Mosfellingur - 09.12.2021, Side 8

Mosfellingur - 09.12.2021, Side 8
Ingólfur Hrólfsson formaður s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður s. 896 5700 bruarholl@simnet.is Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri s. 863 3359 margretjako@gmail.com Snjólaug Sigurðardóttir ritari s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi s. 898 3947 krist2910@gmail.is Jóhanna B. Magnúsdóttir 1. varamaður s. 899 0378 hanna@smart.is Þorsteinn Birgisson 2. varamaður s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com StJÓrn FaMoS Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu Skrifstofa félagsstarfsins er opin alla virka daga kl. 13–16. Sími félags- starfsins er 586-8014. Forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda- og félagsmálafræðingur, s: 698-0090. Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16. FélaG aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is - Fréttir úr bæjarlífinu8 Félagsvist Félagsvist 10. desember kl. 13:00 í borðsal Eirhamra. Aðgangur er ókeypis en auðvitað er alltaf frír kaffisopi og vinningur ef heppnin er með þér. Grímuskylda er í félags- miðstöðvunum ef nálægð fólks er minni en 1 m. Sprittum hendur líka milli spila. JÓlaBInGÓ Á BarIon Þriðjudaginn 14. desember kl. 15:00. Þverholti 1. Bingónefnd FaMos ásamt Hilmari Gunnarssyni gestabingó- stjóra ætla að halda skemmtilegt JÓLABINGÓ. Aðgangseyri er 1.000 krónur og innifalið er eitt bingóspald, kaffi og meðlæti. Aukaspjald á 300 kr. Glæsilegir vinningar í boði. Hlökkum til að sjá þig. Bingónefnd FaMos og félagsstarfið Mosfellsbæ. Jólaskreytingadagar 14. og 15. desember Miðvikudaginn 14. des. og fimmtu- dag 15. des. kl. 13:00 ætlar Brynja að vera með tilsögn í skreytingagerð og hjálpa þeim sem vilja búa til nýjar skreytingar eða dusta rykið af þeim gömlu. Endilega komið með það efni sem þið eigið sjálf. Hýasintur, greni og eitthvað skreytingaefni verður til á staðnum. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síma 586-8014 eða 698-0090 eða á blað. Heilsa og hugur Námskeiðið sem hefur slegið í gegn. Byrjar 10. janúar kl 9:30 fyrir BÁÐA HÓPANA. Skráning er hafin á frábæra námskeiðið okkar Heilsa og hugur fyrir 60+ og ætlum við að byrja mánudaginn 10. janúar en þá mæta báðir hóparnir saman í FEllIð við Varmá kl 9:30. Á mánudögum verða tímarnir okkar sameiginlegir en tímsetningarnar halda sér á miðvikudögum og föstudögum eins og þið skráið ykkur í. Hóparnir eru tveir, kl. 9:30 og 10:30. Posi verður á staðnum og það kostar 12 þús krónur tímabilið. Þeir sem eru búinar að skrá sig hjá kennurum þurfa EKKI að gera það aftur. Hlökkum mikið til að sjá ykkur. Bestu kveðjur, Halla Karen og Berta. Skráning í síma 6980090 eða á elvab@mos.is BaSar/BÚð 2021 Minnum á basarbúðinna okkar í fé- lagsstarfinu Hlaðhömrum 2. Fallegar handunnar vörur á afar góðu verði og úrvalið fjölbreytt. Hlökkum til að sjá sem flesta í basarbúðinni. Keypt eru gjafabréf fyrir allan ágóðann sem síðan eru gefin til þeirra sem á þurfa að halda í samráði við kirkjuna og félagsþjónustuna. Opnunartími basarbúðarinnar mán.-fim. 11:00-16:00 og fös. 13:00-16:00. Posi verður á staðnum. STYRKJUM GOTT MÁLEFNI. Minnum á grímuskyldu. Heilbrigðisstofnunin Reykjalundur fagnar 76 ára afmæli á þessu ári en Reykjalundur hefur á þessum tíma verið einn fjölmenn- asti vinnustaður bæjarins. Reykjalundur er eins og kunnugt er í eigu SÍBS og er stærsta endurhæfingarstofnun landsins. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæf- ing sem miðar að því að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar einkenn- ist af samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð meðferðarteymi ásamt deildinni Miðgarði sem veitir sólahringsþjónustu. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustu á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeð- ferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur. Samhliða enduhæfingarstarfseminni rekur Reykjalundur sambýlið Hlein sem er fyrir mikið fatlað fólk sem hefur fatlast af völdum sjúkdóma eða slysa. Heimsfaraldur hefur áhrif Síðan fyrsta COVID-smitið greindist hér á landi þann 28. febrúar 2020 hefur sann- arlega orðið atburðarás í íslensku samfélagi sem enginn hefði trúað fyrir fram að eiga eftir að upplifa. Nú hafa um 18.000 Íslendingar smitast af COVID en sem betur fer hafa flestir náð sér að fullu. Bráð einkenni COVID eru vel þekkt og líkjast í flestu öðrum veirusýkingum í öndunarvegi s.s. með kvefeinkennum, hita, vöðva- og beinverkjum og stundum skerðingu á bragð- og lyktarskyni. Það sem hefur hins vegar komið á óvart er hversu lengi einkenni geta varað og hve fjölbreyti- leg þau eru. Flestir sem smitast og veikjast af COVID-19 ná bata á nokkrum vikum. Um fjórðungur upplifir þó einkenni í meira en fjórar vikur en margt bendir til að hátt í tíundi hver hafi ekki náð sér eftir 12 vikur. Þetta ástand er algengara meðal þeirra sem hafa veikst alvarlega af COVID-19 en hins vegar eru fjölmörg dæmi um langvinn ein- kenni eftir tiltölulega væga sýkingu. Smittölur að undanförnu þær hæstu Reykjalundur kom mjög fljótt að um- ræðu um endurhæfingu einstaklinga með langvinn einkenni COVID. Langvinn einkenni sem einstaklingar hafa í kjölfar veikindanna eru um margt keimlík þeim einkennum sem hrjá þá einstaklinga sem Reykjalundur er vanur að sinna, þó svo að orsökin sé önnur. Þannig eru verkjavanda- mál, stoðkerfiskvillar, kvíði, depurð, svefn- truflanir, þrekleysi og kulnun. Ánægjulegt er frá því að segja að frá maí 2020 hafa um 100 manns lokið með- ferð vegna langvinnra einkenna COVID á Reykjalundi. Þar sem endurhæfingar- starf Reykjalundar fer að öllu leyti fram samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið gerðir tímabundnir viðbótarsamningar milli Reykjalundar og Sjúkratrygginga um stóran hluta þessarar endurhæfingar. Ljóst er að bólusettir einstaklingar fá síð- ur langvinn einkenni heldur en óbólusettir. Út frá því mætti ætla að færri Íslendingar þjáðust af langvinnum einkennum af völd- um COVID og þar með biðlisti þessa hóps inn á Reykjalund að minnka. Það virðist vera raunin en þó þarf að hafa í huga að smittölur í nóvember og desember á þessu ári eru þær hæstu hér á landi síðan farald- urinn hófst. Sá hópur sem gæti átt á hættu að fá langvinn einkenni í kjölfar þeirra smita er ekki kominn fram. Hólfaskipting og röskun á starfsemi Heimsfaraldurinn hefur einnig sett dag- lega starfsemi í uppnám. Snemma á árinu voru skilgreind fjögur ólík viðbragðsstig í starfseminni þar sem litir eru notaðir til að einkenna viðbragðsstigið. Því miður hefur Reykjalundur verið að mestu í hólfaskipt- ingu á háu viðbragðsstigi alveg frá því í ágúst og í raun stóran hluta þessa árs. „Í sjúklingahópi okkar á Reykjalundi er að finna fjölda einstaklinga í viðkvæmum áhættuhópum og þeim verðum við að sýna virðingu ásamt því að leggja okkur fram við að skapa traust og öryggi hjá þeim í sótt- varnarmálum sem og öðru,“ segir Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar. aðventukveðjur Starfsfólk Reykjalundar sendir sjúkling- um og skjólstæðingum, Mosfellingum og öllum öðrum velunnurum starfseminnar hugheilar aðventukveðjur með von um að sem flestir nái að njóta þess skemmtilega árstíma sem nú fer í hönd. Jafnframt fylgja bestu þakkir fyrir samstarf og hlýhug á liðnum árum. Heimsfaraldur hefur sett daglega starfsemi í uppnám • Hólfaskipting á háu viðbragðsstigi • Fjöldi í áhættuhópum um 100 manns lokið meðferð á reykja- lundi vegna langvinnra einkenna CoVid árlegur jólabasar reykjalundar

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.