Mosfellingur - 17.03.2022, Síða 32
- Unga fólkið32
Kvartanir og leiðindi sendist á steinaeyjan@gmail.com
LOKSINS! LOKSINS! LOKSINS!
Já, til hamingju kæru Mosfell-
ingar, eftir langt og blóðugt stríð
hafa Steinabræður unnið. Eins
og flestir vita þá elduðum við
grátt silfur með Halla bæjó og
hafa Steinabræður unnið þennan
blóðuga bardaga.
En já, orðrómurinn er sann-
ur, Halli bæjó er hættur sem
bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Við í
Steinaeyjunni erum mjög glaðir
en einnig mjög leiðir. Okkar helsti
keppinautur hefur sett skóna á
hilluna eftir ágætlega slakan feril,
hann náði næstum því að búa til
heilan innanhúsvöll.
Við þökkum honum fyrir slök
störf og óskum honum velfarnað-
ar í næsta starfi.
Við Steinamenn höfum ofurtrú
á því sem koma skal í Mosfellsbæ
og höfum við sett saman lista yfir
það sem við viljum sjá gerast á
næstu árum.
Okkar kröfur til næstu
bæjarstjórnar:
1. Búð sem er opin 24/7
2. Bíó
3. Viðurkenna mistök sín og hætta þessari vitleysu
með því að breyta nafninu á Gaggó í Kvíslar-
skóla, ömurlegur og tilgangslaus leikþáttur!
4. Sundlaugar opnar lengur! Af hverju erum
við eini bærinn sem lokar svona snemma???
5. Byggja vegg á milli Grafarvogs og
Mosfellsbæjar.
6. Byggja WipeOut braut nákvæmlega eins
og hún er í sjónvarpinu, þar sem KFC er.
7. 4-5 stjörnu hótel.
8. Höfn.
9. The M club/M bar
10. Betri deitmenningu fyrir gamalt fólk og samkyn-
hneigða. Síðasta kornið sem fyllt hefur mælinn er mætt. meðan allt lék í lyndi
halli
bæjó
eyþór og birkir