Mosfellingur - 24.02.2022, Side 6
Bygging íþróttahúss
í Helgafelli að hefjast
Umhverfissviði Mosfellsbæjar
hefur verið veitt heimild til þess að
ganga til samninga um byggingu
á íþróttahúsi við Helgafellsskóla
og gera samninga um hönnun,
byggingastjórnun og eftirlit. Í fjár-
hagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið
2022 er gert ráð fyrir að hafist verði
handa við byggingu íþróttahúss við
Helgafellsskóla og að lokið verði við
bygginguna haustið 2023.
Samið um tvöföldun
Vesturlandsvegar
Forstjóri Vegagerðarinnar og fulltrúi
Mosfellsbæjar hafa skrifað undir
verksamning við Loftorku Reykjavík
ehf. vegna lokaáfanga við endur-
bætur á Vesturlandsvegi í Mosfells-
bæ. Um er að ræða endurbyggingu
og breikkun auk lagnavinnu á
Hringveginum á um 520 m kafla
milli Langatanga og Reykjavegar. Er
þetta eini kaflinn þar sem ólokið er
að aðskilja aksturstefnur Vestur-
landsvegar í gegnum Mosfellsbæ.
Einnig verður gerð ný tenging af
Vesturlandsvegi inn í Sunnukrika.
Háspennustrengir í eigu Landsnets
og Veitna verða endurnýjaðir. Verkið
er samstarfsverkefni Vegagerðar-
innar, Mosfellsbæjar, Landsnets og
Veitna. Verkinu skal að fullu lokið 1.
nóvember nk.
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Halla Karen Kristjánsdóttir nýr oddviti • Framboðslistinn samþykktur einróma í vikunni
Algjör endurnýjun á lista
Framsóknar í Mosfellsbæ
Á félagsfundi þriðjudag-
inn 22. febrúar var sam-
þykkt tillaga að fram-
boðslista Framsóknar í
Mosfellsbæ, en uppstill-
ingarnefnd hefur unnið
að mótun listans frá því
í nóvember.
Halla Karen Kristjáns-
dóttir íþróttakennari
skipar 1. sæti listans
og Aldís Stefánsdóttir
viðskiptafræðingur er í
2. sæti.
Áhersla lögð á samtal og samvinnu
„Við, sem skipum lista Framsóknar í
Mosfellsbæ, erum hópur fólks sem gefur
kost á sér til að taka þátt í að byggja upp
samfélag þar sem lögð er áhersla á samtal
og samvinnu,“ segir Halla Karen nýr oddviti
Framsóknar.
„Þar sem áherslurnar eru skýrar en við
getum rætt um leiðir að markmiðunum.
Þar sem við missum aldrei sjónar á þeirri
ánægju og gleði sem þarf að vera fylgifiskur
þess að taka þátt í að byggja upp samfélag.
Þar sem við berum virðingu hvert fyrir
öðru og þeim sjónarmiðum sem uppi eru
á hverjum tíma. Þar sem kjörnir fulltrúar
bjóða fram þjónustu sína og styðja við þann
mannauð sem fyrirfinnst bæði í stjórnkerf-
inu og í íbúum bæjarins.“
Fjölmargar áskoranir næstu ár
„Það er af mörgu að taka þegar kemur
að áskorunum næstu ára í starfsemi Mos-
fellsbæjar.
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum
manni að íbúum hefur fjölgað mikið á síð-
ustu árum. Slíkri fjölgun fylgja áskoranir
sem mikilvægt er að ræða.
Heimsfaraldurinn mun án efa skilja eftir
sig verkefni sem mikilvægt er að fylgja eftir
bæði hjá ungum íbúum og einnig hjá þeim
sem eldri eru.
Mikill þrýstingur er á sveitarfélög að
uppbygging haldi áfram. Það þýðir áfram-
haldandi vaxtaverki og innviðauppbygg-
ingu í Mosfellsbæ. Áskoranir sem varða
umhverfismál eru miklar og þar verða allir
að leggja sitt af mörkum.“
Sameinumst um
góðar ákvarðanir
„Við höfum tækifæri til að hafa áhrif
á hvernig við viljum hafa Mosfellsbæ
í framtíðinni með því að láta okkur
málin varða og sameinast um að
taka góðar ákvarðanir sem eru
okkur sjálfum og
samfélaginu okkar
til framdráttar.
Við viljum hvetja
öll þau sem hafa
áhuga á að koma
á fyrsta fundinn
okkar, þar getið þið
haft áhrif með því
að koma með ábendingar eða vinna
með okkur að stefnumótun listans
og þeirri málefnavinnu sem fram
undan er.
Fyrsti opni fundurinn verður á
kosningaskrifstofu Framsóknar á 5.
hæð í Kjarnanum laugardaginn 26.
febrúar kl. 10:00-12:30.
Þín rödd er mikilvæg og þú skiptir
máli fyrir bæjarfélagið. Það er okkur
mikilvægt að eiga gott samráð og
samvinnu við ykkur bæjarbúa og
tryggja að raddir sem flestra heyrist.“
Nú er aftur að færast líf og fjör í Bæjarleik-
húsið eftir afléttingar takmarkana.
Skráning er í fullum gangi á 10 vikna
Leikgleði vornámskeið fyrir 7-17 ára sem
hefjast þann 7. mars. Á námskeiðunum
vinna nemendur með sjálfstraust,
framkomu og framsögn, sigrast á feimni
og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúa
að leikhússtarfi. Öll námskeiðin enda með
sýningu í Bæjarleikhúsinu. Nánari upp-
lýsingar og skráning er á www.leikgledi.is.
Á næstu vikum hefjast svo æfingar á nýju
verki sem frumsýnt verður á vordögum og
nánar auglýst síðar.
1. Halla Karen Kristjánsdóttir
2. Aldís Stefánsdóttir
3. Sævar Birgisson
4. Örvar Jóhannsson
5. Leifur Ingi Eysteinsson
6. Erla Edvardsdóttir
7. Hrafnhildur Gísladóttir
8. Þorbjörg Sólbjartsdóttir
9. Hilmar Tómas Guðmundsson
10. Rúnar Þór Guðbrandsson
11. Hallgerður Ragnarsdóttir
Framboðslisti Framsóknar
12. Birkir Már Árnason
13. Grétar Strange
14. Ragnar Sverrisson
15. Matthildur Þórðardóttir
16. Ísak Viktorsson
17. Bjarni Ingimarsson
18. Hörður Hafberg Gunnlaugsson
19. Ævar H. Sigdórsson
20. Ingibjörg Óskarsdóttir
21. Níels Unnar Hauksson
22. Eygló Harðardóttir
Líf færist aftur
í Bæjarleikhúsið
upprennandi
leikarar
í Mosfellsbæ
Fjölgun rafhleðslu-
stöðva í Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur markað sér
þá stefnu að stuðla að fjölgun
rafhleðslustöðva í bæjarfélaginu
til samræmis við umhverfisstefnu
Mosfellsbæjar og þær loftslags-
áherslur sem unnið er að á
vettvangi SSH. Í undirbúningi er
lagning heimæða til þess að mögu-
legt verði að koma fyrir rafhleðslu-
stöðvum fyrir rafbíla á nokkrum
bílastæðum á lóðum í Mosfellsbæ.
Þeir staðir sem lagt er til að settar
verði upp rafhleðslustöðvar fyrir
almenning eru eftirtaldir: Á lóð
við verslunarmiðstöðina Kjarna, á
bílastæðum við íþróttamiðstöðina
Klett, á bílastæðum við Krikaskóla,
á bílastæðum við Helgafellsskóla
og á bílastæði við skógræktina
í Hamrahlíð. Um verði að ræða
innviði fyrir allt að 16 hleðslustöðv-
ar. Jafnframt var samþykkt að fela
umhverfissviði að undirbúa útboð á
hleðslustöðvum.
Efstu sjö á lista Framsóknar: Erla,
Sævar, Leifur Ingi, Halla Karen,
Hrafnhildur, Aldís og Örvar.