Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Side 6

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Side 6
6 Markmið­ hverrar­ sveitarstjórnar­ hlýtur­ að­ vera­ að­ búa­ íbúum­ sínum­ sem­ bestar­ að-­ stæður­og­þjónustu­á­þeim­sviðum­sem­eru­ á­ forræði­ sveitarfélaganna.­ Til­ þess­ að­ svo­ geti­ orðið­ þarf­ umræða­ og­ ákvarðanataka­ að­ vera­ á­ víðum­ grunni­ og­ taka­ tillit­ til­ ólíkra­sjónarmiða.­Þess­vegna­er­m.a.­mikil- vægt­að­sveitarstjórnir­séu­í­jöfnum­hlutföll- um­skipaðar­konum­og­körlum. Jafnara kynjahlutfall – en... Í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru vorið 2014 jafnaðist kynjahlutfall sveitarstjórn- arfólks töluvert og hefur aldrei verið jafnara. Konur urðu 44% kjörinna fulltrúa og karlar 56%. Það sem hins vegar vakti athygli var að karlar voru í mun fleiri tilfellum oddvitar fram- boða. Sú staðreynd hefur bein áhrif á kynja- hlutfall í bæjar- og byggðaráðum. Þegar síðan kom að ráðningum á bæjar- og sveitarstjórum var hlutfall kvenna 26% á móti 74% hjá körl- um í ársbyrjun 2015. Jafnréttisnefndir sveitarfélaga Jafnréttislög (lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008) leggja mikla ábyrgð á sveitarfélög sem stjórnvald, vinnu- veitendur og þjónustuaðila. Sérstaklega er kveðið á um að sveitar- stjórnir skuli að loknum kosningum skipa jafnréttisnefndir sem hafi það hlutverk að fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan viðkomandi sveitarfélags. Nefndirnar skulu hafa ráðgefandi hlutverk gagnvart sveitarstjórnum í málefnum er varða jafnrétti kynjanna og fylgjast með og hafa frum- kvæði að aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna innan sveitarfélagsins. Þá skulu jafnréttisnefndir hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlana til fjögurra ára en áætl- anirnar skulu lagðar fram til samþykktar í sveit- arstjórn ekki síðar en ári eftir sveitarstjórnar- kosningar. Jafnréttisáætlanir sveitarfélaga Í jafnréttisáætlunum þurfa sveitarfélögin að gera grein fyrir því hvernig unnið skuli að kynjasamþættingu á öllum sviðum og hvernig skuli leiðrétta mismun á stöðu kynjanna innan sveitarfélagsins. Þá kveða lögin einnig á um skyldur sem lúta að starfsmannahaldi, starf- semi skóla, íþrótta- og tómstundastarfi auk þess sem kveðið er á um kyngreiningu tölu- legra upplýsinga. Að kosningum loknum þurfa sveitarstjórnir síðan að uppfylla þá lagaskyldu að gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafn- ast í nefndum, ráðum og stjórnum og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Sveitarfélögin reka nærþjónustu sem skiptir íbúa þeirra gríðarlega miklu máli og getur haft áhrif á ýmsa þætti, m.a. stöðu kynjanna. Atvinnumál, félagsleg þjónusta, skólamál, skipulagsmál o.fl. geta haft mismunandi áhrif á stöðu kynjanna m.t.t. kynjaskipts vinnumarkaðar, heimilisábyrgðar, launa, ferðamáta o.s.frv. Mikilvægt er því að sveitar- stjórnarfólk sé með fjölbreyttan bakgrunn og mismunandi reynslu sem nýtist til þess að byggja upp og/eða viðhalda góðri þjónustu fyrir þann fjölbreytilega hóp sem íbúar sveitarfélaganna eru. Gætið að jöfnu hlutfalli kynjanna á framboðslistum Nú þegar líður að sveitarstjórnarkosningum er því mikilvægt að stjórn- málaöfl gæti að jöfnu hlutfalli kynjanna á listum og að konur gefi kost á sér í forystu svo tryggja megi að áframhaldandi þróun á stjórnmála- þátttöku kvenna og karla miðist í rétta átt íbúunum til hagsbóta. Þá má heldur ekki gleyma að vinna á vettvangi sveitarstjórna með það þunga hlass sem #metoo umræðan hefur velt svo tryggt sé að starfs- umhverfi sveitarstjórnarfólks sé öruggt og byggt á virðingu. Ötult starf í átt að jafnrétti er vinna í átt að réttlátari skiptingu á þeim gæðum sem sveitarstjórnir úthluta til íbúa sinna. Markviss vinna við gerð og innleiðingu raunhæfra jafnréttisáætlana getur því verið grunnurinn að góðu samfélagi. Jafnréttismál Sveitarstjórnarmál eru jafnréttismál Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, skrifar. Katrín Björg Ríkarðsdóttir. Mynd: KBR. Kynjahlutfall í sveitarstjórnum 1974-2017.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.