Mosfellingur - 09.12.2021, Síða 30

Mosfellingur - 09.12.2021, Síða 30
 - Aðsendar greinar30 Á ensku talað um „conflict of interest,“ þ.e. þegar atvik valda því hagsmunir aðila rekast á. Einn aðil- inn getur verið sá sem hefur umboðið (e. agent) og hinn umboðsveitandinn (e. principal). Það kann að vera að hagræðing sé því að veita einhverjum umboð. Hvað getur gerst þegar umboðsveitandinn er ekki viðstaddur, farið er út fyrir umboðið og svik eru í tafli? Í dómum sem hafa fallið frá hruni íslenska fjármálakerfisins, sem skall á 2008, hefur verið dæmt í umboðssvikamálum. Þá hafa fallið dómar sem varða refsingu ef sá sem umboðið hafði, umboðsþeginn, fór út fyrir umboðið. Með störfum margra er fólgið umboð, þ.e. stöðuumboð. Einnig eru menn með umboð í tengslum við störf sín, sbr. störf lögmanna, starfsmanna í stjórnkerfinu sem innan fjármálakerfisins og víðar. Í kosningum veitum við kjörnum fulltrúum umboð. Þá er um að ræða pólitískt umboð og leggja stjórnmálamenn og flokkar fram stefnu sína fyrir hverjar kosningar og eru svo dæmdir af verkum sínum síðar í næstu kosningum. Þar sæta stjórnmálamenn sinni pólitísku ábyrgð. Margir ákveða reyndar að þeirra staða sé orðin það veik að þeir ákveða fyrir fram að yfirgefa pólitíska sviðið og tilkynna í tíma að þeir bjóði sig ekki aftur fram. Þegar kjörnir fulltrúar eru ráðnir til starfa stöðu sinnar vegna, þ.e. þegar þeir ná meirihluta, eru þeir orðnir hluti stjórnkerfisins, þ.e. framkvæmdastjórnar í sveitarfélögum eða innan framkvæmdavaldsins, ráðherrar. Framkvæmda- stjórar sveitarfélaga, oft nefndir bæjarstjórar, eru þá orðnir bæði stjórnmálamenn og starfsmenn, þ.e. embættismenn. Vandinn við slíkt fyrirkomu- lag hefur m.a. leitt til þess að félagar þeirra, sem síðar vænta þess að ná sömu vegsemd, eru þeir hinir sömu og samþykkja ráðningarsamning við- komandi bæjarstjóra. Þar eru laun oft mjög há og eins og fyrir hrun fjármálakerfisins er það réttlætt með því að annan eins snilling sé ekki að finna í bæjarfélaginu, nú eða í landinu. Einnig er fullyrt að viðkomandi sæti svo mikilli ábyrgð að háu launin réttlæti það, eftir atvikum kaupréttir og önnur vildarkjör. Einhverjir sækjast eftir að fá einhvern í starfið sem hentar, einhvern sem spilar með. Í upphafi þessa kjörtímabils í Mosfellsbæ samdi meirihlutinn við bæjar- stjórann um laun sem eru miðuð við laun ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu. Hvað hékk á spýtunni? Á kjörtímabili sitjandi sveitarstjórna á Íslandi í dag féllu brott lög um kjararáð. Laun ráðuneytisstjóra í forsætisráðu- neytinu hækkuðu skömmu síðar, og þar með bæjarstjórans í Mosfellsbæ, um sem nemur 114.510 krónur eftir áramótin 2019 og 2020 og fóru þá í 1.932.203 á mánuði. Varð forseta lýðveldisins þá svo um að hann ákvað að afþakka hækk- un sína en um það má lesa í frétt í Fréttablaðinu 8. apríl 2020. Talnakönnun gaf út skýrslu fyrir Félag forstöðumanna ríkisstofnana, sem birt var í mars sl. Þar kom fram að launa- þróun ráðuneytisstjóra hefur hækkað umtalsvert umfram forstöðumenn og nokkuð umfram launavísitölu. Sjá má samkvæmt þessu að skattgreiðendur eru að hanna hér á landi nýja elítu embættismanna og kjósa yfir sig kostnað ár frá ári. En sæta þessir aðilar ábyrgð? Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins 24. ágúst sl. er fullyrt að laun bæjarstjórans í Mosfellsbæ séu komin í um eða yfir 2.141.000,- krónur á mánuði. Regluleg mánaðarlaun, skv. Hagstofu Íslands, námu árið 2020 um kr. 480 til 749 þúsund, regluleg laun í fullu starfi að meðaltali um kr. 670 þúsundum. Umboðsvandinn leynist víða og veldur skattgreiðendum tjóni ár eftir ár þar sem frændhygli, vinavæðing og und- irlægjuháttur óbætanlegu tjóni. Breytum þessu í næstu kosningum. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Kjósum rétt á kom- andi ári. Sveinn Óskar Sigurðsson Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ Eilíf hækkun launa íslensku elítunnar – Æðstu embættismannanna Dreifing launa fullvinnandi launafólks 2020 Heimild: Hagstofa Íslands Fjárhagslegt umhverfi sveitarfé- laganna hefur einkennst af mikilli óvissu undanfarin 2 ár af orsökum sem við öll þekkjum. Á covid-tímum varð reksturinn vandasamari og tekjur lækkuðu. En eins og fyrirliggjandi fjárhags- áætlun 2022 sýnir þá er fjárhagur sveitarfélagsins að komast á betra ról fyrr en menn töldu að væri mögulegt í upphafi faraldurs, tekjufallið er að skila sér hraðar til baka og tekjur að nálgast það sem var fyrir faraldur. Mosfellingum heldur áfram að fjölga og þar með skila sér auknar tekjur í kassann. En fjölgun íbúa fylgir líka aukin þjónustuþörf. Auðvitað er ýmislegt gott að finna í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sem allir flokkar í bæjarstjórn geta skrifað undir. En fjárhagsáætlunin er ekki unnin í samstarfi og þ.a.l. hafa flokkar í minnihluta ekki tækifæri til að koma sínum áherslu- atriðum að. Tíu dropa útsvarslækkun til heimabrúks Áherslur í fjárhagsáætlun end- urspegla pólitíska afstöðu þeirra stjórnmálaflokka sem hana leggja fram, þ.e. Vinstri grænna og Sjálf- stæðisflokks. Lækkun útsvarspró- sentu um 0,04 prósentustig frá leyfilegu hámarki er pólitísk aðgerð til að tikka í box skattalækkana hjá Sjálfstæðisflokknum og VG töltir með. Eins og við Samfylkingarfólk höfum margoft bent á skiptir þessi lækkun í raun engu máli fyrir ein- staka útsvarsgreiðendur. Þannig heldur útsvarsgreiðandi sem er með 500.000 krónur á mánuði eftir aukalega 200 krónum sem duga fyrir kaffibolla á bensínstöðinni. Bæjarbúinn með 2.000.000 á mánuði getur farið í bakaríið og fengið sér kaffi og með því. Þetta smellpassar við hugmyndafræði sjálfstæðismanna. Meirihlutinn ákveður nú sjötta árið í röð að innheimta ekki fullt útsvar. Árið 2022 þýðir það 24 milljónum minna í kassann. Lauslega reiknað eru það ríflega 100 millj- ónir sem meirihlutinn hefur afþakkað inn í rekstur bæjarins á þessum árum. Í ljósi þess að ábati einstakra útsvarsgreiðenda er lítill sem enginn telur Samfylkingin að í stækkandi sveitarfélagi hefði verið skyn- samlegra og til ábata fyrir samfélagið í heild að nýta þessa fjármuni í brýn verkefni s.s. aukinn stuðning og sérfræðiþjónustu innan skólakerfisins, aukinn kraft í umhverfis- og loftslagsmálin eða til að auka stuðning við þau sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi, svo einhver dæmi séu nefnd. Sveitarfélögin í landinu halda því fram með réttu að ríkið hafi ekki látið fylgja nægilega fjármuni með flutningi verkefna frá ríkinu til sveitarfélaganna. Má þar nefna grunnskólann og málefni fatlaðs fólks. Reyndar hefur komið fram í umræðunni að 9 milljarða vanti inn í málflokk fatlaðs fólks frá ríkisvaldinu. Á það er bent að tekjumöguleikar sveitarfélaganna séu mun takmarkaðri en ríkisvaldsins enda geta sveitarfélög ekki ákveðið nýja skatta eins og ríkið. Þannig séu sveitarfélögin að nýta fjármuni sem ættu að fara í annað til að halda upp lögbundinni þjónustu í þessum málaflokkum. Á móti þessum rök- um hafa heyrst, m.a. frá framámönnum í ríkisstjórn Sjálfstæðismanna, VG og Fram- sóknar, að það sé holur hljómur í kröfum sveitarfélaganna um aukin fjárframlög þegar sveitarfélögin fullnýti ekki útsvars- heimildina. Við tökum undir þá skoðun framámanna ríkisstjórnarinnar því þegar öllu er á botninn hvolft þá koma fjármunir til þessara mikilvægu samfélagsverkefna alltaf af sköttum borgaranna. Lækkun útsvars um 0,04 prósentustig er sýndarmennska í heimabyggð sem flækir málin í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Ólafur Ingi Óskarsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar Nokkur orð um fjárhagsáætlun og kaffisopa Dagur sjálfboðaliðans er 5. desember ár hvert samkvæmt útnefningu Sameinuðu þjóðanna. Á þeim degi er vel við hæfi að setja á blað nokkur orð um störf kvenfélaga sem vinna sín störf af hugsjón. Almenn skilgreining á sjálfboðaliðastarfi er á þessa leið: Sjálfboðið vinnuframlag einstaklinga sem taka að sér að sinna valfrjálsum viðfangsefnum sem unnin eru með hags- muni almennings að leiðarljósi án þess að viðkomandi fái greiðslu fyrir. Kvenfélagskonur hafa alla tíð sinnt málefnum í nær- samfélagi sínu. Á árinu sem er að líða hefur engin undan- tekning orðið á því og hefur Kvenfélag Mosfellsbæjar fært nokkrum aðilum gjafir sem við vonum að komi að góðum notum. Hamrar hjúkrunarheimili fékk t.d. þrjár JOY FOR ALL rafkisur að gjöf. Þær eru með innbyggðan skynjara og bregðast við faðmlögum og klappi á svipaðan hátt og alvöru kisur gera. Sambýlið Hlein við Reykjalund fékk loftdýnu með mótor sem hentar vel til að fyrirbyggja þrýstingssár og eykur almenna vellíðan. Síðast í þessari upptalningu er Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem fékk að gjöf 60 handprjónaða bangsa, svokallaða sjúkrabílabangsa sem eins og nafnið bendir til eru hafðir til taks í sjúkrabílunum og gefnir yngstu sjúklingunum. Okkur kvenfélagskonum er umhugað um nærsamfélagið en við tökum einnig virkan þátt í starfi Kvenfélagasam- bands Íslands sem við erum stoltir aðilar að. Innan KÍ eru u.þ.b. 150 kvenfélög starfandi um land allt eða um 5.000 konur sem vinna óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Oft fer þetta starf ekki hátt en til að setja það í samhengi við tölur er gaman að segja frá því að á árunum 2018-2020 hafa kvenfélagskonur um land allt gefið samtals 179.053.274 krónur til samfélagsins skv. skýrslu sem flutt var á fjöl- mennu landsþingi KÍ í Borgarnesi nýlega. Kvenfélagskonur um allt land tóku saman höndum og tóku þátt í afmælissöfnuninni „Gjöf til allra kvenna á Ís- landi“ í tilefni 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. Með sölu á sérmerktum armböndum og súkkulaði frá Om- nom var safnað fyrir tækjum og hugbúnaði þeim tengdum sem kemur til með að gagnast öllum konum um landið allt. Um er að ræða mónitora, ómtæki og rafrænar teng- ingar milli landsbyggðar og Kvennadeildar Landsspítala. Þessi búnaður kemur til með að stytta biðtíma, lágmarka ferðalög og auka öryggi hvort sem um er að ræða aðstoð og greiningu vegna meðgöngu, fæðinga eða skoðana vegna kvensjúkdóma. Markmiðið var að safna 36 milljónum, undir lok söfnunar var upphæðin komin í 34 milljónir og erum við þakklátar fyrir góðar undirtektir. Kvenfélag Mosfellsbæjar hefur starfað í 112 ár, þó ekki alltaf undir sama nafninu. Við fundum fyrsta mánudag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina og tökum fagnandi á móti gestum og nýjum félögum. Kæru Mosfellingar, við kvenfélagskonur óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum veittan stuðning á liðnum árum. Fyrir hönd stjórnar KM Vilborg Eiríksdóttir ritari Fréttir af starfi Kvenfélags Mosfellsbæjar Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður Hamra og Auður Kjartansdóttir gjaldkeri Kvenfélagsins með þrjár rafkisur.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.