Mosfellingur - 24.02.2022, Síða 28
- Aðsendar greinar28
Eftir að úrslit prófkjörs lágu fyrir
hér í Mosfellsbæ nýlega virðist
sem að upp á yfirborðið hafi leit-
að sjóðheit mál sem virðast hafa
kraumað lengi undir niðri. Hér er
um innanbúðarátök að ræða.
Okkur sem sitjum í bæjarstjórn
Mosfellsbæjar var gert að tryggja
í upphafi kjörtímabilsins að rétt
kynjahlutföll yrðu að vera jöfn í ráðum og
nefndum Mosfellsbæjar. Hneykslast var á
því í upphafi kjörtímabilsins að bæjarfull-
trúi Miðflokksins hafi ætlaði að tilnefna
konu í fræðslunefnd. Hafði formaður
nefndarinnar á orði að það gengi ekki að
Miðflokkurinn tilnefndi konu þar sem
Sjálfstæðisflokkurinn væri með tvær konur
sem aðalmenn af 5 í nefndinni og Viðreisn
eina. Það gengi því alls ekki að það væru of
margar konur í nefndinni.
Í janúar, nánar tiltekið 6. janúar sl., barst
oddvita Miðflokksins í Mosfellsbæ árétting
frá Jafnréttisstofu þess efnis að fyrir næstu
kosningar ætti að „viðhalda jöfnu kynja-
hlutfalli í bæjar- og borgarstjórnum ásamt
því að minna á mikilvægi fjölbreytileika.“
Það er rétt að taka undir þetta en í sama
erindi var fjallað um hvatningabréf frá
Kvenréttindafélagi Íslands sem er sagt
vera hluta af herferðinni og verkefni sem
tilheyrir Byggðaáætlun ríkisins. Með þetta í
veganesti í upphafi kjörtímabils, bæði fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og nú
2022, er mikilvægt að huga að breytingum.
En hvað gerðist á kjörtímabilinu?
Í fyrsta lagi virðist sem einn íþrótta-
frömuður í Mosfellsbæ vilji ekki annan
íbróttafrömuð í forystu hjá Sjálf-
stæðisflokknum. Í annan stað
var formanni bæjarráðs Mos-
fellsbæjar vikið til hliðar á miðju
kjörtímabilinu, þ.e. því sem senn
er á enda. Við það fór forysta Sjálf-
stæðisflokksins og Vinstri hreyf-
ingarinnar græns framboðs gegn
áréttingum Jafnréttisstofu enda er
nú bæjarstjórinn karl, formaður bæjarráðs
karl og forseti bæjarstjórnar líka karl.
Ekki ætla ég að útlista mig sérstaklega
hvort þetta sé gott en vegna bæði samsetn-
ingar á pólitískum flokkum og einstakling-
um þarna tel ég þetta öllu verra en t.d. ef
einn karlinn væri úr Miðflokknum, a.m.k.
hefur oddviti þess flokks einhverja innsýn
inn í jafnréttismálin.
Í málefnasamningi Sjálfstæðisflokksins
í Mosfellsbæ og Vinstri hreyfingarinnar
græns framboðs kemur fram að „D- og
V-listi vilja stuðla að efla jafnrétti í öllum
birtingamyndum þess orðs.“ Niðurstaða
þessara framboða virðist ítrekað benda til
brota á eigin loforðum en í upptalningu í
málefnasamningnum kemur einnig fram að
það eigi að „horfa til jafnréttissjónarmiða í
allri ákvarðanatöku sveitarfélagsins.“
Það er því spurning hvort framboðum,
sem hafa starfað lengi saman en fara lítt
eftir eigin áformum, sé treystandi til að
stjórna Mosfellsbæ næstu misserin. Það
þarf að gæta festu við stjórn sveitarfélaga
og jafnréttis.
Sveinn Óskar Sigurðsson,
oddviti Miðflokksins í Mosfellsbæ
og bæjarfulltrúi allra Mosfellinga.
Væringar á vígstöðvum
„Maður verður að rækta garðinn
sinn“ sagði Birtíngur í lok sam-
nefndrar bókar eftir Voltaire. Það
er hægt að leggja margs konar
merkingu í þessi orð, en ein túlkun
er sú að hver og einn beri ábyrgð
á því að skapa sína eigin paradís í
samspili við nærumhverfi sitt og
samferðamenn.
Ef Mosfellsbær er okkar heimili þá mætti
segja að fellin í kringum okkur, heiðarnar,
skógarnir, árnar og vogarnir séu okkar
garður og höfum við bæjarbúar skyldu til
að rækta hann svo hann verði sem blóm-
legastur.
Eitt af höfuðeinkennum Mosfellsbæjar
hefur verið hugmyndin um „sveit í borg“
og spila fyrrnefnd náttúra og víðerni þar
höfuðhlutverk. Aðdráttarafl Mosfellsbæjar
fyrir öllum þeim sem vilja njóta útivistar
og óspilltrar náttúru er skýrt enda fjölgar
bæjarbúum dag frá degi og færri komast að
en vilja. Slíkri uppbyggingu og fólksfjölgun
fylgja áskoranir, en jafnframt tækifæri til
að hugsa hlutina upp á nýtt og gera betur.
Þétting byggðar, stuðningur við fjölbreytta
samgöngumáta, rík áhersla á lýðheilsu og
útivist og grænar áherslur í skipulagi eru
meðal atriða sem núverandi meirihluti
bæjarstjórnar hefur horft til í uppbyggingu
bæjarins. Það er mikilvægt að sú uppbygg-
ing verði framsækin og umhverfismiðuð,
en einnig í samræmi við þann bæjarbrag
sem við höfum notið hingað til, svo að við
glötum ekki því sem gerði bæinn okkar svo
eftirsóttan til að byrja með.
Það hefur ýmislegt áunnist í umhverf-
ismálum í Mosfellsbæ á liðnu kjörtímabili
sem við getum verið stolt af. Ný og róttæk
umhverfisstefna Mosfellsbæjar var gefin út
árið 2019 sem markaði skýra sýn í umhverf-
isvernd, sjálfbærri landnýtingu, fræðslu
og úrgangsmálum svo fátt eitt sé nefnt. Á
kjörtímabilinu átti umhverfisnefnd bæj-
arins frumkvæði að því að stækka friðland
við Varmárósa til að vernda enn
fremur viðkvæmt votlendi og stefnt
er að því í samstarfi við Reykjavík-
urborg að friðlýsa Leiruvog og og
Blikastaðarkró. Ef það heppnast
mun Mosfellsbær hafa komið að
því að friða alla þá ósnertu strand-
lengju og hafsvæði sem bærinn á
land að fyrir komandi kynslóðir til
að njóta. Í samstarfi við fyrirtækið Resour-
ce International mun Mosfellsbær hefja
reglubundnar loftgæðamælingar innan
bæjarmarkanna á næstu misserum. Það
er stöðug vinna að styðja við fjölbreytta og
umhverfisvæna samgöngumáta, en bær-
inn hefur sýnt þann stuðning í verki með
samstarfi um Borgarlínu og áframhaldandi
uppbyggingu göngu- og hjólastíganets í
bænum.
Umhverfis og loftslagsmál eru og munu
halda áfram að vera stærsta staka áskorun
og áhyggjuefni nútíma samfélags. Það þarf
engan að undra sem hefur rætt þann mála-
flokk við yngri kynslóðir okkar. Liðinn er sá
tími að umhverfismál og umhverfisvernd
séu einungis til punts, nú er það okkur
beinlínis nauðsyn að finna sjálfbærari leiðir
til að lifa á þessari jörð og nýta hana. Eitt
brýnasta verkefni stjórnvalda er að finna
leiðir til að virkja hvern og einn einasta
einstakling í því verkefni. Sveitarfélagið
sem minnsta lýðræðislega stjórnsýsluein-
ingin er kjörinn vettvangur fyrir slíkt, en
hvar byrjar sú vinna ef ekki í skólunum, í
lífi og leik út í náttúrunni, í umræðum við
kvöldverðarborðið?
Það er hagur okkar allra að Mosfellsbær
sé til fyrirmyndar í umhverfismálum, og
að okkur bæjarbúum sé kleift að taka sem
virkastan þátt í því verkefni. Þannig getum
við haldið áfram að rækta garðinn okkar,
svo að vist þeirra sem á eftir komi verði
ávallt örlítið farsælli.
Bjartur Steingrímsson, formaður Umhverfis-
nefndar Mosfellsbæjar fyrir hönd Vinstri Grænna.
Að rækta garðinn sinn
Grunnskólarnir okkar eru ein meg-
in samfélagsstoðin í bænum okkar.
Öll höfum við gengið í skóla og
vitum hversu mikilvægt hlutverk
grunnskólanna er í fræðslu, upp-
vexti og félagslegri mótun barna.
Grunnskólinn hefur tekið geysi-
legum breytingum og framförum
undanfarna áratugi frá því rekstur
skólanna var fluttur frá ríki til sveitarfélag-
anna árið 1996. Við flutninginn var gert
samkomulag milli sveitarfélaga og ríkisins
um hvernig fjármagna skyldi reksturinn og
hvaða upphæðir væri um að ræða. Allar
götur síðan hefur verið deilt um hvort rétt
hafi verið gefið í því spili.
Skóli margbreytileikans
Grunnskólinn hefur tekið mjög miklum
breytingum á þeim tíma sem rekstur hans
hefur verið á höndum sveitarfélaganna. Þar
ber einna hæst stefnu stjórnvalda um skóla
án aðgreiningar. Í skóla án aðgreiningar á
að vera pláss fyrir öll börn og þau eiga að
fá þá þjónustu sem þau þurfa til að þroska
hæfileika sína.
Börnin eiga að fá aðstoð við að finna fjöl-
ina sína og skólinn á að útvega þeim þær
bjargir sem þeim eru nauðsynlegar til að
ná þeim markmiðum sem stefnt er að. En
erum við að veita þá þjónustu sem börnin
eiga skilið?
Kennarar og aðrir sérfræðingar
Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og
miðlun þekkingar og búa yfir gríðarlegri
sérþekkingu á sínu sviði. Skóli margbreyti-
leikans gerir mjög ríkar kröfur til kennara
um að mæta öllum nemendum þar sem
þeir eru staddir og veita öllum börnum þær
bjargir sem þau þurfa til að uppfylla þær
kröfur sem skólinn setur fram. En enginn
kennari er sérfræðingur í öllu sem viðkem-
ur börnum og þeim fjölbreytilegu
þörfum sem þau hafa.
Til að búa börnum okkar sem
vænlegust skilyrði til vaxtar og
þroska þarf að fjölga öðrum sér-
fræðingum innan skólakerfisins
til að starfa við hlið kennaranna. Ef
við viljum að skóli án aðgreiningar
nái markmiðum sínum verður að
fjölga fagfólki með fjölbreytta þekkingu inni
í skólunum. Til dæmis ættu þroskaþjálfar,
talmeinafræðingar, iðjuþjálfar og sálfræð-
ingar að vera hluti af starfsliði skólanna í
ríkari mæli til að styðja við það starf sem
sérfræðingar í kennslu stýra svo hvert barn
fái sem besta möguleika á að þroska sína
styrkleika. Með því að grípa þau börn sem
það þurfa snemma og veita þeim þá þjón-
ustu sem þau þurfa tímanlega er verið að
fyrirbyggja vandamál síðar meir og leggja
inn fyrir farsæld á fullorðinsaldri.
Fjármögnun og farsæld
Um hvað snúast sveitarstjórnarmál í
grunninn? Þau snúast um þjónustu við
íbúana, að íbúar fái þá þjónustu sem þeir
þurfa á að halda þegar hennar er þörf. Ekki
síst á þetta við um þjónustu við börn þar
sem hvert ár er óendanlega mikilvægt í
þroskaferli þeirra.
Það er skylda sveitarfélaga að búa
þannig að skólastarfi að það uppfylli þarfir
barnanna og stuðli að farsæld þeirra. Það
er verkefni næstu bæjarstjórnar Mosfells-
bæjar, í samstarfi við önnur sveitarfélög,
að halda áfram að þrýsta á ríkisvaldið um
að styrkja tekjustofna sveitarfélaganna
þannig að þeim sé gert kleift að uppfylla
margbreytilegar þarfir barna í skóla án að-
greiningar sem er jú stefna stjórnvalda.
Anna Sigríður Guðnadóttir,
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Farsæll grunnskóli
Einn mælikvarði á velsæld þjóða
er hvernig komið er fram gagnvart
þeim sem veikust eru. Hvernig til
tekst að skapa þeim eins gott líf og
aðstæður leyfa hverju sinni. Flest
erum við sammála um að þetta er
markmið sem við eigum að setja
okkur. En hvernig tekst okkur til?
Ríkið vill spara sér fé
til hjúkrunarheimila
Samkvæmt lögum skipta ríki og sveit-
arfélög með sér verkum við þjónustu fyrir
veika, fatlaða og aldraða. Skipting á því
hver sér um hvað er bundin í lög. Þannig
er starfsemi hjúkrunarheimila á forræði
ríkisins. Hins vegar hefur það atvikast
þannig að sveitarfélög víða um land hafa
tekið að sér að reka hjúkrunarheimili og
gert samning um þann rekstur við ríkið
til að flýta fyrir uppbyggingu þeirra. Það á
t.d. við hér í Mosfellsbæ þar sem bærinn
er ábyrgur fyrir rekstri hjúkrunarheimilis-
ins Hamra. Mosfellsbær hefur líkt og fleiri
sveitarfélög deilt við ríkið um framlög til
reksturs þessara heimila.
Ríkið skammtar of lítið fé til þess að veita
veikasta fólkinu okkar á hjúkrunarheimilum
mannsæmandi þjónustu, það er öllum ljóst.
Þannig hafa sveitarfélög verið nauðbeygð til
þess að nota útsvarstekjur til þess að brúa
bilið. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi lofað
því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunar-
heimila hefur biðin eftir efndum verið löng.
Biðin bitnar á öldruðu og mjög veiku fólki.
Aldraðir í tómarúmi
Þjónusta við aldraða skiptist á milli sveit-
arfélaga og ríkisins þannig að ríkið sér um
heilbrigðisþjónustu en sveitarfélög sjá um
aðra nauðsynlega þjónustu fyrir aldraða.
Ódýrast og best er að hjálpa fólki að búa
heima hjá sér eins lengi og unnt er. Fyrir
fólk fylgir því í flestum tilfellum aukin lífs-
gæði að fá að vera lengur heima hjá sér.
Til að fólk geti verið lengur heima þarf
að vera fyrir hendi þétt samstarf við heilsu-
gæslur um nauðsynlega samþættingu
heimahjúkrunar og heimaþjón-
ustu. Þarna þarf samstarf ríkis og
sveitarfélaga að vera öflugra. Þetta
er nauðsynlegt að laga.
NPA samningar stranda á ríkinu
Málefni fatlaðra eru hins veg-
ar á forræði sveitarfélaga sem
fá framlög úr framkvæmdasjóði
fatlaðra til þess að fjármagna þá þjónustu.
Ein af þeim þjónustum sem fötluðu fólki
stendur til boða eru NPA samningar en
það er skammstöfun fyrir notendastýrða
persónulega aðstoð. Fólk sem þarf á aðstoð
að halda getur þannig gert samninga um
þjónustu. Það stýrir því sjálft hvar það fær
aðstoð, hvenær, hvernig og hver aðstoðar.
Slíkir samningar eru fyrir fólk sem þarf
töluverða aðstoð í daglegu lífi og skiptir
sköpum að þessi aðstoð sé veitt. Sveitar-
félög kosta þessa þjónustu á móti ríkinu
sem borgar 25%. Ríkið hefur hins vegar
takmarkað fjölda samninga sem gerðir eru
og afleiðingin af því er að sveitarfélög hafa
hætt að gera fleiri samninga þar til ríkið
stendur við sitt. Félagsmálaráðherra þarf
að gera betur. Þetta bitnar á fötluðum.
Lögum kerfin
Fólk á ekki að vera fórnarlömb kerfislægs
vanda í samskiptum ríkis og sveitarfélaga.
Við sem erum kosin á Alþingi og í sveitar-
stjórnir eigum að gera betur og laga þetta
kerfi. Það skiptir fólk sem notar þjónustuna
eða borgar fyrir hana ekki máli úr hvaða
vasa er borgað heldur að þjónustan verði
veitt með skilvirkum hætti þannig að vel-
sæld fólks verði hámörkuð.
Það þarf skýrari verkaskiptingu á milli
ríkis og sveitarfélaga. Ríkið þarf að veita
meira fé í hjúkrunarheimili. Sveitarfélög
þurfa meira fé til þess að sinna öldruðum
heima og að uppfylla skyldur sínar gagnvart
fötluðu fólki. Ég mun gera að forgangsmáli
á næsta kjörtímabili að laga þessi kerfi.
Valdimar Birgisson,
bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Látum kerfin ekki þvælast
fyrir okkar veikasta fólki