Mosfellingur - 17.03.2022, Síða 33

Mosfellingur - 17.03.2022, Síða 33
verslum í heimabyggð Aðsendar greinar - 33 Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06.30 - 21.30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06.30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 Vespu-, bifhjóla- og bílpróf Annast akstursmat og sé um hæfnispróf fyrir þá sem hafa gleymt að endurnýja. Við sinnum öllum alhliða garðyrkjustörfum s.s jarðvegsvinnu, hellulögnum, steinhleðslum, timburverki, gróðursetningu, trjáklippingum. Garðmenn leggja áherslu á fagleg vinnu- brögð, vandvirkni og skjóta þjónustu. Sími 893 5788 Tilvera okkar er full af áreiti og álita- efnum. Til dæmis hvort maður eigi að bjóða sig fram til setu í sveitastjórn eða ekki. Það eru ótrúlega margar ástæður fyrir því að gera það ekki. Trúið mér, ég er búin að fara yfir þær allar. En á endan- um varð niðurstaðan sú að ég vil leggja mitt af mörkum. Mér finnst skipta máli hverjir stjórna og hvernig er stjórnað. Það er pláss við borðið fyrir fjölbreyttar skoðanir og það er mikilvægt að nýjar raddir fái að heyrast. Við búum í samfélagi sem hefur alla burði til að geta þróast með kröfum nútímans og svarað kalli framtíðarinnar. Þjónusta sveitarfélaga er gríðarlega mikilvæg og snertir hvert einasta heimili. Þegar þjónusta er þróuð, skipulögð og veitt skiptir mestu máli að hlusta á þá sem þiggja hana og ennfremur þá sem veita hana. Ég tel að reynsla mín og þekking á starfsemi sveitarfélagsins geri mig að góðum hlustanda. En það er ekki nóg að hlusta og hafa skoðanir. Það þarf líka að hafa reynslu og þekkingu til að greina aðalatriði frá aukaatriðum, kunna að afla sér upplýsinga og síðast en ekki síst að hafa nægilegan styrk til að geta tekið góðar ákvarð- anir. Ég trúi því að áralöng reynsla í krefjandi verkefnum á vinnumarkaði geri mig hæfa til ákvarðanatöku. Mosfellsbær hefur allt til að bera til að vera fyrirmyndarsveitarfélag. Það er mikilvægt að við leyfum okkur að hugsa stórt og hugsa lengra. Okkar bíða áskoranir við að byggja upp Mosfellsbæ framtíðarinnar. Eftirköst heimsfaraldursins, mótttaka og aðlögun innflytjenda, áhrif loftslagsbreytinga, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, frekari uppbygging íbúðarhúsnæðis, fjölgun íbúa og efling innviða. Þetta eru áskoranir sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir bæði til lengri og skemmri tíma. Það er af nægu að taka. Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og hlakka mikið til að heyra hvað brennur á íbúum í bænum. En svona verkefni vinnur enginn einn. Það skiptir máli að vera í góðum hópi fólks og eiga góða að. Framsókn í Mosfellsbæ er fjölbreyttur og hæfi- leikaríkur hópur fólks sem brennur fyrir því að auka velferð í samfélaginu okkar og treystir sér til að hlusta á íbúa og taka góðar ákvarðanir. Þetta verður eitthvað! Aldís Stefánsdóttir Af því að það skiptir máli Orðið velferð þýðir samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók að „einhverjum farnist vel“. Samkvæmt lögum ber stjórnvöld- um að tryggja velferð sinna þegna og markmið þeirrar velferðarþjónustu sem Mosfellsbær veitir ætti því að vera að auka lífsgæði og stuðla að því að allir íbúar Mosfellsbæjar eigi kost á að lifa með reisn. Velferð skarast á svo mörgum sviðum samfélagsins en hér verður aðeins tæpt á fjölbreyttum þörfum barna, fjölskyldna og einstaklinga á öllum aldri. Innan skólakerfisins er í dag, sem aldrei fyrr, þörf á hæfu og reyndu starfsfólki sem hefur metnað fyrir því sem það er að gera. Einnig þarf að tryggja að stoðþjónusta sé til staðar, á rétt- um tíma og á réttum stað. Öðruvísi getur ekki farið fram faglegt og gott starf sem stuðlar að menntun, þroska og velferð nemenda. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum (s.s. í frístund eða tómstundastarfi) eru að veita þjónustu sem oft er langt umfram „hefðbundna“ kennslu. Kennarar í dag vinna að því alla daga að vinna traust sinna nemenda, lesa í þarfir hvers og eins og með lausnamiðuðum hætti finna leið fyrir hvern einstakling að námi og árangri. Stuðn- ingur við heimili er einnig umfangsmikill þáttur í starfi kennarans ekki síst í vaxandi fjölbreyti- leika samfélagsins. Í einhverjum tilfellum gegna þeir jafnvel því hlutverki að uppfylla þarfir, sem nemendur fá ekki uppfylltar á sínu heimili. Aðstoð og þjónusta við fatlað fólk og eldri borgara á eigin heimilum og á stofn- unum eru líka hluti velferðarþjónustu hvers sveitarfélags. Ef standa á við alþjóðlegar skuld- bindingar sem Ísland hefur gengist við og uppfylla lög um mannréttindi og réttinn til heilsu þá er mikilvægt bjóða upp á búsetu við hæfi og að veita viðeigandi þjónustu á öllum stigum. Þannig er hægt að tryggja að það fjármagn sem veitt er til þessarar þjónustu nýtist sem best. Störf sem þessi krefjast mikils af þeim sem þeim sinna. Það er staðreynd að þeir sem starfa í nánum og krefjandi mannlegum samskipt- um eru í aukinni hættu á kulnun í starfi með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum á heilsu og lífsgæði en ekki síður afleiðingum fyrir gæði þeirrar þjónustu sem er veitt. Starfsumhverfi, samskipti, stuðningur, stjórnun og stjórnsýsla hefur mikil áhrif á þessa þætti og því mikilvægt að rýna í og skoða hvort þar sé gert eins vel og hægt er. Margoft hefur verið bent á að ekki hafi verið rétt gefið þegar þessi þjónusta fluttist frá ríki til sveitarfélaga og vissulega eru sveitarfélögin bundin af kjarasamningum þessara stétta, en við þurfum að horfa á allt þetta umhverfi með gagnrýnum huga og skoða hvort gera megi betur. Jana Katrín Knútsdóttir Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar Velferð og þjónusta í Mosfellsbæ www.bmarkan.is Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.