Mosfellingur - 24.02.2022, Page 20

Mosfellingur - 24.02.2022, Page 20
 - Mosfellingurinn Berta Guðrún Þórhalladóttir20 Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Kristín Valdemarsdóttir og úr einkasafni. Berta Guðrún Þórhalladóttir hefur lengi haft áhuga á hreyfingu og andlegri heilsu. Hún er með mast- ersgráðu í jákvæðri sálfræði, einkaþjálf- araréttindi frá ACE og hefur nýlega lokið námi í markþjálfun. Berta starfar í dag sem lífstílsþjálfari og segir það mikil forréttindi að geta starfað í sínum heimabæ. Hún þjálfar jafnt hópa sem einstaklinga bæði inni og úti við og veit ekkert betra en þegar hún sér fólkið sitt ná markmiðum sínum. Berta fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1985. Foreldrar hennar eru Guðný Tómasdótt- ir skrifstofustjóri og Þórhalli Einarsson húsasmíðameistari. Berta á tvö systkini, Bryndísi f. 1974 og Ásgeir Arnar f. 1979. Þetta var mikið ævintýri „Ég er alin upp í Foldahverfinu í Grafar- vogi og það var frábært að alast þar upp. Ég bjó rétt hjá skólanum og íþróttahúsinu og í hverfinu var fullt af börnum til að leika við. Ein af mínum góðu minningum úr æsku er þegar foreldrar mínir gáfu mér tækifæri til að fara ein til útlanda til að fara í sum- arbúðir en þá var ég 11 ára. Ég fór til Finn- lands og dvaldi í mánuð. Þetta var mikið ævintýri, við fengum að gista um helgar hjá finnskum fjölskyldum, kynnast því að fara í sauna og hlaupa svo út í kalda á til að kæla okkur.“ Góðar stundir með ömmu og afa „Foreldrar mínir ráku fyrirtæki en móðir mín var einnig í fullu starfi annars staðar. Ég var heppin að eiga góða ömmu og afa sem bjuggu í Árbænum. Afi sótti mig alltaf í leikskólann og svo í skólann alveg þangað til ég varð 9 ára. Amma var með Parkinsons og ég fylgdist vel með hennar baráttu, fékk að fylgja henni í líkamræktarsal þar sem hún fór í æfingar. Ætli megi ekki segja að áhugi minn á heilsu hafi kviknað við það að vera svona mikið í návist ömmu og afa.“ Mikill sveitabragur á öllu Berta gekk í Foldaskóla og síðar Borgar- holtsskóla, með námi starfaði hún við hin ýmsu störf, á frístundaheimilum, verslun, veitingastöðum og við handboltaþjálfun. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var 11 ára og æfði til 17 ára aldurs. Um tvítugt þá langaði mig aftur í boltann svo ég hóaði saman nokkrum stelpum og við stofnuðum utandeildarlið í Fjölni. Okkur langaði að fá Svövu Ýr Baldvinsdóttur til að þjálfa okkur en það þýddi að við þurftum að færa okkur yfir í Aftureldingu. Við það að sækja æfingar í Mosfellsbæ kynntist maður bænum vel, það var svo mikill sveitabragur á öllu að ég gjörsam- lega heillaðist. Svava Ýr á mikið þakklæti skilið fyrir að ýfa upp þessa góðu upplifun,“ segir Berta og brosir. Fór ein í bakpokaferðalag „Eftir útskrift úr Borgó fór ég ein í bak- pokaferðalag til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Ég fékk leyfi frá foreldrum mínum til þess að fara með því skilyrði að skrá mig í skóla í þrjá mánuði og dvelja hjá fjölskyldu. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa gert það því ég er enn í sambandi við fjölskylduna mína þar. Eftir að ég kom heim þá fór ég í það að flytja að heiman og hóf svo störf hjá Kaup- þingi með öllum stórlöxunum þar, ég sá um að færa þeim kaffi og kampavín. Þetta voru satt best að segja áhugaverðir tímar.“ Þetta var skrítinn tími „Haustið 2006 lá leið mín í Háskólann í Reykjavík í viðskiptafræði. Ég tók eina önn erlendis, dvaldi í Leipzig þar sem ég stund- aði nám við þýskan viðskiptaháskóla. Eftir útskrift fékk ég vinnu hjá Arion banka sem áður var Kaupþing og starfaði þar í miðju bankahruninu. Þetta var lær- dómsríkur tími sem ég er þakklát fyrir en hann var líka skrítinn, þetta var í raun smá klikkun. Ég var lánsöm með samstarfsfólk sem ég er enn í sambandi við í dag.“ Fluttu til Danmerkur Eiginmaður Bertu er Hannes Rúnar Herbertsson rafmagnsverkfræðingur hjá Norðuráli. Synir þeirra eru Þórhalli Leó f. 17. ágúst 2011 og Theodór Nói f. 12. október 2016., d. 15. október 2016. „Við fjölskyldan fluttum til Danmerkur árið 2013 þar sem Hannes fór í framhalds- nám í verkfræði. Ég fékk vinnu í leikskóla sem matráður og þar lærði ég að tala dönsku. Hannes fékk síðan góða vinnu og við vorum ekkert á leiðinni heim. Líf- ið lék við okkur, annað barn á leiðinni og við búin að koma okkur vel fyrir í Char- lottenlund í úthverfi Kaupmannahafnar. Síðar kom áfallið, ég fór af stað geng- in 34 vikur og Theodór Nói fæddist með hraði, stór og stæðilegur drengur. Allt gekk vel en eftir fæðingu hófst rússíbana- reiðin mikla sem ég óska engum að upplifa. Til að gera langa sögu stutta þá var Theodór mikið nýrnaveikur og þurfti að fara beint í öndunarvél. Við vorum lánsöm að tengda- mamma var komin út og foreldrar mínir á leiðinni. Við fengum öll fallegar stundir með Nóa í þá þrjá sólarhringa sem hann lifði.“ Þetta voru erfið skref „Ég átti mjög erfitt eftir allt sem á undan var gengið en reyndi mitt besta. Hannes minn tók þá ákvörðun fyrir okkur bæði að nú skyldum við flytja heim til þess að ég gæti komist aftur upp á bakkann. Þetta voru erfið skref að stíga en við fengum stuðning úr öll- um áttum sem við erum mjög þakklát fyrir. Við ákváðum að flytja í Mosfellsbæinn eftir mína góðu upplifun af bænum. Systir mín býr hér, foreldrar og bróðir í Grafar- voginum svo staðsetningin var góð upp á að vera nálægt baklandinu. Ég réð mig í fulla vinnu og meira til en ég endaði á vegg. Þarna hófst mín endurhæfing en ég er á góðum stað í dag. Ég fékk aðstoð víða, Alfa Regína Jóhanns- dóttir sem þá var stöðvarstjóri World Class í Mosfellsbæ gaf mér tækifæri þar innan veggja og þannig hófst mín vegferð sem þjálfari hjá World Class. Ég skráði mig í mastersnám í jákvæðri sálfræði sem ég kláraði haustið 2021 frá Buckinghamshire New University. Ég sá svo sóknartækifæri í Covid og bætti við mig markþjálfun.“ Við nýtum þekkingu okkar „Á meðan á námi mínu stóð var ég svo heppin að Halla Karen Kristjánsdóttir, íþróttakennari hafði samband við mig og bauð mér að stíga inn með sér sem þjálfari fyrir 65 ára og eldri. Ég var fljót að segja já og höfum við stöllur brallað ýmislegt sam- an síðan þá. Við Halla höfum verið að þróa námskeið sem við erum með fyrir hópa í Word Class og að Varmá. Við nýtum þekkingu okkar til þess að efla þetta frábæra fólk enn frekar og erum með fræðslu um andlega og líkam- lega heilsu. Við erum líka með útifjör fyrir konur á öllum aldri þar sem skemmtun ræður ríkjum. Ég er svo með hvatningarþjálfun og nám- skeið fyrir konur í World Class ásamt því að vera með opna hóptíma. Ástríða mín liggur í því að vinna með fólki, hvetja það áfram og sjá það blómstra,“ segir Berta brosandi að lokum er við kveðjumst. Allt gekk vel en eftir fæðingu hófst rússíbanareiðin mikla sem ég óska engum að upplifa. Fjölskyldan: Hannes Rúnar, Þórhalli Leó og Berta. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Ástríða mín að hvetja fólk og sjá það blómstra HIN HLIÐIN Hvaða hlutur er þér kærastur? Fótsporið hans Nóa míns. Fullkominn laugardagur? Góður morgunverður, samvera með fjölskyldunni og útivera. Draumaborgin? Miami, hiti, sól, hjól og líkamsrækt á ströndinni, getur ekki klikkað. Eitt atriði um þig sem fólk veit ekki um? Ég fór ein í bakpokaferðalag til Ástralíu og ferðist um allt með stúlku frá Brasilíu sem ég þekkti ekki neitt. Uppáhaldsgræjan á heimilinu? Klárlega Vitamix blandarinn sem foreldrar mínir gáfu mér í afmælisgjöf fyrir sjö árum, notaður daglega. Bestu kaup sem þú hefur gert? Þegar ég fjárfesti í húsnæði í Mosfellsbæ. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Tyggjó sem ekki er hent í ruslið. Ef þú mættir taka með þér leynigest í matarboð, hver yrði fyrir valinu? Ari Eldjárn. Berta Guðrún Þórhalladóttir lífstílsþjálfari þjálfar fólk á öllum aldri í Mosfellsbæ, bæði byrjendur og lengra komna þriggja ára berta og halla karen berta á balí

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.