Mosfellingur - 17.03.2022, Síða 10

Mosfellingur - 17.03.2022, Síða 10
Lionsklúbbarnir selja Rauðu fjöðrina Lionshreyfingin á Íslandi safnar fé á nokkurra ára fresti til góðra málefna undir merkinu „Rauða fjöðrin“. Nú hafa Lionshreyfingin og Blindrafélagið tekið höndum saman um átak til að tryggja framboð af leiðsöguhund- um í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar. Leið- söguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk og veita þeir notend- um mikið frelsi og aukið öryggi. Samstarf Lions og Blindrafélagsins byggist á gömlum merg enda hefur Lions stutt við blinda og sjónskerta með myndarlegum hætti víðs vegar um heiminn í liðlega 100 ára sögu hreyfingarinnar. Lionsfélagar selja Rauðu fjöðrina dagana 31. mars til 3. apríl. Landsmenn eru hvattir til að styðja við þetta þarfa verkefni. - Fréttir úr bæjarlífinu10 Framkvæmdir hafnar við nýja púttflöt Hafnar eru framkvæmdir við nýja púttflöt á Hlíðavelli. Elli og félagar í Steingarði eru mættir á svæðið og byrjaðir að vinna en nýja púttflötin verður staðsett rétt fyrir fram Klett. „Púttflötin verður um 650 fermetrar að stærð og á vonandi eftir að nýtast okkar félögum vel við æfingar á komandi árum. Stefnt er að því að opna flötina í júlí í sumar. Þessi nýja púttflöt mun gjörbreyta okkar æfingaaðstöðu þar sem aðstaða til púttæfinga utandyra er af skornum skammti. Þegar hún verður tekin í notkun munu báðar flatirnar sem eru staðsettar við æfingasvæði verða notaðar sem vippflatir,“ segir Ágúst Jensson framkvæmdastjóri. Framboðslisti Samfylkingarinnar samþykktur einróma • Anna Sigríður leiðir listann áfram Viljum hafa meiri áhrif á stefnumörkun bæjarins Framboðslisti Samfylk- ingarinnar fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 14. maí var samþykktur einróma á fjölsóttum félagafundi 5. mars. Anna Sigríður Guðna- dóttir núverandi oddviti leiðir listann, annað sætið skipar Ólafur Ingi Óskarsson varabæjar- fulltrúi. Í þriðja sæti er Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt og fjórða sæti skipar svo Elín Árnadóttir lögmaður. Sérstakur gestur fundarins var Logi Einarsson alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 fékk Samfylkingin í Mosfellsbæ 9,5% greiddra atkvæða og einn kjörinn bæjarfulltrúa. 1. Anna Sigríður Guðnadóttir 2. Ólafur Ingi Óskarsson 3. Ómar Ingþórsson 4. Elín Árnadóttir 5. Jakob Smári Magnússon 6. Sunna Björt Arnardóttir 7. Daníel Óli Ólafsson 8. Margrét Gróa Björnsdóttir 9. Elín Eiríksdóttir 10. Ragnar Gunnar Þórhallsson 11. Kristrún Halla Gylfadóttir Framboðslisti samFylkingarinnar 12. Guðbjörn Sigvaldason 13. Sólborg Alda Pétursdóttir 14. Þóra Sigrún Kjartansdóttir 15. Símon Guðni Sveinbjörnsson 16. Gerður Pálsdóttir 17. Greipur Rafnsson 18. Gunnhildur Edda Guðmundsd. 19. Finnbogi Rútur Hálfdánarson 20. Nína Rós Ísberg 21. Ólafur Guðmundsson 22. Kristín Sæunnar Sigurðard. Við byggjum á þekkingu og reynslu Anna Sigríður Guðnadóttir leiðir nú framboðslista Samfylkingarinnar í þriðja sinn. „Ég er full til- hlökkunar og bjart- sýni fyrir vorið. Við bjóðum fram mikla reynslubolta í sveitarstjórnarmál- um ásamt öflugu fólki með reynslu víða að úr samfélaginu sem vill nú taka þátt og vinna að góðum málum í sínu sveitarfélagi. Sveitarstjórnarmál snúast um nærumhverfi okkar, félagsauðinn, skipulag, skólana, um- hverfið, fólkið í bænum og hvernig við mótum umgjörðina um daglegt líf þess. Við byggjum afstöðu okkar til úrlausnarefna alltaf á alþjóðlegum grunngildum jafnaðarstefnunnar: Frelsi, jafnrétti og samábyrgð. Jafn- aðarstefnan setur almannahagsmuni alltaf framar sérhagsmunum. Við viljum hafa meiri áhrif á stefnumörk- un sveitarfélagsins og stefnum ótrauð þangað.“ Jakob Smári Magnússon skipar 5. sæti Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum 2022. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður og er menntaður áfengis og vímuefnaráðgjafi. Hann er giftur Rögnu Sveinbjörnsdóttur viðskiptastjóra. „Ég vil leggja mitt á vogarskálarnar til að gera Mosfellsbæ að betri bæ. Ég vil gera bæinn skemmtilegri og meira aðlaðandi. Mig langar að sjá hér fallegan miðbæ og efla menningarstarf í bænum. Mosfellsbær á mikið af frábæru listafólki og bærinn á sér sögu sem við verðum að varðveita. Það þarf að vekja bæinn til lífsins og ég er til í að taka það að mér. Svo vil ég fá Pizzabæ aftur, takk fyrir.” Gerum bæinn skemmtilegri og meira aðlagandi Þóra Sigrún, Ólafur Ingi, Ólafur Guðmunds, Elín Eiríks, Anna Sigríður, Sunna Björt, Guðbjörn, Sólborg Alda, Jakob Smári, Kristín, Finnbogi og Gerður. OPIð hús á laugardögum samfylkingin í mosfellsbæ verður með opið hús í Þverholt 3 alla laugardaga milli klukkan 11 og 13 fram að kosningum. Frambjóðendur verða á staðnum til skrafs og ráðagerða. Kaffi og með því á boðstólum. Hvetjum alla til að nota tækifærið og koma sínum hjartans málum á framfæri við frambjóðendur Samfylkingarinnar!

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.