Mosfellingur - 09.12.2021, Síða 33
verslum í heimabyggð
Aðsendar greinar - 33
Þverholti 3 - Sími: 566-6612
FÓTAAÐGERÐASTOFA
MOSFELLSBÆJAR
www.motandi.is
Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200
www.artpro.is
Opnunartími
sundlauga
lágafellslaug
Virkir dagar: 06.30 - 21.30
Helgar: 08:00 - 19:00
Varmárlaug
Virkir dagar: 06.30-08:00 og 15:00-21:00
Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00
GÓÐIR MENN EHF
Rafverktakar
GSM: 820-5900
• nýlagnir • viðgerðir
•
• hönnun og uppsetning á öryggiskerfum
• síma og tölvulagnir
Löggiltur rafverktaki
Í litlu þorpi úti á landi þar sem ég er
alin upp þá vorum við krakkarnir
reglulega minntir á að kurteisi kostar
ekkert. Einnig að taka tillit til annarra,
þótt ólík séum.
Mér þótti þetta ægileg klisja þegar
mamma mín sagði þetta við mig, en
eftir að ég varð eldri þá skildi ég mein-
inguna og hef alltaf lagt mig fram um
að fara eftir þessu því eitt af höfuðgildum í mínu
lífi er að koma vel fram við aðra og sýna þeim
kurteisi, hlýju og kærleika.
Allir eiga rétt á að vera nákvæmlega eins
og þeir eru og eiga að fá að blómstra á sínum
forsendum. Sýnum öðru fólki virðingu, því
fjölbreytileikinn geri okkur betri. Við verðum
sterkara samfélag og betri bær fyrir vikið.
Hvers vegna eru sumir þannig að þeir þurfa
alltaf að gera lítið úr öðrum og bera ekki virð-
ingu fyrir fólki sem er ekki eins og þeir sjálfir?
Við getum ekki breytt öðrum en við getum
breytt viðhorfi okkar til annarra. Við eigum
ekki að vera neikvæð heldur taka fólki eins
og það er og sýna öllum virðingu og
hlýju.
Erum við ekki á rangri braut ef okkur
finnst við vera yfir aðra hafin og vera
klárari en aðrir? Sýnum öðrum kærleika
og tillitsemi því allt er þetta ákvörðun
okkar sjálfra, hvernig við ætlum að
koma fram, hvernig ætlum við að hafa
daginn okkar, góðan, jákvæðan og skemmtileg-
an eða leiðinlegan, neikvæðan og fúlan.
Ef við reynum að horfa jákvæðum augum á
það sem dagurinn ber í skauti sér og ákveðum
að við ætlum að vera hamingjusöm þá mun
dagurinn sannarlega verða betri.
Mig langar að vekja athygli á þessu þar sem
mér finnst fólk of oft sýna öðrum óvirðingu,
jafnvel niðurlægingu og skrifa ljóta hluti án
þess að hugsa um hvaða afleiðingar það getur
haft. Sýnum frekar öðrum tillitsemi og kurteisi.
Reynum að sýna kærleika og brosa til ókunn-
ugra því „bros getur dimmu í dagsljós breytt“.
Kristín Ýr Pálmarsdóttir
Eigum við ekki öll rétt á að vera
eins og við erum, eins ólík
og okkur var ætlað að vera!
Kæru Mosfellingar. Nú hefur Fram-
sóknarflokkurinn legið í dvala hér í
bænum okkar svo árum skiptir sem er
afar miður fyrir okkar bæjarfélag.
Það fer nefnilega ekkert á milli mála
að grunngildi flokksins, sem skilað
hafa þjóðinni þessum mikla árangri á
landsvísu, hafa átt undir högg að sækja
hér í Mosfellsbæ.
Þetta sést bersýnilega á morgnana
þegar umferðarteppan er hvað mest,
þar sem flest allir flykkjast í Reykjavík
eða nærumhverfi til að sækja atvinnu.
Erfitt hefur reynst fyrir ungt fólk að
setjast hér að vegna skorts á húsnæði
fyrir fyrstu kaupendur. Lítil fjölbreytni
er í atvinnustarfsemi. Stórar ákvarð-
anir hafa verið teknar í tráss við vilja lykilaðila.
Framtíðarsýn skortir í skipulagsmálum. Hér er
einfaldlega tækifæri til að gera betur.
Við í unga armi Framsóknar fáum ekki betur
séð en að rótgróin stefnumál elsta og virtasta
flokksins eigi töluvert erindi hér, þ.e.a.s.
skynsöm byggðastefna og bættar sam-
göngur, metnaðarfull atvinnusköpun
og loks virkt samráð.
Til þess að stuðla að atvinnusköpun
verða svo auðvitað að vera til staðar
skilyrði svo einkaframtakið geti fært út
kvíarnar, í þeim efnum eru uppi mörg
tækifæri til að gera betur með ýmsum
ívilnunum til að laða að fyrirtæki.
Framsóknarflokkurinn vann stórsig-
ur í nýafstöðnum kosningum á lands-
vísu og við ætlum okkur að sjálfsögðu
að fylgja fast á eftir í komandi sveitar-
stjórnarkosningum. Nú er undir okk-
ur bæjarbúum komið að tryggja veru
sáttasemjarans í miðjunni hér í Mosfellsbæ.
Kjartan Helgi Ólafsson og Leifur Ingi Eysteinsson,
höfundar eru ungir Framsóknarmenn og stjórnar-
menn í Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar
Sá elsti og virtasti
Vogatunga 51, 270 Mosfellsbæ, sími: 864 6600
Gólfefna lausnir
fyrir heimili
og fyrirtæki