Mosfellingur - 09.12.2021, Side 6
Laugavegi 26 • 101 Reykjavík • sími 512 4200 • kanon@kanon.is • www.kanon.is
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Þóra Björg býður
sig fram í 5. sæti
Þóra Björg Ingimundardóttir hefur
ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti á
lista í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
sem verður haldið 5. febrúar. Þóra
Björg er við-
skiptafræðingur
og hefur sinnt
ýmsum félags-
störfum innan
stúdentafélaga
bæði í mennta-
skóla og háskóla.
„Ég hef búið í
Mosfellsbæ allt mitt líf og vil því
leggja mitt af mörkum til að rækta
þetta fallega og fjölbreytta bæjar-
félag sem við búum í. Mosfellsbær
fer ört stækkandi sem skapar nýjar
áskoranir sem þarf að leysa ásamt
nýjum tækifærum til að skara
fram úr, hvort sem um er að ræða
menntamál, menningarmál eða
aðra málaflokka,“ segir Þóra.
Kolbrún býður sig
fram í 1. sæti
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjar-
fulltrúi, varaformaður bæjarráðs og
formaður fræðslunefndar býður sig
fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins. Hún
hefur setið í
bæjarstjórn frá
árinu 2014 og
var áður fyrsti
varabæjarfulltrúi
2010–2014.
Auk þess hefur
Kolbrún setið í
stjórn skíðasvæðanna og situr nú
fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn
Sorpu byggðasamlags. Kolbrún
var formaður fjölskyldunefndar frá
2010–2016. Kolbrún er kennari og
lýðheilsufræðingur að mennt og
stundar nú nám í stjórnun mennta-
stofnana við Háskóla Íslands. „Ég
hef búið í Mosfellsbæ með hléum
í 45 ár og á þrjá syni. Mitt hjarta
slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim
verkefnum sem ég tek að mér.
Ég hef mikla löngun til að vinna
með góðu og jákvæðu fólki að mál-
efnum Mosfellinga,“ segir Kolbrún.
Kári Sigurðsson gefur
kost á sér í 4.-6. sæti
Kári Sigurðsson býður sig fram í
4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Mosfellsbæ sem fram
fer í janúar. Kári
30 ára gamall og
uppalinn Mosfell-
ingur frá blautu
barnsbeini. Kári
hefur starfað í
félagsmiðstöðinni
Bólinu og sem
flokksstjóri og
launafulltrúi í vinnuskóla Mosfells-
bæjar á sínum yngri árum.
Unnusta Kára heitir Ásta Ólafsdóttir
þjónustu og sölustjóri hjá Nova og
eiga þau einn son. Kári starfar sem
viðskiptastjóri. „Ég hef áhuga á því
að nýta krafta mína til að styrkja
innviði bæjarins hvort sem það eru
skipulagsmál eða einföldun ferla.“
Júlíana sækist eftir
5. sæti í prófkjöri
Júlíana Guðmundsdóttir hefur
ákveðið að bjóða sig fram í 5. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri
flokksins sem fram fer 5. febrúar
2022. „Ég hef
mikinn áhuga
og metnað til
þess að starfa
fyrir sveitarfélagið
og kynnast því
góða starfi sem
hefur átt sér stað
í Mosfellsbæ og
enn fremur að menntun mín og
reynsla af atvinnulífinu muni nýtast
vel í þeirri uppbyggingu sem fram
undan er. Við hjónin erum nýflutt
í Mosfellsbæ og þegar við vorum
að ákveða að kaupa fasteign þá var
þetta eina sveitarfélagið sem kom
til greina og var það m.a. vegna ná-
lægðarinnar við náttúruna og dóttur
okkar sem einnig er nýflutt í bæinn.
Ég er menntaður lögfræðingur með
héraðsdómslögmannsréttindi og
starfa í dag sem lögfræðingur fyrir
fimm stéttarfélög. Ég er gift Sigurði
Árna Reynissyni og saman eigum
við tvö börn og eitt barnabarn.“
Arna Hagalíns gefur
kost á sér í 2. sæti
Arna Hagalíns býður sig fram í 2.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Arna er með B.Ed frá Kennarahá-
skóla Íslands og MBA-gráðu með
áherslu á mann-
auðsstjórnun frá
háskólanum í
Aberdeen í Skot-
landi. Arna starfar
sem rekstrar- og
fjármálastjóri hjá
E. Gunnarsson
ehf. auk þess að
þjálfa fólk í að auka eigið sjálfstraust
hjá Dale Carnegie. „Ég brenn
fyrir mannlegu málunum, skóla-,
íþrótta- og tómstundamálum. Er
metnaðargjörn, jákvæð og lausna-
miðuð og er þeirrar skoðunar að
góður árangur sé afrakstur góðrar
samvinnu. Á kjörtímabilinu hef ég
starfað sem varabæjarfulltrúi, aðal-
maður í fræðslunefnd, varamaður
í menningar- og nýsköpunarnefnd
og fulltrúi í Heilbrigðiseftirliti Kjós-
arsvæðis. „Ég veit að reynsla mín,
þekking og menntun getur komið
að gagni og óska ég eftir stuðningi
til að halda áfram að efla og styrkja
okkar framsækna samfélag.“
Á hverju ári eru margháttaðar framkvæmdir
á vegum Mosfellsbæjar auk þess sem unnið
er að framkvæmdum í samvinnu við ríkið.
Nú stendur yfir undirbúningur vegna
viðbyggingar við Leirvogstunguskóla sem
mun hýsa eldhús skólans og er gert ráð fyrir
því að framkvæmdirnar hefjist um næstu
áramót.
Þá var 2. og 3. áfangi Helgafellsskóla tek-
inn í notkun í ágúst 2021 og hýsir skólinn
nú starfsemi fyrir börn frá eins árs upp í
10. bekk. Í þessum áfanga voru sérgreina-
stofur og glæsilegur samkomusalur tekin
í notkun. Þá er undirbúningur hafinn við
hönnun og síðar byggingu íþróttahúss við
Helgafellsskóla.
Loks er hönnun og bygging nýs leikskóla
í Helgafellslandi nú í vinnslu en hönnun
skólans var boðin út í ár og stendur hönn-
unin nú yfir. Leikskólinn mun standa á lóð
við Vefarastræti 2-6 og gert er ráð fyrir að
framkvæmdin verði boðin út vorið 2022.
Að auki hafa verið í gangi umfangsmiklar
endurbætur á húsnæði Mosfellsbæjar s.s.
í íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem
fjórir búningsklefar hafa verið teknir í gegn
og í Krikaskóla þar sem gluggar hafa verið
endurnýjaðir og lagnir og dren kringum
skólann ásamt endurnýjun gólfplötu og
gólfefna.
Framkvæmdir í samvinnu við ríkið
Vesturlandsvegur milli Skarhólabrautar
og Langatanga var tvöfaldaður á síðasta
ári og nú er í útboði tvöföldun næsta kafla
milli Langatanga og Þverholts. Á þeim kafla
er gert ráð fyrir breikkun vegarins með
miðdeili sem og að koma fyrir nýrri afrein
að Sunnukrika. Gert er ráð fyrir að þeim
framkvæmdum ljúki á næsta ári.
Samgöngustígur í gegnum Ævintýragarð
frá Brúarlandi að Leirvogstunguhverfi er nú
á lokametrunum en gert ráð fyrir að verk-
inu ljúki næsta vor með yfirborðsfrágangi
meðfram stígnum. Stígurinn er tvöfaldur
þar sem hjólareinar í sitthvora áttina eru
annars vegar en göngustígur hins vegar.
Þá er unnið að undirbúningi byggingar
44 nýrra hjúkrunarrýma við hjúkrunar-
heimilið Hamra og stefnt er að því að fram-
kvæmdir hefjist á árinu 2022.
Nýframkvæmdir Mosfellsbæjar og undirbúningur næsta árs
Fréttir aF helstu
Framkvæmdum
hringvegurinn í gegnum bæinn
heldur áfram að breikka
Halldóra Bragadóttir framkvæmdastjóri Kanon
arkitekta sem fer með hönnun nýs leikskóla og
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri skrifa undir.
Leikskólinn verður um 1.700 fermetrar að stærð, byggður á tveimur hæðum og þar er gert ráð fyrir
stóru útileiksvæði ofan á þaki neðri hæðarinnar eins og sést á meðfylgjandi vinnuskjali.
Nýting á heitu vatni á Íslandi á
sér sterka sögulega skírskotun til
Reykjahverfis og þar er ennfremur
upphaf nýtingar á heitu vatni á
Íslandi en Stefán B. Jónsson bóndi
á Reykjum leiddi fyrstur manna
heitt vatn inn í íbúðarhús á Íslandi
árið 1908.
Í því ljósi hafa vaknað hugmynd-
ir um að reistur verði Orkugarður í
Reykjahverfi á lóð í eigu Veitna ohf.
Í viðræðum við Veitur hefur komið
fram að mikill áhugi sé á hugmynd-
inni og hefur fyrirtækið lýst því yfir að það sé reiðubúið til þess að undirrita viljayfirlýsingu
um verkefnið og setja fjármuni til uppbyggingar og frágangs árin 2023-2024.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur nú heimilað gerð viljayfirlýsingar milli Mosfellsbæjar og
Veitna ohf. um Orkugarð í Reykjahverfi og falið skipulagsnefnd það verkefni að útfæra
hugmyndina nánar og undirbúa deiliskipulag fyrir Orkugarð.
undirbúningur Orkugarðs
í Reykjahverfi hafinn
Mikill áhugi á hugmynd Mosfellsbæjar og Veitna
veitur eiga lóð við reyki, efst í reykjahverfi
Hjörtur býður sig
fram í 4. sæti
Hjörtur Örn Arnarson gefur kost
á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna
sem fer fram 5. febrúar 2022. Hjört-
ur er landfræð-
ingur frá Háskóla
Íslands og með
framhaldsmennt-
un í kortagerð og
landmælingum
frá Danmörku.
Hann er giftur
Klöru Gísladóttur
kennara í Helgafellsskóla og eiga
þau saman 3 börn. Hjörtur hefur
starfað í verkfræðigeiranum í hátt í
20 ár og komið að skipulagsmálum,
landmælingum og kortagerð. Hjört-
ur hefur tekið þátt í starfi Aftureld-
ingar í gegnum tíðina, bæði sem
þjálfari og sjálfboðaliði. „Ég býð
fram krafta mína í bæjarpólitíkinni í
Mosfellsbæ og óska eftir stuðningi í
4. sætið. Ég hlakka til að takast á við
spennandi verkefni í þágu bæjarbúa
í þeirri miklu uppbyggingu sem
fram undan er í sveitarfélaginu.“
MOSFELLINGUR
Jólablað
mOsFellings kemur út
23. desember
mosfellingur@mosfellingur.is