Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2018, Blaðsíða 8
8 Reykjavíkurhöfn­ fagnaði­ aldarafmæli­ sínu­í­ lok­síðasta­árs.­Stofndagur­hennar­ var­ 16.­ nóvember­ 1917­ þegar­ hafnar-­ nefndin­ kom­ saman­ á­ skrifstofu­ Knud­ Zimsen­ borgarstjóra­ ásamt­ verkfræð-­ ingunum­Kirk­og­Pedersen­og­ráðunaut- um­ hafnarnefndar.­ Á­ fundinum­ náðist­ samkomulag­um­þau­ágreiningsmál­sem­ uppi­voru­og­tók­hafnarnefndin­við­hafn-­ armannvirkjunum­með­nokkrum­fyrirvör- um­frá­þeim­degi­að­telja. Nær níu áratugum síðar eða í byrjun árs 2005 tók nýtt hafnarfyrirtæki, Faxaflóahafnir sf., til starfa. Fyrirtækið á og rekur fjórar hafnir, Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn. Faxaflóa- hafnir sf. er sameignarfélag í eigu fimm sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Akranes- kaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradals- hrepps og Borgarbyggðar. Í dag er Reykjavík eina höfuðborg Vest- urlanda sem hefur höfn þar sem útvegur og fiskvinnsla eigi sér samastað. Velviljaður Danakonungur Bygging hafnarinnar átti sér talsverðan að- draganda. Hafnarsjóður var ekki stofnaður fyrr en árið 1856 en erfiðlega gekk að finna fjármuni til hafnargerðarinnar. Ýmsir kostir voru kannaðir en þóttu ekki aðgengilegir við nánari skoðun eða voru alls ekki í boði þegar á reyndi. Bæði var leitað til enskra, franskra og norskra banka en þó einkum til banka í Danmörku enda Ísland enn hluti Danaveldis á þeim tíma. Íslensku bankarnir, Landsbanki Íslands og Íslandsbanki, komu þar einnig við sögu en tilboð þeirra þóttu ekki nægilega hagstæð. Það var ekki fyrr en erindi Páls Einarssonar, þáverandi borgarstjóra, um lánafyrirgreiðslu til hafnargerðar í Reykjavík barst Friðriki VIII Danakonungi til eyrna, að eitthvað fór að ganga. Lítið er vitað hvað fór erindrekum Íslands og konungi í milli en Friðrik VIII var alla tíð fremur velviljaður Íslendingum og því hefur verið haldið fram að hann hafi lagt því orð að lána bæri Íslendingum. Fyrstu handtökin voru við lagningu járnbrautar Hafist var handa við hafnargerðina þann 8. mars 1913 þegar gufuskipið Edvard Grieg kom til Reykjavíkur. Skipið lagðist við legu- Hafnamál Reykjavíkurhöfn 100 ára - Saga hafnarinnar er hluti af sögu borgar, lands og þjóðar Séð yfir austurhluta gömlu hafnarinnar og svæðið í kringum tónlistarhúsið Hörpu. Myndirnar eru teknar úr skrifstofu Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, í Hafnarhúsinu í Reykjavík.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.