Mosfellingur - 24.02.2022, Page 14

Mosfellingur - 24.02.2022, Page 14
K y n n i n g Fagverk verktakar, Malbik og völtun og Malbikstöðin hafa sameinast undir merkjum síðastnefnda fyrir- tækisins en þau eru öll í eigu sama aðila, Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er liður í uppbygg- ingu og aukningu markaðshlut- deildar á malbiksmarkaðnum en hið sameinaða fyrirtæki, Malbik- stöðin, framleiðir hágæða malbik og er leiðandi í umhverfisvænni framleiðslu þess hér á landi. „Eftir sameininguna erum við samkeppnishæfari, en hún gerir okkur kleift að vinna sem ein heild með ákveðið markmið að leiðarljósi, sem er að halda áfram að vanda til verka við framleiðslu og lagningu á malbiki. Það er landsmönnum til heilla og nú getum við gert enn betur þegar kemur til dæmis að því að auka öryggi á vegum landsins,“ segir Vilhjálmur Þór. Höfuðstöðvar Malbikstöðvarinnar eru að Esjumelum í Reykjavík og hefur mikil uppbygging átt sér stað hjá fyrirtækinu síðastliðna áratugi. Snemma árs 2020 opnaði fyrirtækið þar verksmiðju sem er sú fullkomn- asta á landinu þegar kemur að umhverfisvernd og grænni hugsun. Verksmiðjan býr yfir þeirri tækni að geta keyrt brennara sem hitar og þurrkar steinefnin og er á meðan keyrð á metani við malbiksfram- leiðsluna. „Allur okkar tækjabúnaður er fyrsta flokks og það á við allt frá undirbúningi við framleiðsluna til lagningar malbiksins. Við getum framleitt allt að 60% af malbikinu með endurunnu efni og þannig er kolefnissporið lágmarkað til muna. Reynslumikið starfsfólk leggur mikla áherslu á að öllum gæða- stöðlum sé fylgt og að umhverfis- sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við starfsemina,“ segir Vilhjálmur Þór Matthíasson, eigandi Malbikstöðv- arinnar. www.malbikstodin.is SameinaSt undir merkjum malbikStöðvarinnar vilhjálmur þór matthíasson

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.