Mosfellingur - 09.12.2021, Síða 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
HelgiHald næstu vikna
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ4
Helgihaldið í Lágafellssókn tekur mið af
stöðunni í samfélaginu. Á aðventunni
(12., 15. og 19. desember) þarf fólk
að skrá sig á viðburði í kirkjunni inni á
heimasíðu.
sunnudagur 12. desember
SKRÁNING Á HEIMASÍÐU
Litlu jól barnastarfsins kl. 13 í Lágafells-
kirkju. Syngjum jólasöngva og fáum
góðan gest í heimsókn.
sunnudagur 19. desember
SKRÁNING Á HEIMASÍÐU
Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar.
Hátíðarguðsþjónustur 24., 25. og 31.
desember, framvísa þarf neikvæðu
Covid-prófi við kirkjudyrnar.
kyrrðardagur á aðventu
Í Mosfellskirkju laugardaginn 12. des.
kl. 9–11, umsjón: sr. Arndís Linn
aðventusamsögur í lágafellskirkju
SKRÁNING Á HEIMASÍÐU
Syngjum saman jólasálma- og söngva
miðvikudaginn 15. desember kl. 20.
Listapúkinn hlýtur
Múrbrjótinn 2021
Múrbrjótur Landssamtakanna
Þroskahjálpar var afhentur á
alþjóðlegum degi fatlaðs fólks
3. desember. Guðmundur Ingi
Guðbrandsson, nýr félagsmála- og
vinnumarkaðs-
ráðherra, afhenti
Múrbrjótinn við
hátíðlega athöfn
en í ár voru þrír
einstaklingar
sem hlutu
viðurkenninguna
og þar á meðal
einn Mosfellingur,
Listapúkinn, Þórir
Gunnarsson. Þórir hlaut viðurkenn-
ingu fyrir baráttu fyrir aðgengi að
listnámi án aðgreiningar og framlag
á sviði lista. Þroskahjálp hefur frá
árinu 1993 haldið upp á þennan
dag með því að veita Múrbrjóta.
Hann hljóta þau sem þykja hafa
sýnt frumkvæði og ýtt undir
nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs
fólks í samfélaginu og þannig sýnt
mikilvægt frumkvæði og framtak við
að brjóta niður múra í samfélaginu,
sem og viðhorf fólks sem hindra að
fatlað fólk fái þau tækifæri sem það
á að njóta til jafns við aðra.
Uppákomur í jóla
garðinum á næstunni
Jólagarðurinn við Hlégarð hefur
slegið í gegn á aðventunni.
Verkefnið var kosið í Okkar Mosó
2021. Næstu sunnudaga verða
ýmsar uppákomur í garðinum milli
klukkan 13 og 17. Hátíðarvagninn
mætir með heitt kakó og piparkökur
og jólatónlist mun óma um garðinn.
Kl. 14 sunnudaginn 12. desember
mæta Eysteinn álfur og Hulda búálf-
ur og heilsa upp á börnin auk þess
sem jólasveinar verða á vappi og
Kammerkór Mosfellsbæjar syngur
kl. 15:30. Sunnudaginn 19. desem-
ber verður það Karlakór Kjalnesinga
sem syngur nokkur lög kl. 14:00 og
15:30 auk þess sem jólasveinar verða
á ferðinni. Tilvalið er fyrir fjölskyld-
ur að upplifa ljósadýrðina og skapa
minningar á aðventunni. Nægt pláss
er á svæðinu og fólk hvatt til að virða
sóttvarnir og fjarlægðarmörk.
Nánari upplýsingar á www.lagafellskirkja.is og endilega
fylgdu okkur á samfélagsmiðlunum facebook & instagram
Mosfellsbær hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um
miðbæjargarð við Bjarkarholt. Gerður verður samningur við Mið-
stöð hönnunar og arkitektúrs um að halda utan um undirbúning
og framkvæmd hugmyndasamkeppninnar.
Í deiliskipulagi fyrir miðbæ Mosfellsbæjar er gert ráð fyrir mið-
bæjargarði við Bjarkarholt. Svæðið er um hálfur hektari að stærð
og tillaga um garðinn byggist meðal annars á áliti rýnihópa íbúa
sem lögðu áherslu á græna ásýnd miðbæjarins.
Skipuð verður fimm manna dómnefnd þar sem verða tveir full-
trúar bæjarstjórnar, skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar auk tveggja
fagaðila sem Miðstöð hönnunar og arkitektúrs tilnefnir. Helstu
tímasetningar eru þannig að verkefnalýsing og kynningarefni verði
tilbúið til auglýsingar 6. janúar 2022, samkeppnin verði auglýst op-
inberlega og kynningarfundur haldinn 10. janúar 2022, skilafrestur
tillagna verði til miðnættis 21. mars 2022. Að þessu loknu taki við
vinna dómnefndar og niðurstaða samkeppninnar verði kynnt
sumardaginn fyrsta sem verður 21. apríl 2022
lunga nýja miðbæjarins
„Ég bind miklar vonir við þessa hugmyndasamkeppni og sé
fyrir mér að miðbæjargarðurinn geti orðið eins konar lunga nýja
miðbæjarins þar sem íbúar geti notið fallegs umhverfis, gróðurs,
veitinga og stundað einfaldari íþróttir með börnum, vinum og fjöl-
skyldu,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
„Miðbæjargarðurinn hefur alltaf verið hugsaður sem miðja
svæðisins og mikilvægt er að nýta tækifærið til að þróa miðbæinn
okkar saman sem stað þar sem við komum saman, njótum lífsins
og sinnum heilsueflingu,“ segir Haraldur.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs heldur utan um samkeppni • Fimm manna dómnefnd
efnt til hugmyndasamkeppni um
miðbæjargarð við Bjarkarholt
tölvugerð skissa af
miðbæjarsvæðinu
Kvenfélag Mosfellsbæjar færði Slökkviliðinu á Skarhólabraut glaðning þann 1. desem-
ber. Þá fékk stöðin sjúkrabílabangsa að gjöf sem hafa komið sér vel fyrir yngstu farþeg-
ana því erfitt getur verið fyrir börn að ferðast með sjúkrabíl. Áður hafa kvenfélagskonur
gefið bangsa til sjúkraflutningamanna sem reynsta hafa vel.
Bangsagjöf frá kvenfélaginu
Ábendingar óskast
um íþróttafólk
Það styttist í kjör íþróttakonu og
íþróttakarls Mosfellsbæjar 2021.
Óskað er eftir útnefningum og
ábendingu til 18. desember sem
skulu sendast á dana@mos.is.
Þeir sem eru gjaldgengir sem
íþróttakarl og íþróttakona Mos-
fellsbæjar skulu koma úr röðum
starfandi íþróttafélaga/deilda í bæj-
arfélaginu eða vera með lögheimili
í Mosfellsbæ en stunda íþrótt sína
utan sveitarfélagsins.