Mosfellingur - 17.03.2022, Qupperneq 24

Mosfellingur - 17.03.2022, Qupperneq 24
 - Kynning á vatnsleikfimi24 K y n n i n g Um árabil hefur hópur fólks stundað vatns- leikfimi í Lágafellslaug og nú er ásóknin orðin slík að ákveðið hefur verið að bæta við aukatímum á þriðjudögum og fimmtu- dögum frá 19-20 bæði kvöldin. Undanfarin tíu ár hefur Sigrún Másdóttir leitt starfið en hún er menntaður íþrótta- fræðingur með mastersgráðu í heilsuþjálf- un og kennslu frá Háskólanum í Reykjavík. Mosfellingur tók Sig- rúnu tali um starfið. „Ég tók við vatnsleik- fimihópnum árið 2012 og þá hafði hópurinn verið starfræktur í nokk- ur ár. Hópurinn sam- anstendur af konum á besta aldri sem líður vel í vatni í skemmtilegum félagsskap og stór hluti af hópnum hefur verið frá upphafi. Hóp- urinn er í Lágafellslaug alla mánudaga og miðvikudaga, eina klst. í senn. Lágafells- laug hentar einstaklega vel fyrir kennsluna þar sem færanlegur botn er til staðar” Frábær kostur fyrir hjarta- og æðakerfi Sigrún segir tengslin mikil á milli kvenn- anna, bæði systur, mágkonur og vinkonur stormi saman í laugina og hópurinn hafa stækkað jafnt og þétt í gegnum árin. „Námskeiðin hafa verið þéttsetin síðast- liðin ár þar sem áherslan er ekki einungis á fjölbreytta og áhrifaríka hreyfingu heldur ekki síður til að upplifa ánægju og gleði í góðum félagsskap. Þjálfun í vatni er frábær kostur fyrir hjarta- og æðakerfi og blóðþrýstingur rís ekki hátt undir álagi, einnig eru litlar líkur á meiðslum. Vatnsleikfimi hentar því flestum þar sem auðveldara er að framkvæma æfing- ar í vatninu en á þurru landi, líkaminn verður léttari og því minna álag á vöðva og liðamót. Fyrir þá sem glíma t.d. við gigt eða stoðkerfisvandamál er vatnsleikfimi kjörin.“ Hver og einn framkvæmir æfingar á sinni eigin getu Sigrún þjálfaði mest handbolta á árum áður en þegar hún tók að sér hópinn í Lágafellslaug sótti hún sér innblástur og hugmyndir víðsvegar á heilsustofnunum og sundlaugum landsins þar sem vatns- leikfimi er starfrækt. „Ég held að einhvers konar vatnsleik- fimi sé nú í boði í flestum sundlaugum landsins. Fyrir nokkrum árum kenndi ég eldri borgurum hér í Mosfellsbæ og þekki því nokkuð vel til. Ég reyni að byggja nám- skeiðin upp á fjölbreyttri þolþjálfun og styrktaræfingum með margs konar hjálpar- tækjum, þar sem hver og einn framkvæmir æfingarnar á sinni eigin getu og forsend- um,“ sagði Sigrún að lokum. Sigrún Másdóttir hefur leitt leikfimina í 10 ár • Hópur kvenna á besta aldri Vatnsleikfimi nýtur sívaxandi vinsælda HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG GRAFÍSK HÖNNUN / HREYFIMYNDAGERÐ / MYNDSKREYTINGAR sími 898 4796 / stinamaja@atarna.is HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG lógó / texti í einni línu Þjálfun í vatni er frábær kostur fyrir hjarta- og æðakerfi og blóðþrýstingur rís ekki hátt undir álagi, einnig eru litlar líkur á meiðslum. Sigrún Másdóttir hópnum líður vel í vatni bæta hefur þurft við auka- tímum í lágafellslaug samstilltar

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.