfellsbæjar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.