Mosfellingur - 24.02.2022, Síða 16

Mosfellingur - 24.02.2022, Síða 16
 - Bókasafnsfréttir16 Sýning frönsku listakon- unnar Claire Paugam var opnuð í Listasal Mosfells- bæjar 11. febrúar sl. Sýning- in heitir Anywhere but Here og síðasti sýningardagur er 11. mars. Hugmyndin að verkunum er byggð á athugunum Cla- ire á undirmeðvitundinni og þá sérstaklega hvort þar ríki regla eða óregla. Einnig liggur að baki verkunum vangaveltur um hvert hug- urinn fer þegar hann er ekki á sama stað og líkaminn. Ganga þarf bókstaflega í gegnum eitt verkanna til að komast inn á sýninguna og er það hugsað sem gátt inn í sýningarrýmið. Á sýningunni er líka önnur gátt sem leiðir styttra en þó að öðru verki. Á milli gátt- anna tveggja eru flekar á hjólum sem breyta ásýnd gólfsins á listasalnum og brjóta upp þá heild. Sam- an kallast þessi verk Á milli inni í mér. Hitt verkið á sýningunni er dagbækur undirmeðvit- undarinnar sem er sería af stafrænum klippimyndum þar sem undirmeðvitundin fær að ráða lokaútlitinu. Claire Paugam verður með listamannaspjall laugardaginn 26. febrúar nk. kl. 14-15. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Listasalur Mosfellsbæjar Hvar ertu í huganum? Bókasafn Mosfellsbæjar Hver hlutur á sinn stað Ákveðið var 1. desember sl. að minnka plöstun á bókum í bókasafninu. Skáld- sögur og ævisögur í kiljuformi eru nú ekki plastaðar. Eftir þrjá mánuði verður skoðað hvernig breytingarnar hafa gengið og hvort við getum gert enn betur í að minnka plast- ið. Við biðjum lánþega eftir sem áður að fara vel með bækurnar. Þessi hugmynd kom upp eftir að starfs- maður bókasafnsins sótti fund í vinabæ okkar Skien í Noregi. Þar hafa bókasöfnin alfarið hætt notkun á plasti og gengur það vonum framar. Við erum bjartsýn á að við verðum engir eftirbátar og að þetta takist jafn vel hér í Mosfellsbæ. Fullkominn tækjasalur Námskeið í ólympískum og kraftlyftingum þriðjudaga kl. 18:00 Upplýsingar 897 8626, hjaltiar@simnet.is ... ALLIR FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI Frábært verð á líkamsræktarkortum Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir íþrótta- og heilsufræðingur Býður upp á: • Einkaþjálfun • Næringarráðgjöf • Fitumæling Árskort: 54.000 kr.- 6 mánaða: 36.000 kr.- 3 mánaða: 22.000 kr.- M yn d/ Cl ai re P au ga m

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.